Veðrið - 01.04.1966, Qupperneq 31
UM ELDINN
I • Þá maður sér á vetur, að eldur er mjög rauður og sárheitur, merkir kulda.
2. Viðarkol og glaeður mjög eldrauðar sýna skært og gott veður.
3. Nær maður sér í votviðri, að ljósið logar spart, j)á er loftið lineigt til úr-
komulegs veðurs.
4. Ef loginn á ljósinu sýnist myrkur eða gulfarvaður, merkir regn og úrkomu.
8. Sé eldurinn mjög tregur að tendrast, og ef Jrar er engin í móti af vessa
eða öðru honum mótstæðlegu, boðar regn og úrkomu.
9. Sjái maður eld fljúga í lofti á kvöidi eða nóttu með myrkum skýjum, boð-
ar regn, en sjáir J)ú engin ský, kemur stormur.
10. Rauðleitur eldur í lofti er mjög skaðlegur, en æsist mest upp í regni og
vatni og brennir J)að liann snertir.
Framhald síðar.
norrænna ve<
Fimmta þing norrænna veðurfræðinga var halclið í Hagaskólanum í Reykja-
vík dagana 7. til 10. júní s. 1. Voru })ar saman komnir 14 Norðmenn, 10 Sviar,
fimm Finnar og J)rír Danir, auk 18 íslendinga, sem sóttu fundi eftir ])ví sem
tími leyfði frá daglegum störfum. Þessir fundir hafa J)á verið haldnir einu
sinni á hverju Norðurlandanna. Er til þess ætlazt, að þar komi menn á fram-
færi niðurstöðum af rannsóknum sínum og ræði })ær, en auk Jress er mikilvæg
sú kynning og þau vináttubönd, sem tengd eru á samkomum þessum. Ráðstefna
Jressi var ánægjulegur viðburður fyrir íslenzku veðurfræðingana, sem óneitan-
lega er hættara en öðrum við einangrun í fræðigreininni, vegna fámennis Jteirra
og fjarlægðar.
A fyrsta fundinum var Flosi Hrafn Sigurðsson í forsæti. Þá gaf dr. Þorleifur
Einarsson jarðfræðingur stutt yfirlit yfir loftslagssögu íslands, eins og ráða má
liana af jarðlögunum, en í því efni hefur fsland sérstöðu á Norðurlöndum. í
milljónatugi ára hefur náttúran sífellt verið að leggja hér blöð í bók sína,
jarðvegs- og jurtaleifar og hraunlög á víxl, og varizt svo eyðingu jökulskriðsins
á ísöldum.
Pentti Jarvi frá Finnlandi ræddi um nákvæmni í jarðvegshitamælingum, og
Páll BergJ)órsson um hitafar og búsæld á íslandi, að stofni sama erindi og
greinin í })essu hefti.
Á öðrum fundi var Henrik Voldborg, Dani, fundarstjóri. Erik Rasmussen,
danskur, skýrði frá rannsóknum á því, livernig flokka mætti háloftavinda þá,
sem um Danmörku leika. Leo Rannaleet frá SvíJ)jóð talaði um svipað efni.
Vebjörn Hoem, Noregi, rædtli um, hvernig nýta mætti sem bezt veðurfregnir
frá flugvélum, og landi hans, H. J. Oluf Lien, talaði um sérkenni vindstrengja
í háloftum, einnig unt ísingarspár fyrir flugvélar. Áke Tibell, Sví{)jóð talaði
um, hvernig liægt væri að áætla veðurhæð á svæðum milli veðurstöðva.
VEÐRIÐ — 31