Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 25
\-^o(360°“1'00)
2. mynd. Þriggja daga keðjubundin meðaltöl mánaðameta úrkomunnar á 50 ný-
sjálenzkum stöðvum árin 1901—25, raðað eftir tunglaldri, frá 0—100 (sjá greinina).
liann athuga málið. Frá honum og samstarfsmanni hans, Adderley, Itarst þeim svo
greinargerð sú, sem birtist í santa liefti a£ Science og bandaríska ritsmíðin. Rann-
sókn þeirra náði til 50 úrkomustöðva á Nýja Sjálandi í 25 ár, og sést árangurinn
á annarri mynd. Ber þar enn að sama brunni, en höfundarnir gátu þess þó, að
nokkur ntunur virtist á því eftir landsvæðum, liversu greinilegt þetta sam-
band væri.
Til gamans skal hér sett þriðja myndin, sem gerð er eftir bráðabirgðaathugun
á íslenzkum regnstöðvum sunnan lands í tvö ár, sem valin voru af handahófi,
1956 og 1958. Ekki er hægt að segja, að niðurstaðan sé hér eins sannfærandi og
lijá Ameríkumönnum og Ástralíubúum. Vissulega er ])ó líkt svipmót á línuritinu
1956, tvær greinilegar hæðir á fyrsta og þriðja kvartili, en sjaldgæfari rigning þess
á milli. Hins vegar er síður en svo, að árið 1958 sé í samræmi við regluna. Af
þessu er því enga ályktun liægt að draga, nema miklu lengra tímabil væri tekið
til rannsóknar.
Þótt veruleg vísbending kunni að vera fengin um, að samband sé milli tungl-
aldurs og veðurs, er auðvitað nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Og annað
VEÐRIÐ -- 25