Veðrið - 01.04.1966, Page 27

Veðrið - 01.04.1966, Page 27
JÓNAS JAKOBSSON: Lofthiti yfir Reykjanesskaga Eftir tvo heldur kalda mánuði, ágúst og september 1965, kont hlýr október- tnánuður. Meðalhitinn var þá rúmlega hálfu öðru stigi liærri en venjulega við jörð og hálfu jniðja stigi hærri í tveggja kílómetra hæð. Fyrsta þriðjung mánað- arins var suðlæg átt og hlýtt í veðri. Þá kom heldur kaldari kafli í vikutíma með norðlægri átt öðru liverju. Aftur gerði lilýindi í nokkra daga, og lagði jjá hingað norður loft frá hafinu í grennd við Azoreyjar. Síðasta vikan varð köld- ust. Hún byrjaði með því, að vindur gekk í vestrið og færði að landinu skúra- loft vestan yfir Grænlandshaf. Síðan gekk hann i norðrið, eins og oft verður eftir vestanátt, og liélzt svo til mánaðamóta. Nóvembermánuður varð í kaldara lagi, og munaði nærri tveim stigum frá með- allagi við jörð og einu stigi í tveggja kílómetra hæð. Ef undan eru skildir fjórir dagar í fyrstu vikunni, var fyrri hlemingur mánaðarins hlýr, og barst Jjá að loft af hafinu fyrir austan og suðaustan landið. Seinni lilutinn varð aftur á móti kaldur, sífelld lrost og vindur af norðaustri. Þá setti niður svo mikinn snjó í sumum sveitum á Austfjörðum og Norðausturlandi, að jarðlaust varð fram á vor. Desember var nálægt liálfri annarri gráðu kaldari við jörð en meðallagið, hinsvegar hálfri gráðu hlýrri en það í tveggja kílómetra hæð. Austlæg átt var algengust og hitasveiflur fremur litlar. Þó snerist vindur í norðrið í fyrstu vik- unni og aftur um jólin með greinilegum kuldaköstum. Auk þess var suðlæg átt í þrjá daga unt miðjan mánuðinn og gerði hlákublota um allt land. Fyrsti fjórðungur ársins 1966 varð einni til tveirn gráðum kaldari við jörð en meðaltalið, sem miðast við árabilið 1954—’63. Þessa [njá mánuði kom aldrci verulega hlýtt loft til landsins, og sést Jjað bezt á því, að í 1500 metra hæð hlánaði aldrei. Hefur slíkt ekki orðið fyrr á neinu samfelldu jjriggja mánaða tímabili, síðan Jjessar hitaathuganir liófust á árinu 1954. Fyrri hluta janúar, var hér algengast loft af hafinu sunnan við landið eða suðaustan frá Norðursjó. En seinni hlutann var vindur lengstum á norð- austan eða norðan. Kaldast varð 24. og 25. dag mánaðarins. Þá var stórhríð með miklu frosti um allt norðanvert landið. Var þarna á ferðinni loft, sem komið hafði skemmstu leið frá nyrztu héruðum Austur-Grænlands og ísi jjöktu hafinu jiar austur af. Síðasti kulda-dalurinn á hitaritinu lrá janúar fylgdi norðaustan fárviðrinu, sem gerði liinn 29. og olli heytjóni og skenund- um á mannvirkjum víða um land. I febrúar voru austlægir vindar nær látlaust fram í jjriðju viku mánaðarins. Lægðir voru jaá yfir Atlantshafinu langt suður undan, og til landsins barst oftast austrænt loft, ýmist frá austanverðu Noregshafi eða norðanverðum Norð- ursjó. Seinasta jjriðjung mánaðarins var norðlæg átt einráð. Hún var yfirleitt mjög köld, einkum norðan lands, enda var hafísbeltið norður af íslandi með breiðara móti, náði frá Grænlandsströnd austur fyrir Jan Mayen. VEÐRIÐ -- 27

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.