Veðrið - 01.04.1966, Page 17

Veðrið - 01.04.1966, Page 17
stað 37.6, sem hann reyndist, þ. e. um 16% minni (1 hcstburður = 100 kg). Er þá miðað við óbreytt skilyrði að öllu öðru leyti en hitastigi, sömu túnstærð, sama áburð o. s. frv. Þá er og reiknað með, að hitastig hafi haft jafn mikil áhrif lilut- fallslega á útheyskap, en hlutur hans í heyfengnum er nú orðinn sáralítill. Hefði heyfengur þannig minnkað alls um 16%, ef eins kalt hefði verið og 1873—1922. En af því leiðir beinlínis, að fækka hefði orðið búpeningi um sama hundraðs- liluta. Sú fækkun hefði þó orðið að vera meiri af öðrum ástæðum, sem raktar verða hér á eftir. Kemur þar til aukin fóðurþörf að vetrinum vegna meiri snjó- þyngsla, sem fylgja kuldunum. Fóðurþörf sauðfjdr. Til eru í vörzlu Veðurstofunnar skýrslur um daglega g jiif búfjár á 15—25 stöðv- um á landinu á árunum 1928—1950. Er þar tilgreint í l jórðungum af fullri gjöf, live mikið var daglega gefið kúm, ám, lömbum og hrossum. Úr þessum skýrslum hefur lítið verið unnið. Með góðfúslegri aðstoð Öddu Báru Sigfúsdóttur deildar- stjóra veðurfarsdeildar hef ég þó reiknað niðurstöður af þessum skýrslum í sjö vetur, þar af fimm vetur á tímabilinu 1941—1949. Kemur þá í ljós glöggt sam- band milli hitafars og gjafar. Samkvæmt þeirri reynslu er gjöf ánna 17% minni þau ár, þegar hiti hausts, vetrar og vors er eins og 1931—1960, en þau ár þegar liitinn er eins og 1873—1922. Eftir skýrslunum er gjöf lambanna 11% minni í fMTO £ ? i f'i t'. «- co 0) •- ■O 1S*J \l Z 50% ° S nj c c 'rt :0 19,1-1860 —| /1 _ "“'fV 3° % «932 ° 1° meöalhiti október - maí Ahrif hilans d gjuf áa og lamba. Árin 1931—1933 var liún rnun minni en 1941— 1949, og stafar það af batnandi meðferð fjár, eins og aðrar heimildir betida til. Skálínurnar sýna sennilegasta samband hita og gjafar 1941—1949 á miðju tjma- bilinu 1931-1960. loftslagi eins og á síðara tímabilinu. Sé reiknað með, að lömb séu að jafnaði sjötti hluti fjársins, verður gjöf alls sauðljár um 16% minni þá vetur, þegar hit- inn er eins og á hlýindaskeiðinu 1931—1960, en þegar hitinn er eins og á kulda- tímabilinu 1873—1922. Ef við tökum líka tillit til 16% minni sprettu á sama heyjavelli og með sama áburði í köldu árunum, verður útkoman sú, að í slíku loftslagi hefði féð orðið VEÐRIÐ 17

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.