Veðrið - 01.04.1966, Qupperneq 9
GUÐLAUGUR JÓNSSON:
Gömul veÖurdagbók
l’áll Jónsson bókavörður í Borgarbókasafni Reykjavíkur sýntli mér, þann 8. maí
1964 og seltli mér í hendur um stundarsakir, fornlegt dagbókarblað, er hafði
fundizt innan á spjaldi Passíusálmabókar, iO. útg. 1735.
Á þessu handritsbroti er hvorki upphaf né endir. Er þar um að ræða veðurfars-
lýsingu m. m. í réttri dagaröð, að því er virðist, frá 11. apríl til 10. maí 1836.
Blaðið er í sjálfu sér ekki mikilsvirði að öðru leyti en því, að rithöndin á þvi er
með svo verulegum snilldarbrag, að hún hlýtur að vekja hjá manni sterka löngun
til þess að vita liver sá var, er liana átti. Nokkur bæja- og mannanöfn eru á þessu
blaði, flest úr Miklaliolts- og Hítarnesóknum, sem bendir mjög til þess, að höf-
undurinn hafi átt lieima á þeim slóðum, en þar með er J)ó ekki sagt, að auðvelt
sé að færa sönnur á það, liver hann hafi verið. Það eru hin tilgreindu staða og
mannanöfn, svo og dagsettir atburðir sem helzt verða hér til þess að vísa veginn.
En þótt augljóst megi virðast eftir handritinu, að höfundurinn liafi átt heima á
Stórahrauni í Kolbeinsstaðasókn, J>á er þar um fleiri en einn mann að ræða og
ekki heldur útilokað, að hér sé um uppskrift annars manns að ræða eða lirein-
skrift eftir uppkasti að ráðstöfun liöfundarins, — meira að segja má næstum því
fullyrða, að hér sé ekki um að ræða frumrit af dagbók gerðri frá degi til dags.
Blaðið, eins og það liggur fyrir, hefur fullkomlega útlit fyrir að vera skrifað allt
í einni lotu. Afrit af þessu blaði fer liér á eftir, að svo miklu leyti sem mér reynd-
ist Jrað læsilegt. Skennndir á Jrví eru nokkrar orðnar af fúa. M. a. dags. ekki alveg
öruggar aftur að 27. apríl.
Apr. 11. m. Landsunnan með kælu og sólbráð. Komu liér stúd. Benedikt í
Krossh. með hreppstj. Helga í Vogi. Gekk ég þá út að Söðulsholti.
— 12. J>. Logn, jn'ða með þykkviðri og slyddu, sunnankæla með fjúk mikið.
Snérist til norðurs, birti af sér og skóf.
— 13. m. Norðan stormkæla kafaldslaus og þykkur með skarpt frost.
— 14. f. Sunnan kæla með frostleysu, — slyddu lítilli frá hádegi til kvölds.
— 15. f. Útsunnan él í frostleysu. Bar J>á kvígan um nóttina.
— 16. 1. Útsunnan, frostlinur, él með hvassviðri.
— 17. s. Sunnan J>íða bezta með sólskini. Ég gekk J>á út að Gröf. Snjóaði
um nóttina.
— 18. m. Skóf lítið um daginn með Jrvernyrðings fjúkmaldri. (Jón) kom dag-
inn áður en beið þennan eftir mér til að fala liey og korn.
— 19. j>. Logn og sólskin með frosti. Fór J>á Jón burt, en Guðmundur á
Völlum kom aftur.
VEÐRIÐ --- 9