Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 14
Samkvæmt kortinu ætti hiikiskógur eftir skilgreiningu Morks að geta náð
meira en 300 metra liæð yfir sjó um allt miðhik landsins, einkum sunnan lands.
Á sama svæði ætti birkikjarr að minnsta kosti að ná 400 metra hæð. Víða norð-
an lands ætti það að ná út að sjó, en í töflu I má þó sjá, að sums staðar á
annesjum eru ekki þroskaskilyrði fyrir það, til dæmis á Raufarhöfn og Horn-
bjargsvita.
Því miður eru ekki til nógu ýtarlegar upplýsingar um hæðarmörk íslenzka
birkisins. Það eina, sem ég hef fundið, er í bók Steindórs Steindórssonar, Gróðri
á íslandi. Eftirfarandi hæðarmörk miðar hann við, að nokkurt samfellt kjarr
sé á staðnum.
Vestfirðir ...........................
Fnjóskadalur .........................
Við Mývatn ...........................
Fljótsdalshérað ......................
Bæjarstaðaskógur......................
Núpsstaðarskógur .............. allt að
Þórsmörk .............................
Þjórsárdalur .........................
Laugardalur ..........................
Þingvallasveit .......................
Uppsveitir Borgarf jarðar.............
100-200 m
300-400 -
400-500 -
200-320 -
140-220 -
450 -
400-450 -
250 -
350-400 -
240 -
250-200 -
Steindór getur þess ennfremur, að auðsætt sé, að uppblástur og eyðing lands
hafi átt mjög drjúgan þátt í að færa niður skógarmörkin á Suðurlandi og sums
staðar í Þingeyjarsýslu. Þar ættu því víða að vera liitaskilyrði fyrir skóg ofar
en hann er. Þá segir hann, að einstakar birkiplöntur hafi hvarvetna fundizt
hærra uppi en hér eru talin efstu skógarmörk, og kjarrleifar, jiótt litlar séu að
víðáttu, lágvaxnar og kræklóttar, séu til inni á meginhálendi.
Á Kaldadal ..................................... 450 m
í Karlsdrætti og Hrefnubúðum á Kili ............ 430—450 m
í Ytra-Fljótsgili við Skjálfandafljót .......... 500-550 -
I Stórahvammi við Jökulsá eystri, Skag.......... um 000 —
Við Jíetta má bæta, að samkvæmt loftmyndum nær samfellt kjarr eða birkiskóg-
ur upp í 200 metra liæð í botni Dýrafjarðar, og strjálla kjarr upp í 300 metra.
í Ármannsfelli sést kjarr upp í 400—500 metra.
Almennt er ekki hægt að segja annað en Jjessar upplýsingar staðfesti ágæt-
lega korlið yfir hitaskilyrði skóga á íslandi, svo langt sem Jxer ná. Um leið
auka Jjær á líkurnar fyrir Jjví, að af kortinu megi lesa nokkuð um skilyrði til
rauðgreniræktar á landinu. Hitamælingarnar á Hallormsstað benda til, að rauð-
greniskógur gcti náð þar upp í 140 metra hæð, en í Geitagerði ætti liann að
ná upp í 100 metra, og eftir því er kortið teiknað. Skógræktartilraunir á Hall-
1 4 — VEÐRIÐ