Veðrið - 01.09.1962, Blaðsíða 12
notað þetta eintak að vild, þegar ekki sé verið að nota það í skólanum, „auk
þess dylst mér ekki, þegar ég virði yður íyrir mér utan veggja þessa skóla, að
þér eruð ekki í hópi þeirra manna, sem líklegt mætti þykja, að iengju eitt ein-
asta eintak a£ þessari bók. Hvað snertir rit Mohr’s [Forsög til en isl. Naturhistorie,
Kblin J786], þá hef ég áður svarað því, en tek iiér með fram til áréttingar, að
það er mjög vafasamt, að nokkurt eintak af svo takmörkuðum birgðum geti
komið í lilut lrr. Lievogs."
Ekki er auðvelt að sjá, livað Levetzow á við með dylgjum sínum, en mér
þykir sennilegast, að Jrær eigi við klæðaburð Lievogs, Jjví að um drykkjuskap hef-
ur honum ekki verið brugðið. Hann hafði nokkurt búhokur á Lambhúsum, og
hefur sennilega ekki gætt Jress að klæðast sem konunglegur stjörnumeistari, er
irann starfaði að búverkum. Nokkuð er það, að 2. júlí 1790 er honum tilkynnt,
að Lambhús eigi engan rétt á hagbeit í Bessastaðalandi fyrir búpening.
En 12. febrúar 1790 ritaði Levetzow kanzellíinu langt bréf uni Lievog og
störf hans, og Jjar er síður en svo að hann geri illa til hans. Kanzellíið hefur
(18. júlí 1789) spurt |)á Hannes biskup Finnsson og Levetzow, livort eigi mundi
tiltækilegt að fá Lievog til að kenna nemendum í Reykjavíkurskóla einu sinni
í viku stærðfræði og eðlisfræði og býður 60 rd greiðslu á ári. Með Jtessu móti á
að spara lektorsembætti við skólann. J'etta er sent Lievog til umsagnar. í svari
sínu virðist hann benda á tvo möguleika. 1: Hann getur ekki tiltekið fasta
kennsludaga vegna starfa sinna á Lambhúsum, en bendir á þann möguleika, að
nemendurnir komi til sín vikulega. 2: Að starfsemi hans öll og þar með stjörnu-
turninn verði flutt til Reykjavíkur.
Stiftamtmaður og biskup eru sammála um, að fyrri tillagan komi ekki til
greina af mörgum gildum ástæðum, en síðari tillögunni tekur stiftamtmaður
tveim liöndum. Með Jjví móti geti nemendur fengið tækifæri til að sýsla með
stjörnumælingar, og vilji kanzellíið láta Lievog gegna lektorsembættinu í
skvldum kennslugreinum, telji liann ekkert [iví til lyrirstöðu, og ætti Lievog
að vera fullsæmdur af 60 rd. fyrir störf sín við skólann.
Því næst koma langar bollaleggingar um bústað handa Lievog, grasnytjar á
borð við Lambhús og flutning stjörnuturnsins til Reykjavíkur.
Að lokum leggur stiftamtmaður til, að Lievog verði jafnframt falin umsjón
með fjármunum skólans, en Jtað starf hafi frá upphafi verið ætlað lektor. Nú
sé því li'tt eða ekki sinnt, Jjví að rektor sé lítt til þess fallinn, enda ófús að láta
það til sín taka.
„En hvað áhrærir hæfileika Lievogs til Jress að rækja embælti lektors, Jjá er
mér nær að halda, að hann hafi til þess lærdóni og dugnað, en hvort lærdómur
hans og dugnaður nær svo langt sem æskilegt væri í slíkt kennaraembætti, eink-
um í eðlisfræði, er annað mál, sem ég Jjori ekki að fullyrða neitt um, og enda
þótt hann kynni að vera nægilega kunnandi og hygginn, [já efast ég samt um,
að honum sé gefinn sá hæfileiki að kenna öðrum, svo vel sé, enda veit ég að
hann er að upplagi mjög svifaseinn og fremur margorður, ef liann ætlar að
útskýra eitthvað. Þess vegna lít ég svo á, að svo sem stjörnumælingarnar ættu
helzt að hafa aðsetur í Reykjavík, svo ætti og helzt að velja í lektoísstöðuna
48 --- VEÐRIÐ