Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 19
rafeindareiknivélar voru notaðar, fékkst nothæf lausn á viðfangsefninu. Fyrir- lesarinn virtist vongóður um áframhald þessara rannsókna. Næsti fyrirlestur fjallaði um Iangtímaspár (1 mánuð) og var fluttur af J.M. Crabtree. Eftir há- degi var skoðuð sú deild, sem annast vinnu á veðurfarsskýrslum, og var hún nijög svipuð og vélabókhaldsdeild Reykjavíkurbæjar. Síðan var farið í heim- sókn á bókasafnið. Sá ég þar meðal annars greinar eftir Jón Eyþórsson og Sig- urð Þórarinsson, svo dæmi séu nefnd. Þar eins og víða annars staðar eru sömu vandamálin. Bókasafnið var nýlega l'lutt í alveg nýtt húsnæði, en bókavörður bjóst samt við, að húsnæðið yrði orðið of lítið innan 10 ára. Fimmtudaginn 5. apríl hóf dr. G. B. Tucker fyrirlestrana með því að ræða um veðurfarsrannsóknir og nýjungar á Jtví sviði, t. d. með tilkomu rafeinda- reiknivéla. A eflir honum flutti prófessor R. A. Sheppard erindi um hina al- mennu hringrás í andrúmsloftinu og rannsóknarleiðangra, sem hann hafði tek- ið jrátt í eða stjórnað til þess að rannsaka einstök atriði ,svo sem skýjategundir í staðvindabeltinu o. fl. Deginum lauk með heimsókn á veðurfarsdeildina, þar sem ýmsar rannsóknir eru framkvæmdar, og voru veðurfræðingar, A. C. Maidens og Lamb okkur til leiðbeiningar. Sá síðarnefndi hafði komið til íslands árið 1938 eða 1939 og spurði talsvert um ísland og þá íslenzku veðurfræðinga, sem hann hafði hitt þar. Áhaldadeildin var einnig skoðuð, og sáum við þar lokapróf- un á ýmsum tækjum, sem áttu að fara í brezk-bandaríska veðurathugunarhnött- inn, er fékk svo ill endalok eins og lesendum er kunnugt af fréttum blaða og útvarps. Föstudaginn sjötta apríl flutti B. J. Mason fyrirlestur um skýjamyndanir, eðlis- fræðilega og að nokkru leyti efnafræðilega gerð þeirra. Efni þcssa erindis er að finna í Scieníific Amerlcan janúarheftinu 1961. Næsti fyrirlestur fjallaði um ratsjána í þágu veðurfræðinnar og var fluttur af W. G. Harper. Eftir hádegi var farið í heimsókn til Ascott, veðreiðabæjarins fræga, en þar er rannsóknarstöð frá Imperial College. Þar flutti dr. F. H. Luddlam, yfirmaður rannsóknarsöðvar- innar, fróðlegt erindi um þrmmiský. Laugardaginn sjöunda og sunnudaginn áttunda apríl áttum við frí, og notaði ég dagana til Jress að fara í ökuferð um Tempsárdalinn i boði góðs vinar. Ég var svo heppinn að hitta þrjá góða vini í Englandi, meðan ég dvaldi þar. Allir eru þeir bandarískir veðurfræðingar, sem ég hafði kynnzt á veðurstofunni á ICefla- víkurflugvelli. Major Driscell og kapteinn Owens eru búsettir í Englandi og vinna fyrir bandaríska flugherinn, en James EIlis var á ferðalagi ásamt konu sinni um England á sama tíma og ég var þar. Allt þetta fólk sýndi mér slíkt vinarþel, að það mun seint gleymast. Förin um Tempsárdalinn fór aðallega í það að skoða gamlar byggingar, svo sem kastala, aldagamlar iilkrár og kirkjur. Eins og vera bar voru kirkjurnar opnar en krárnar lokaðar. Olkrár (pubs) eru sérstakur þáttur í þjóðlífi Englendinga. Margar eru litauðugar og sérkenni- legar. Þær eru opnar einhvern tíma dagsins, a. m. k. fullyrtu landsmenn það, en hvenær Jrær eru opnar, er undjr svo mörgu komið, að það er aðeins á færi fárra útlendinga að komast til botns í þeim leyndardóm. Skotsilfur mitt var VEÐRIÐ -- 55

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.