Veðrið - 01.04.1966, Síða 20

Veðrið - 01.04.1966, Síða 20
aðeins hluti íramleiðslunnar. Eftir þessu ltefur ein af hverjum þremur krónum, sem bændur hafa haft til ráðstöfunar frá búrekstrinum á árunum 1931—1960, verið beinlínis afleiðing loftlagsbreytingarinnar 1873—1922 til 1931—1960. Þegar talað er um framfarirnar á síðustu áratugum, er það oft með nokkru stolti, sem vonlegt er. Töðufengurinn hefur fimmfaldazt á 40 árum. Milljóna- fjós og fjárhús eru algeng sjón og stinga í stúf við moldarkofana gömlu, að ógleymdu stærsta hóteli landsins, sem er byggt úr litlu broti af kjöti og mjólk síðustu ára. Þrátt lyrir tvöföldun fólksfjöldans er offramleiðslan orðið alvarlegt vandamál, svo sem smjörfjallið er dænti um. Hungurdauði er úr sögunni á Islandi. Víst eru margar orsakir til þessara framfara, svo sem ný tækni og þekking, en i Jressum umræðum gleymist oft Jráttur loftslagsins. KNÚTUIi KNUDSEN: Haust og vetur 1965-1966 / september var hlý sunnan átt fyrstu tvo dagana, og komst hitinn hátt í 20 stig á Norður- og Austurlandi. Annars var otfast A og NA átt í mánuðinum og kalt í veðri. Á norðan og austanverðu landinu var sólarlítið og oft Jrokusúld eða slydda, en úrkomumagnið samt lítið. Á suðvestanverðu landinu var sólríkt, olt nætur- frost, en úrkomumagn vel í meðallagi. Október. Fyrstu vikuna var yfirleitt stillt og bjart veður. Fimmtudaginn 14. írysti með skammvinnri, en hvassri norðan átt, og snjóaði norðan lands svo að fjallvegir tepptust. Aftur frysti 27. okt. og snjóaði dálítið nyrðra. Var síðan hæg NA átt út mánuðinn. Að öðru leyti var ríkjandi suðlæg átt og lilýtt í þessum októbermánuði. Nóvember. Þriðja dag mánaðarins hlýnaði mikið með sunnan átt. Vcstan lands varð bæði hvasst og úrhellisrigning, og urðu þar mikil spjöll á vegum. Daginn eftir gekk í vestan storm og kólnaði, en frysti J)ó ekki. Vikuna 7.—13. var sífellt Jjokuloft og rigning í Skaftafellssýslu, en gott veður 20 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.