Veðrið - 01.04.1966, Page 29

Veðrið - 01.04.1966, Page 29
Fyrstu tvær vikurnar i niarz iireyíðust lægðir allhratt austur um í grennd við landið eða yfir það, svo að ioft, sem að því barst, var jafnan skammt að kornið og hitasveiflur því ekki stórfelldar. Þá kom hlýrri kafli í nokkra daga með haflofti sunnan og suðvestan að. En síðasta þriðjung mánaðarins var al- gerlega breytt urn tíð. Hæð var yfir Grænlandi, en lægðir yfir Noregshafi og Norðurlöndum, og hafði það í íör með sér norðlæga átt og sífelld frost hér á landi. Mestu kuldaköstin komu með viku millibili, livassviðri af norðri og norðvestri, svo að jaðar liafíssins norður undan færðist ískyggilega nærri. Til hans sást frá nyrztu annesjum, og í Grímsey rak jaka á fjörur. Hefði enn eitt áhlaupið bætzt við, má telja víst, að það liefði rekið „landsins forna fjanda" inn á flóa og firði fyrir norðan. Svo fór þó ekki, heldur gekk vindur í austrið cftir mánaðamótin, svo að íshraflið barst vestur á bóginn og sam- einaðist meginísnum á leið lians suðvestur um Grænlandssund. Árið 1965. Árið sem leið var í lilýrra lagi, og vcldur þar rnestu liinn óvenjulega hlýi febrúarmánuður og í öðru lagi október. Einnig kemur Jiað til, að enginn mánuðurinn var verulega kaldur, nema helzt marz, sem var tæpum tveim stig- um undir meðallagi við jörð, en rétt um meðallag í tveggja kílómetra hæð. Einkennishitinn Jretta ár varð —0,07 stig, sem er 0,34 stigum hlýrra en meðal- tal áranna 1954—’63. Frostmark var í 930 metra hæð frá sjó til jafnaðar, eða 10 metrum liærra en meðallagið. Hæst lá það í júlímánuði eins og algengast er, í 2130 metra liæð, en það er aðeins hærra en Öræfajökull og 50 metrum ofar en var að meðaltali í júlí á árununi 1954 til 1963. Hitasveiflan í eins kílómetra hæð var með minnsta móti. Desember var kaldastur í þeirri hæð, —4,3 stig, júlí hlýjastur, 5,6 stig, og hitasveiflan Jjví 9,9 stig. Hitafall með hæð, var 5,28 stig á kílómetra til jafnaðar. Er Jjað minna en mælzt liefur áður, síðan Jiessar athuganir liófust á árinu 1954. Næstminnst var hitafallið árið 1955 eða 5,34 stig á km. Meðaltalið er 5,58 stig á km. Árssveifla hitans 1965. VEÐRIÐ 29

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.