Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 6
1651 Vetur góður, vor æskilegl og gott sumar. Árferði ágætt til lands og sjávar. Grasvöxtur mikill og nýting góS. Nægur fiskur. 1652 Vetur góður frá áttadegi. — Vor gott og sumar hlýtt. Var sprottin sóle'/ í síðustu viku vetrar og tún sláandi í fardögum. 1655—1658 voru fjórir kjaravelur í röð. Einkum er veturinn 1658 annálaður. Þá var mjög snjólítiö, en stormasamt á sunnan. Sóley var þá sprottin á einmánuði. Austan lands var þó tíðarfar stirðara og jarðbönn. 1663—1665 voru þrír ágætir vetur í röð. 1667 Vetur hinn bezti, svo á þorra jtiðnaði af vötnum af sólarhita. 1668 og 1670 Voru vetur góðir, en vorin köld. 1679 Var vetur hinn bezti með hlákum og góðviðri, svo aldrei kom fjúk né frostdagur að heita mætti. Þá var ársæld mikil um allt land. Vor var afbragðs gott og snemmgróið, svo að sóley var útsprungin á páskum, en fífill viku eftir krossmessu. Sumarið var hið bezta með miklum grasvexti og góðri nýtingu. 1682—1685 Voru vetur góðir eða í betra meðallagi. 1692—93 Vetur í betra meðallagi til jóla, en síðan afbragðsgóður um allt land, svo aldrei kom fjúkdagur. Torf var rist og stungið á Jtorra. Snjór sást hvergi á góu nema í fjallalautum. 1698 Vetur ágæta góður en sjógæftir bágar. Þó fiskaðist vel syðra og vestra. Þannig eru taldir að minnsta kosti 40 vetur góðir eða ágætir á 17. öld- inni og auk jress margir í betra lagi. Fimm vetur eru taldir afbragðsgóðir. Þorv. Tltoroddsen telur alls 32 góðæri á 17. öldinni en það bendir til, að sumur hafi stundum spillt árferði eftir góðan vetur. Harðindaár telur hann 33 og meðalár 35. 18. öldin. 1702 er vetur góður og jarðir nægar svo nienn gátu haldið peningi sínum. 1704 Vetur góður og yfirleitt frostlaus, svo fáir mundu slíkan; kom varla snjór frá góubyrjun. 1707 Vetur hvervetna góður með hlákum, snjóleysum og hægðarfrostum. Syðra var farið að gróa á einmánuði. Vor afbragðsgott. Þetta ár gekk Stóra bóla, sem talið er að 18 [nísund eða þriðjungur landsmanna hafi dáið úr. 1708—09 Vetur allgóður, frostlílill og án jarðbanna. 1710 Vetur allgóður til jóla, en ágætur Jjaðan af, svo menn mundu trautt slíkan. Greri á Jjorra, og gerði aldrei stórhörkur þaðan al. 1716 Vetur forkunnar góður, einkum nyrðra. 1719 og 1921 voru vetur góðir. 1726, 1727 og 1729 Vetur snjóléttir og hægviðrasamir. 1731 Vetur var þá svo snjólítill og frostlaus að mýrar voru sjaldan hestheldar, en mjög var Jjá stormasamt og ógæftir. 1731—32 Vetur hinn bezti og vorið eins. 6 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.