Veðrið - 01.04.1966, Síða 18

Veðrið - 01.04.1966, Síða 18
Ahrif hitastigs á gjöf hrossa. Eklti er svo að sjá, að meðferð þeirra hafi batn- að verulega frá 1931—1933 til 1911— 1949 eins og meðferð sauðfjárins. Sltálínan sýnir sennilegasta samband hita og gjafar 1941—1949, á miðju slteiðinu 1931—1960. að vera um 30% færra en það var í reyndinni 1931—1960, bæði vegna lítilla lieyja og hagleysis. Að sama skapi liefðu sauðfjárafurðir orðið minni. Fóðurþörf hrossa. Afurðir af hrossum eru fremur lítill þáttur í framleiðslu bænda, ef dæma skal af búnaðarskýrslum. Athugun á gjöf hrossanna á veðurstöðvum bendir til þess, að hún sé nátengd hitastigi. Sýnist hún vera um 16% minni þau ár, þegar hitinn í okt,—maí er eins og 1931—1960, en þegar hann er eins og 1873—1922. Er þetta nærri sama niðurstaða og um sauðféð. Þegar einnig er tekið tillit til 16% minni sprettu í loftslagi eins og 1873—1922, má telja, að fækkun hrossanna hefði þurft að vera 30% árin 1931 — 1960, ef eins kalt hefði verið og var 1873—1922. Fóðurþörf kúnna. Segja má, að gjöf kúnna yíir veturinn sé eingöngu háð því, live snemma haust- ar að, og svo því, hvenær gróður byrjar, en eftir þessu tvennu fer það, hvað gjafa- tíminn verður langur. Lítur svo út sem hitastig septembermánaðar verði helzt notað til að skýra, hvenær byrjað er að gefa kúm, en hiti vetrar og vors ráði því, livenær hætt er á vorin. Er í þessu efni farið eftir Veðráttunni, riti Veðurstof- unnar, á árunum 1925—1944. Samkvæmt þessu reiknast gjafatíminn frá 27. sept- ember til 25. júní, þegar loftslag er eins og 1873—1922, en frá 30. september til 15. júní, þegar það er eins og 1931—1960. Þarna munar því 13 dögum, sem bætast við gjafatímann, þegar kaldara er, en það samsvarar um 5% af gjafatímanum öll- um. Auk þess hefðu svo fóðurbirgðir, ef svo kalt hefði verið, orðið 16% ntinni. Hefði því verið hægt að fóðra um 20% færri kýr í svo köldu loftslagi sem 1873— 1922. Munar hér ekki eins miklu og á sauðfénu, enda vitað mál, að ekki eru eins mikil áraskipti að kýrfóðrum og ærfóðrum. Uþpsliera garðávaxla. Langmestur hluti þeirra garðafurða, sem úti eru ræktaðar, eru kartöflur. Hef ég borið uppskeru þeirra á landinu árin 1931—1960 saman við hitafarið á hverju ári. Þá kemur í ljós, að hér er það hiti sumarsins, sem mestu ræður, en dálítil 18 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.