Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 9
1. mynd. Vaxtareiningar Morks eru sýndar á kvarðanum vinstra viegin, og línuritið gefur samhengi þeirra við hitann, sem merktur er neðst á rnyndinni. Hitinn er meðaltal 6 hlýjustu stunda dagsins. urinn hafi verið alvarlegur. í ritgerð, sem Mork hefur nýlega skrifað, reynir hann að leysa þetta vandamál á eftirfarandi hátt: Sprettutími reiknast frá fyrsta degi þess tímabils í maí eða júní, þegar keðju- bundin 5 daga meðaltöl hámarkshitans ná 10 stigum í 5 daga í röð. Skilyrði er þó, að eftir þennan kafla komi ekki kuldakast, þegar þetta meðaltal er minna en 10 stig í meira en 7 daga í röð. Lok sprettutímans síðsumars teljast fyrsta dag þess kafla, þegar keðjubundin 5 daga meðaltöl hámarkshitans ná ekki 10 stigum í minnst 7 daga í röð. Þetta er óneitanlega dálítið flókinn reikningur, og því er vcrt að spyrja, hvort mikið muni tapast, ef hann væri gerður fyrirhafnarminni. Mér hefur líka vir/.t af ýmsum prófunum, sem ég hef gert á þessari reglu, að Jtessi skilgreining á vaxtartíma sé ekki alltaf heppileg liér á landi. Það hefur komið fyrir, að reglan unt kuldaköstin klippir allt of mikið framan af sprettutímanum, svo að ein- muna gott vor eins og 1960 reiknast ranglega vera ntjög seint á ferðinni. Þá var Hallormsstaðaskógur allaufgaður 18. maí, fyrr en áður er vitað um, og slátt- ur hófst þar eystra um 20. júní, enda þótt hinn útreiknaði vaxtartími byrjaði ekki fyrr en um miðjan júní. veðrið — 9

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.