Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 26
Úrkorna, mrn.
(í svigum fyrir ncðan meðallagið 1931 -1960)
Apríl Maí Júní Júlí Ágúst
Reykjavík .... 92.4 28,3 55.9 28.9 26,7
(53) (42) (41) (48) (66)
Akureyri 23.9 6.2 72,5 26,7 21.2
(32) (15) (22) (35) (39)
Hólar 104.0 26.0 186.4 71.1 53.7
(108) (90) (83) (93) (116)
Sólskin, klst.
(í svigum fyrir neðan méðallagið 1930 -1949)
Reykjavík .... 136 214 119 186 179
(135) (188) (188) (181) (154)
Akureyri 138 172 137 183 63
(108) (173) (170) (145) (113)
Hólar 109 194 108 162 104
(Meðallag ekki til.)
Fom veðurmerki og veðurspeki
JÓlV EYÞÓllSSON tók saman
Með flestum ef ekki cillum þjóðum hafa löngum verið í m nnmælum fjölda-
margar spekilegar reglur til þess að ráða af veður næsta dags og jafnvel veðráttu
lieillar árstíðar eða ársins, sem í hönd fer. Vissulega hefur slík veöurspeki, oft
í spakmæla- og orðskviðagervi, Ijorizt frá kynslóð til kynslóðar og land úr landi.
Margt af þessu tæi eru hindurvitni, sumt almenn lífsreynsla og sumt byggt á
heiðarlegri viðleitni til þess að ráða gátur geims og tíma eftir ýmsum sólarmerkj
um. Sem dæmi um hindurvitni má nefna: Ef lirífutindar snúa upp, veit á rign
ingu. Lifsreynsla: Dag skal að kveldi lofa. Sólarmerki: Kveldroðinn vætir, morg-
unroðinn bætir, — og er það ættað úr sjálfri biblíunni.
Á erlendum málum liafa verið prentaðar margar og miklar syrpur slíkrar veð-
urspeki. Hinar elztu munu vera frá 16. öld. Þær voru þá gefnar út sem þarf-
legar leiðbeiningar bændum og búaliði og þóttu líka búmannsþing. At því
tæi eru veðurreglurnar í Atla séra Bjarnar Halldórssonar I Sauðlauksdal (Hrapps-
ey 1783), en hann tók að mestu eftir útleggingu á danskri rímbók eftir séra
Gísla Bjarnason að stað í Grindavík. Þar við segist séra Björn hafa bætt nokkr-
um Sunnmæra-veðurspám eftir séra Hans Ström. Kveðst séra Björn hafa reynt
allar þessar reglur, og bregðist „flestar þeirra sjaldan, en sumar aldrei.“
62 --- VEÐRIÐ