Veðrið - 01.04.1966, Page 7

Veðrið - 01.04.1966, Page 7
1733 Sá vetur var hinn bezti, og komu fáir dagar svo að nautpeningi væri eigi beitandi sums staðar, en víða voru lömb eigi tekin á hey. 1734 var enn vetur hinn snjóa- og frostminnsti, en storma og rosasamur. 1739—40 Þá gerði hinn bezta vetur. Frá jólunt til viku af góu var veðrátta svo góð, að menn varla mundu slíka. 1748 Eftir nýár þiðnaði og varð hinn allrabezti vetur, sem menn þóttust muiu. Á þorra kom gróður fyrir útigangspening og jörð var þá klakalaus. 1758 Þá gerði góðan vetur um land allt, — hinn bezta um 10 ára skeið. 1759—60 Veðrátta bærileg frá veturnóttum til jóla en síðan bezti vetur til Kyndilmessu. Var þá árgæzka um allar sveitir, segir Eggert Ólafsson.. 1763 Sá vetur var góður bæði til lands og sjávar. Þá var rist torf á þorra og þak- in liús. 1768 Hinn bezti vetur frá jólurn og þetta ár allt stök árgæzka til lands og sjávar. 1769 Hinn bezti vetur um haustið til jóla og svo allan vetur þaðan af. 1779 Vetur góður frá nýári til einmánaðar. Eóru Norðlendingar á þorra og góu til grasa — en vorið var hart. 1787 Vetur rnjög mildur á Suðurlandi. Gras grænt á jörðu og stunguþítt til einmánaðar. Stormar tíðir og ógæftir. 1795—96 Vetur var sumri líkur til jólaföstu og yfirleitt hinn bezti þaðan af. Á góu blíðasta sumarveður með sífelldum þíðum og spakviðri til sumar- mála. 1799 Vetur var víðast hvar talinn með þeim beztu og alls staðar næg jörð fyrir útigangspening. Þá varð Bátsendaflóð aðfaranótt 9. jan. Þannig teljast 26 vetur góðir eða afbragðsgóðir á 18. öldinni. Þorv. Tli. telur 29 ár góð á þeirri öld, 29 hörð og 42 meðalár. Mannfall af hungri telur hann hafa orðið á 15 árunum. Verstu hnekkir á þessari öld af náttúruvöldum v'iu vafalaust Móðuharðindin, er hófust 1783. 19. öldin. 1800 Vetur var hinn bezti og gekk allflestur peningur sjálfala. Hægð, blíða og staðviðri héldust fram að vordögum. 1804 og 1805 voru hinir beztu vetur og festi varla snjó á Suðurlandi. 1819 Góður vetur og snjóléttur en stormasamt á Suðurlandi. 1821 Mildur vetur og snjóléttur á S.- og A.-landi. Útigangspeningur gekk vel undan. 1828 Bezti vetur og gott vor. — Veltiár. Meðalhiti des,—marz +0,7 st. á Nesi við Seltjörn, sarnkv. veðurathugunum Jóns Þorsteinssonar landlæknis. 1833 Vetur góður og veðurblíður um allt land. 1841 Mjög hagstætt tíðarfar. Sums staðar gekk sauðfé sjálfala. Á Suðurlandi mundu menn eigi jafngóðan vetur. Eigi lagði þar glugga oftar en tvisvar. 1842 Vetur þíður og snjólítill. S-áttir langvinnar, veður ókyrr, úrfelli mikil. 1845 Það ár var talið með mestu árgæzkuárum. Svo var vorgott vestra að fuglar YEÐRIÐ -- /

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.