Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 26
skeru bæði innan túns og utan. Ég efast ekki um, að þessi niikli puntvöxtur sé kuldafyrirbrigði. En ég held, að liann geti ekki komið fram nema við sérslök skilyröi. Ekki spratt puntur svona freklega árið á undan 1969, og enn síður sumarið 1967.... Ég lreld, að því ltafi farið fjarri í haust, að bændur gerðu sér grein fyrir fóðurgildi heyja sinna. En nú er það nrikið magn kjarnfóðurs, sem kemur í stað eðlilegrar sumaruppskeru. Ella hefði búpeningur farið sömu leið og tíðkaðist í misærum áður fyrr. Þú tilfærir einnig draum í spjalli þínu.... Um miðjan febrúar 1968 fór ég suður til Reykjavíkur. Þá, svo sem ekki þarf þér að segja, var snjór og gaddur um alla jörð, og einn kaldasti tíminn á þessu kuldaskeiði. Ég hafði að sjálf- sögðu einhverjar áhyggjur, einkum af lirossunr mínum, á meðan ég væri að heiman, en með sjálfum mér var ég þó viss um, að ekki væri verulega að óttast, brátt mundi breyta til batnaðar. Þegar ég hafði verið rúma viku fyrir sunnan, dreymir mig, að það er verið að hella á brennivínskút, svona eins og þessa, sem afar okkar áttu og fóru með í kaupstaðarferðum. Það var hellt svo rösklega á kútinn, að það fyllti laggirnar, og rann síðan yfir. Þetta þótti mér um of, svo að ég tók kútinn og hellti af því, sem stóð í löggununt. Þennan draum sagði ég sessunaut mínum, er við vorum á leið upp í Mosfellssveit, og lét fylgja með, að nú væri stutt í góða liláku. Hlákuna og umskiptin. sem á eftir komu, þarf ég ekki að nefna. Nálægt veturnóttum í haust dreymdi mig draum, sem mér er minnisstæður fyrir þá sök, að hann kom ekki frarn á þann hátt, senr ég átti von á. Draumur- inn var á þá leið, að mig dreymdi nokkrar flöskur með drykk. Þær fyrri 4—5 voru svartar sem bik, og í þeim einhver drykkur, sem ég vissi ekki full skil á, en á eftir þeirn voru tvær flöskur af viskýi, skínandi fallegar. Ég taldi — en í þennan mund var ótíð í fyllsta máta — að brátt mundi breyta til batnaðar. En þetta hefur nú ekki skeð, eða skeði ekki þá, og mér finnst, að við munum enn- þá eiga þessar flöskur inni hjá forsjóninni, en héðan af verði þær ekki leystar út með einum eða tveim blíðviðrisdögum." .... Sigurður J. Líndal. Bréfið þakka ég og lofið. Já, hvað skyldu nú viskýflöskurnar tvær merkja? Þess rná geta, að eftir að þetta bréf var skrifað, kom mildur janúarmánuður, sem olli miklu um útkomuna af þessum vetri. En varla er það nema önnur flaskan. Kannski hin sé leysingin mikla, sem átti sér stað í hafinu norður af landinu, þegar líða tók á veturinn, svo að þetta varð íslaust vor að heita mátti? P. B. 26 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.