Veðrið - 01.04.1966, Page 14
rithöndin annars hvors þeirra eða er hér um að ræða uppskrift af frumritinu eftir
alveg ókunnan mann? Án frekari upplýsinga er þetta augljóst vafamál, en ég
verð samt að hallast að þeirri skoðun, að htr sé um að ræða frumhandritið frá
Stórahrauni, og kemur mér þá Daði fyrst til liugar. Að visu má telja Jóhannes
að sumu leyti ásjálegri sem fræðimann og rithöfund, en mér finnst það hvorki
viðfelldið né sannfærandi, að barnsfaðirinn sjálfur hafi notað orðalagið „fæddist
hér barn í nótt,“ Og í annan stað finnst mér, að hjá höfundi textans komi fram
allt annað geðslag en það, sem lýsingin á skapferli Jóhannesar leiðir í ljós. Ég
held að það hafi verið Daði, sem gekk út að Gröf þann 17. apríl, þangað sem
mágur hans bjó, og það hafi líka verið hann, sem vitjaði prestsins til þess að
skíra börnin á Hraunabæjunum.
Dagbókin er skrifuð í glaðlegum og léttum tón. Á einum stað er það meira að
segja fært til tíðinda að engan gest hafi borið að garði þann daginn, og kennir
þar saknaðar. Höf. hefur verið talsvert á faraldsfæti utan lieimilis síns, og bendir
það til þess, að hann hafi verið glaðsinna og félagslyndur — jafnvel dálítið fram-
gjarn. En þetta brýtur alveg í bág við þá lýsingu, sem gefin er á skapferli Jó-
hannesar.
Það mætti ætla, að slíkur ágætis skrifari, sem birtist í untræddri rithendi, hefði
skrifað mikið, m. a. gert uppskriftir af sögum og ljóðum og að eitthvað af því
hefði svo að lokum lent í handritasafni Landsbókasafnsins. En því er ekki að
lieilsa, að nöfn þeirra Stórahraunsbænda og bræðra fyrirfinnist á nafnalista höf-
unda að ritverkum í því safni.
Það er alkunna, að aljrýðumenn á ýmsum tímum hafa náð mikilli — jafnvel
undraverðri ritleikni af þvf að skrifa upp handrit og prentað mál. Ég þykist
hafa ástæðu til þess að ætla, að Skógstrendingar, fyrir og eftir aldamótin 1800,
hafi ekki staðið aftarlega að þessu leyti. Þá voru á meðal þeirra skáldin, Gísli
Sigurðsson á Klungubrekku og Sigurður Daðason á Haukabrekku, föðurbróðir
bræðranna á Stórahrauni, að ógleymdum þeim séra Jóni Oddssyni Hjaltalín
á Breiðabólstað og sonum hans.
Sé það rétt, sem ég hygg, að ég hafi séð rithönd Sigurðar skálds og hreppstjóra
Daðasonar, þá get ég vottað, að rithönd hans þolir fyllilega samanburð við rit-
höndina á dagbókarbrotinu og finnst mér eins og þar kenni ættarmóts. Sigurður
kemur ekki til greina við skrift dagbókarinnar, Jiví að hann var látinn áður en
hún varð til. En ættlægir kostir manna og hæfileikar eru alkunna, þar á meðal
hæfileikinn til þess að skrifa fagra rithönd, og vera mætti, að það hafi komið fram
hjá Sigurði og bróðursonum hans. Og þar að auki er það beinlínis mjög senni-
legt, að þeir bræðurnir hafi notið tilsagnar í skrift hjá föðurbróðurnum — liinum
bráðsnjalla skrifara.
22. mai 1964.
14 — VEÐRIÐ