Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 6
Rasmus Lievog, sem hafi tekið góðum framförum í stærðfraeði og stjörnuvís- indum---------og sé fús til að setjast að á íslandi, er þér hér með tjáð, að Vér föllumst á tillögu þína, og skulu hinir 80 rd greiðast þér til þess að styrkja Lievog eftir ástæðum hans. Þó skal um það bil þriðjungi þeirra varið til kaupa á nauðsynlegum bókum og töflum. Auk þess ber þér að sjá til þess, að Lievog verði fær um að fara til íslands á vori komanda, og munum Vér þá auka frama hans, ef hann dvelst jrar nokkur ár og rækir starf sitt svo vel, að Jrað komi að tilætluðum notum. Hinn 21. apríl 1779 er Rasmus Lievog skipaður stjörnuskoðari á íslandi. Sér- staklega er fyrir hann lagt að gera stjarnfræðilegar mælingar, ákvarða lengd og breidd athugunarstaðar, fylgjast með tunglum Júpíters, atliuga alla sól- og tunghnyrkva og yfirleitt allt, sem miðar að því að ákvarða lengdarstað íslands á hnettinum. Daglega skal hann athuga loftvog, hitamæla, vind og veður. Hann skal halda nákvæma dagbók yfir allt þetta, eins og hann hefur vanirt i stjörnuturninum í Kaupmannahöfn. Stiftamtmanni er að lokum falin umsjón með störfum hans eftir sömu reglu og áður gilti um Eyjólf Jónsson. Jafnframt jressu eða fitlu fyrr (8. apríl 1779) er Thodal stiftamtmanni til- kynnt skipun Lievogs og honum falið að byggja yfir hann á Lambhúsum, eins og glöggt kemur fram í svarbréfi hans til kanzellísins, ds. 9. sept. 1779. í því kveðst stiftamtmaður hafa fengið afrit af erindisbréfi Lievogs ásamt skipun um að eftirláta honum býlið Lambbús og koma þar upp athugunarstöð. Nú hefði Lievog ekki komið til fslands fyrr en stiftamtmaður var riðinn til alþingis, og varð því ekkert aðhafzt, meðan hann var fjarverandi. Eftir að hann kom heim, hefðu gengið sífelldar rigningar, svo að elztu menn mundu ekki ann- að eins, og yrði því vart unnt að ljúka verkinu í liaust. — „Býli jjetta, Lambhús, hefur lengi verið í niðurníðslu og gefur ekki af sér nema eitt kýrfóður, eins og sakir standa. Verður það jrví athugara lítt til framdráttar fyrr en jjað hefur verið girt og hresst við, en mér skilst, að hann liafi ekki efni á því, enda fá- tækur. Til jjess að hann fái komizt af með hin óríflegu laun sín, tel ég nauð- synlegt að sækja um fyrir hans hönd allraþegnsamlegast, með milligöngu hins konunglega, danska kanzellís, að konungi mætti allramildilegast þóknast að veita honum til jjess nauðsynlegt fé, sem ég mundi taka að mér að að ráðstafa, og að konungur heimili mér auk þess náðarsamlegast að verja 50—60 ríkisdölum til þess að ræsa fram og girða vota mýrarspildu út frá túninu og búa hana undir ræktun, ennfremur til þess að ná óræktinni úr túninu, en það hefur annað slagið skemmst af sjávargangi, og jörðin því legið í eyði í 10 ár; með ræktun mætti hins vegar gera sér vonir um að fá af túninu þrjú kýrfóður eða jafnvel meira; og skyldi svo fara að þetta nægði ekki til jjess að koma öllu í fyllsta lag, að mér leyfðist þá náðarsamlegast að fara fram á dálitla viðbót, en ég von- ast eftir, að allmikið megi gera fyrir hina nefndu upphæð, jafnvel að eitthvað yrði afgangs, því að fyllstu hagsýni mun gætt í hvívetna." f niðurlagi bréfsins lætur stiftamtmaður orð liggja að því, að þessar umbætur 42 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.