Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 18

Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 18
Daglegar hitabreytingar i 500 og 1500 m lucð, október—desember 1969. Þennan tíma voru laegðir suður eða suðvestur a£ landinu, og vindur þess vegna austlægur. Þá barst að loft suðaustan a£ hafinu vestan við Bretlandseyjar og suma daga suðaustan frá Norðursjó. Síðustu vikuna var áttin breytileg. Janúarhitinn var um hállu stigi hærri en meðaltalið í neðsta kílómetranum og nærri hálfu öðru stigi Iiærri en það, þegar komið var upp í tveggja kíló- metra hæð. Þó var norðlæg átt með sífelldum kuldum nærri einráð fyrsta þriðjung mánaðarins. Þá breytti algerlega um tíðarfar. Lægðarsvæði settist að yfir hafinu suðvestur af Islandi, svo að mildur loftstraumur beindist að larid- inu frá Bretlandseyjum og Norðursjó, en síðar aðallega Atlantshafsloft frá svæð- inu vestur og suðvestur af Bretlandseyjum. Svo lilýtt var þetta loft, að varla kom frostdagur í 500 metra hæð í hálfa þriðju viku. Austanáttin, sem ríkti mikinn hluta janúar, breyttist í norðaustlæga átt fyrstu dagana í febrúar. Og hinn 4. var vindur kominn á liánorðan með fast að 10 stiga frosti á láglendi. Það fór líka svo, að febrúar varð rúmum tveim stiguni kaldari við jörð en í meðalári. Og fyrir ofan 1000 metra hæð var hitinn ríflega hálfri annarri gráðu lægri en í meðallagi. Hinn 6. kom lægð á mikilli ferð vestan yfir Grænlandsjökul og dýpkaði ört á Grænlandshafi. Hún þeytti með sér hlýju lofti suðvestan af liali um leið og hún nálgaðist, en síðar kólnaði ört, þegar hún stanzaði nálægt Vestfjörðum og dró að kaldara loft úr vestri. Þetta var sama lægðin og mestan uslarih gerði hjá nágrönnum okkar í Angmagsalik, þegar vindhraði varð þar talsvert á annað hundrað hnúta. Upp úr þessu veðri kom vindur á norðaustan, en síðar austan. Og að undanskildunr norðaustan 1 8 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.