Veðrið - 01.04.1966, Qupperneq 21

Veðrið - 01.04.1966, Qupperneq 21
annars staðar. Síðari helming mánaðarins mátti svo lieita stöðug NA átt með talsverðu frosti. Oftast var bjart veður á Suður- og Vesturlandi, en éljaveður norðan lands og austan. Frostið var oft á milli tíu og tultugu stig í innsveitum. Desember. Einu sinni i mánuðinum, þann 15. gerði suðaustan hvassviðri með hláku um allt land. Þá komst hitinn í 11 stig á Siglunesi. Að öðru leyti var NA og A átt ríkjandi og oft með rniklu lrosti. Sérstaklega voru frosthörkurnar miklar um og eftir jólin, og komst þá frostið á Staðarhóli í 25 stig. Janúar. Fjórða janúar hreytti mjög um veðurlag l'rá því, sem verið hafði lengi undanfarið. Fyrst hvessti af austri og lilýnaði ört, en daginn eftir var vindur orðinn suð- lægur og liitinn víðast 4—9 stig á láglendi. Rigndi þá mikið sunnan lands, einkum í Skal'tafellssýslu. Fremur lilýtt og gott veður var svo oftast fram í miðjan mánuð. Þann 16. gekk í allhvassa NA átt með frosti og snjóaði norðan lands. Fljótlega lægði, en upp úr þessu var vindur jafnan milli norðurs og austurs. Frostið var oft yfir 10 stig bæði fyrir og eftir hlýindakaflann og surns staðar yfir 20 stig í innsveitum. Þann 24. komst frostið í 16 stig í Reykjavík og hefur )iar aðeins tvisvar orðið kaldara síðan 1918. Mjög herti norðan áttina síðustu dagana, og þegar verst lét var stormur og snjókoma um allt land. Þetta veður olli miklu tjóni. Víða um land urðu skemmdir á sírna og rat- línum og nokkrir bátar sukku í höfn. Þök fuku af fjölda húsa og í Saurbæ á Rauðasandi fauk heil kirkja. í Jressu veðri setti niður feikna snjó norðan lands og austan. Febrúar var kaldur og harður vetrarmánuður og vindátt nær stöðugt milli austurs og norðurs. Ekki bættist mikið við snjóinn fyrir norðan og austan fram undir tuttugasta, en úr [tví snjóaði talsvert. Vestan lands og sunnan var með afbrigðum þurrt. 1 Reykjavík mældist úrkoman 4,9 mm, og aðeins tvisvar, í marz 1962 og janúar 1936, hefur Jrar mælzt minni mánaðarúrkoma síðan mælingar liófust. Marz. Eins og undanfarna tnánuði var hitinn í marz talsvert undir meðallagi. Fram undir tuttugasta var umhleypingasamt, eilífur snúningur. Suðaustan átt með rigningu eða snjókomu skiptist á við útsynning með éljum vestan lands. Annað slagið komu svo norðaustan hrinur fyrir norðan og austan. Síðustu 10 dagana var svo NA áttin einráð. Þá var oftast snjókoma fyrir norðan og austan eða Jrá hörkufrost. Veturinn, nóvember til marz, var mjög kaldur í heild. Meðalhitinn [jessa mánuði var h-3,9 stig á Akureyri og hefur ekki orðið jaln kalt á öldinni nema veturinn 1917-1918. í Reykjavík var meðalhiti vetrarins -=-0,6 stig. Síðan 1918 liefur orðið heldur VEÐRIÐ -- 21

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.