Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 15

Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 15
eru varnarsveitir líkamans gegn innrás svkla. Sé dælt í þær lungnabólgusýklum, drepast ilestar, en rottunum í hinum hópnum verður ekki meint af því. Llkami manns og hests framleiðir svita, ef hann hitnar unt of; svitinn gufar upp, en uppgufunin tekur hita frá likamanum og varnar þannig hættulegri ofhitun. Hundar og rottur hafa enga svitakirtla. Hundurinn rekur út úr sér tunguna, sem er rök og blóðrík mjög, og kælir sig þannig. En kælitæki rott- unnar eru rófan og stærri eyru en félagar þeirra. Þrír rottuhópar voru hafðar í búrum með 18, 25 og 32 stiga hita á Celsíus- mæli. Þær voru iátnar fara eftir krókóttum gangi að mat sínum. Eftir 12 skipti þekktu rotturnar í fyrsta hópnum leiðina til hlítar, rotturnar í öðrum hópnum ekki fyrr en eítir 28 skipti, en þær sem dvöldu í heitasta búrinu lærðu seint eða aldrei að rata. Tilraunin var endurtekin þremur mánuðum síðar; fyrsti hópurinn rataði enn viðstöðulaust, annar hópurinn verr, og sá þriðji hafði öllu gleymt. Þá hafa dýratilraunir sýnt, að í hitabeltisloftslagi eykst þörfin fyrir Bi-fjörefní. Þetta stafar af því, að efnabruninn í líkamanum verður hægari í miklum hit- um, og þeim mun meira þarf af þessu fjörefni, sem er einmitt hluti af efna- kljúf, sem brunanum stjórnar. Tilraunir á músum hafa sýnt, að við hita yfir 30° minnkar frjósemi mjög, andvana fæðingum fjölgar, og ungadauði eykst. Orsiikin er m. a. talin sú, að sæðisfrumur karldýrsins lamast við mikinn hita. Þannig eru dæmi þess, að hest- ar, rottur og önnur tilraunadýr hafi orðið varanlega ófrjó eftir einn heitan dag. Athuganir d fólki. Því er almennt trúað, að íbúar liitabeltislanda nái fljótt kynþroska. Tilraunir hala sýnt, að svo er ekki um dýr. Og athuganir á stúlkum liafa leitt í ljós, að í hitabeltinu byrja þær ekki að hafa á klæðum fyrr en 14 til 16 ára gamlar, eða nokkru seinna en í tempruðu beltunum. Meðal Eskimóa er þetta líkt og í hitabeltinu, því að mikill kuldi virðist einnig draga úr þroska- hraða. I hitabeltinu er frjósemi minni en í tempruðu beltunum, og er Jjað í samrænu við tilraunir á dýrum. Athuganir gerðar í borgum í Bandaríkjunum og í Japan hafa sýnt, að þegar tala fæðinga er borin saman við lofthitann 9 mánuðum áður,. eru fæðingar þeim mun færri, sem hitinn hefir verið meiri. Að vísu gæti þetta stafað af því, að mikilir hitar dragi úr kynmökum. En skýrslur um aðsókn að vændishúsum í Japan benda ekki til Jjess, að hún sé minni en ella í mestu hit- um. Verður Jjví að álykta, að liitinn dragi beinlínis úr frjóseminni. Sama verð- ur og uppi á teningnum, ef hitastig fer niður fyrir 5° C. Ennfremur reynast andvana fæðingar fleiri en ella, og ungbarnadauði meiri, ef börnin eru getin f miklum hita. 1 tempruðu loftslagi verða börn hraustari, andlega og líkamlega. Vegna Jjess hve útbreiddir hinir skæðu hitabeltissjúkdómar eru enn, ná til- tölulega fáir hitabeltisbúar háurn aldri. En Jjeir sem komast á efri ár, eldast seint og sýna minni ellimörk en íbúar tempruðu beltanna. Hverju sætir nú Jjað, að hitabeltisbúar eru seinþroska og eldast seint? Hvort tveggja á sér eina og sömu orsök: Efnaskipti þeirra eru hægari en meðal íbúa VEÐRIÐ -- 51'

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.