Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 11
Maí
23. 1. Þvernorðan skafrenningur um morguninn, en minnkaði um há-
degi með logn og sólskin.
24. s. Landsunnan veður með bleytukafald. Snéri sér i útsuður með sól-
skini, tók þá hreppstj. leiði.
25. m. Útsynningur hægur með kulda svo lítið þiðnaði.
2fi. þ. Um m . . . haegð með útsunnan fjúk um morguninn. Þá upptóku
Litlahraunsmenn leiði.
27. m. Hægð með útsunnan fjúki. Birti upp milli, svo Litlahraunsmenn
tóku leiði í Skógarnes. Kont Finnur og Jón í Görðum að sækja hey.
28. f. Logn og glaða sólskin svo þiðnaði mikið. Fæddist þá barn á Litla-
hrauni. Vitjaði ég séra (B. . .?) að skíra það og fylgdi lionum út eftir
u(nt kvöldið?)
29. f. Logn og dumbungsþíða útsunnan með hægð. Var þá embættað í
Miklaholti og jarðaður Sigurður Guðbrandsson á Hömluh., kom
þá M. . .
30. 1. Landsunnan þíða með liægum vindi.
1. s. Bjart veður, logn og bezta þíða. Gekk Þ.. . á Dalsmynni ofan að
Litlahrauni með lík ... Þá komu líka Guðrún á Lh og Magnús í
Landbrotum að sækja hey fyrir sig og Ólaf á . ..
2. m. Logn og þykkviðri með slyddu, unt kv... sunnan luíð. Var þá
jarðað Litlalirfaunsbarnið] með öðru frá Gerðubergi frant á Rauða-
m[el.]
3. þ. Sunnan hæg maraþíða. Kom enginn.
4. m. Sunnan þíða og góðviðri.
5. f. Bjart veður, logn og hlýviðri. Fór Fríð. . .
fi. f. Enn nú sama veður og farið út að vin(na á?)
7. 1. Landsunnan vindur og sólskin. Geng . . .
8. s. Sunnan hríð og hlý leysing. Fæddist hje(r?) barn um nóttina.
9. m. Útsunnan hryðjur allan daginn. Kom H. . .
10. þ. Útsunnan smáregn urn morguninu, sólfar, hlýja. Sótti ég þá prest
að skíra barnið. Hann iiér um nóttina ásamt Þorsteini í G(r<>f?)
Þessu næst skulu nú nokkuð athuguð rnanna og bæjarnöfn, sem fram hafa
komið, og þau tekin í réttri dagaröð.
12. april. Stúdent Benedikt í Krossholti var bóndi þar. Hann var sonur séra
Björn Benediktssonar í Hítardal. Helgi hreppstj. í Vogi var Helgason síðar alþm.
Mýramanna. Hann var langafi Bjarna Ásgeirssonar alþm. og ráðherra. Bróðir
Ilelga í Vogi var Sigurður Helgason skáld og hrstj. á Jörva í Kolbeinsstaðahreppi.
19. april. Ekkert kunnugt unt Jón, sem þar er nefndur, en gæti þó verið Jón
sá, er var annar bænda á Litlahrauni um þessar mundir, sem síðar segir.
Guðmundur á Völlum, þ. e. Hítardalsvöllum í Kolbeinsstaðahreppi (Hítardals-
sókn) var Sigurðusson, smiður í Hítardal 1816, fæddur að Saurbæ á Kjalarnesi
um 1788. Bjó síðar í Hítarneskoti. Kona hans hét Sigríður Árnadóttir, jafnaldra
bónda sínum, líklega fædd í Stafholtstungum. Hún dó í Hítarneskoti 1842.
— 1 1
VEBRIÐ