Veðrið - 01.04.1966, Qupperneq 5

Veðrið - 01.04.1966, Qupperneq 5
Á 14. öldinni er alls getið nm 7 góða eða ágæta vetur. En þar ber 1340 af öllum hinum. Á 15. öldinni eru árferðisannálar mjög lélegir og ganga mest út á drep- sóttir og eldgos. 1428 var vetur góður og linur. Skiptjón víða af miklum sjávargangi. Braut 18 skip á Akranesi. — Þetta eru einu lofsamlegu ummælin um veðráttu 15. aldarinnar sem færð hafa verið í letur. Þá er 16. öldinl 1572 var sumar gott, haust vott en vetur góður „og stökk af margur mann“ bætir annálshöf. við. 1581 Vetur góður til góuþræls. 1595 Vetur afbragðsgóður, veiðiskapur í vötnum með net fram á jól. Þá þurfti aldrei að gefa geldurn nautum liey. Fleiri vetur eru ekki annálaðir fyrir gæði á 16. öldinni Þá kemur 17. öldin. Þar ná annálar meira eða minna til allra áranna. 1608 Vetur var þá mjög góður en veðrátta spilltist með sumrinu. Kom þá hafís, er lá fram á Jónsmessu. 1611 Vetur góður, en haust mjög votsamt og var kallað skriðnahaust, því skriður féllu víða. 1617—1623 eru vetur taldir góðir öll árin eða 7 ár samfleytt, og oftast voru þá líka vor og sumur allgóð. 1624 Þá var vetur afbragðsgóður frá jólum, og gerði svo mikinn og fljótan grasvöxt að sóleyjar voru vaxnar í Skagafirði í síðustu viku vetrar, og þá höfðu fuglar orpið og fundust nóg egg. Höfðu þá orðið 8 góðir vetur í röð. 1626 og 1629 voru vetur rnjög góðir frá jólum. 1631 var vetur góður til jóla, en allgóður upp frá því. Sumarið var gott og grasgefið. Samt voru menn þá mjög þjakaðir af undangengnum harðindum, að því er segir. Munu það hafa verið hinn svonefndi Svellavelur 1625 og frostaharðindisveturinn 1627—28 sem þar hafa riðið baggamuninn og mátt sín meira en góðu veturnir. 1635 Var vetur góður og hlutasamur syðra og vestra. Veðrátta var þann vetur bezt í uppsveitum, en þó felldu menn peninga, því hey voru lítil eftir sumarið. 1636 Það haust fram að jólum var einmuna góð veðrátta til jóla, en óstöðugt síðan og vorið hart fram á sumar. Það er eftirtektarvert, að á þessum árum kvarta menn ákaft um illa afkomu þrátt fyrir hagstæða veðráttu mörg árin. 1642—1646 voru vetur góðir 5 ár í röð og oft grassumur. 1647 var enn góður vetur, hinn snjóminnsti í manna minnum. Kom aðeins lítið föl á útmánuðum, frost nærri aldrei, og sýndist mönnum gróa i keldu- föllum á þorra. Fiskur mikill kringum allt ísland. 1649 Vetur hinn bezti um allt land. Lá löngum allt sauðfé úti, og voru tekin fjallagrös á Ströndum vestur um Pálsmessu í föstu. 1650 var góður vetur, en vorið kalt og vætusamt. VEÐRIÐ 5

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.