Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 25
Mánuðurinn í heild var sólarlítill og í kaldara lagi.
Á Suðurlandi var vætusamt, en úrkoma í meðallagi á Vestur- og Norðurlandi.
Um miðjan mánuðinn rigndi óhemju mikið í nokkra daga á austanverðu land-
inu, til dæmis mældist 122.8 mm sólarhringsúrkoma á Hólum í Hornafirði, og
á Sandhaugum í Bárðardal rigndi 83.7 mm á 5 dögum. Ef frá eru taldir þessir
fáu dagar, var mánuðurinn í þurrara lagi á þessu svæði.
Tún voru víða kalin og grasspretta alls staðar léleg í mánaðarlokin.
Júlí. Hitinn var nálægt lagi, veðrið oftast stillt og úrkomumagn undir meðal-
lagi víðast hvar.
Heyskapartíð var rétt sæmileg á norðanverðu landinu, vestan til, en sérstak-
lega góð austan til og víðast á Austurlandi.
Með suðurströndinni og við Faxaflóa voru góðviðri og stillur, úrkomumagn
undir meðallagi, en síðdegisskúrir óvenju tíðar. I>ar gekk lieyskapur j>ví ýmist
seint eða illa. Við Breiðafjörð og á Snæfellsnesi var þurrara og tíð til sjós og
lands allsæmileg eða góð.
Mikil síld var fyrir austan land um og eftir miðjan mánuðinn og oftast
gott veiðiveður.
Agúsl. í þessum mánuði var hæg norðaustanátt ríkjandi. Sólarlítið var á
Vesturlandi og á norðanverðu landinu til Austfjarða, en fremur sólríkt suðvestan
lands.
Á norðaustanverðu landinu var úrkomumagn í meðallagi, en óþurrkatíð og
erfiður heyskapur.
Þó var ein vika góð um miðjan mánuðinn og bætti það úr.
Á norðvestanverðu landinu var úrkoman rnjög lítil, t. d. á Suðureyri aðeins
8% og í Síðumúla í Borgarfirði þriðjungur af meðalúrkomu.
Á Suðurlandi var úrkomumagnið einnig nokkuð undir meðallagi, en eins
og í júlí voru skúrir tíðar j>ar og í innsveitum við Faxaflóa og heyskapur gekk
seint. Hiti í ágúst var heldur undir meðallagi, einkum norðan lands.
r
Hér fer á eftir meðalhiti, úrkomumagn, og fjöldi sólskinsstunda á nokkr-
um veðurathugunarstöðvum í vor og sumar til ágústloka:
Hiti, ° C
(í svigtim fyrir neðan meðallagið 1931—1960)
Apríl Maí Júní Júlí Ágúst
Reykjavík 4.1 6.7 9.2 11.1 10.7
(3.1) (6.9) (9.5) (11.2) (10.8)
Akureyri 3.5 6.2 8.9 10.8 8.9
(1.7) (6.3) (9.3) (10.9) (10.3)
Hólar 6.4 8.7 10.1 10.0
(3.0) (6.5) (9.3) (10.9) (10.4)
VEÐRIÐ — 61