Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 12
hjá Mork er sá, að miða við 6 hlýjustu stundir dagsins, en hér er miðað við meðaltal hámarks- og meðalhita sólarhringsins. Á þessu er lítill munur, svo að fyrirfram er ógerningur að fullyrða um, hvort betur muni gefast. Aðrar ein- faldanir, sent ég hef gert, breyta sannast að segja ekki miklu að jafnaði. Áður er minnzt á þá breytingu, sem er gerð á skilgreiningu vaxtartímans. En til marks um, að Jressar áætluðu vaxtareiningar þoli vel samjöfnuð við hinar upp- runalegu, skal hér nefnt dæmi. J nýlegri ritgerð sinni skýrir Mork frá mælingum á þykkt árhringa í rauð- grenitrjám i Hirkjölen árin 1932—1937 og 1942—1965. Þegar liann ber þær sam- an við vaxtareiningar hvers sumars, fær hann allgott samræmi, fylgni = 0.665. En ef vaxtareiningarnar í Hirkjölen eru reiknaðar þannig á hverju sumri að draga 2.8 frá meðalhita sprettutímans og margfalda svo með tíföldum mánaða- fjölda sprettutímans, þá fæst enn betra samræmi þeirra við þykkt árhringa, fylgni = 0.725. Til að forðast misskilning vil ég þó taka fram, að ég byggi hér algerlega á þeim grunní, sem Mork prófessor hefur lagt með rannsóknum sínum. Minn þáttur er aðeins sá að leita uppi einfaldari reikningsaðferðir til þess að komast að svipaðri niðurstöðu og hann. Haguýtt gilcli vaxlareininga Hitamælingarnar við skógarmörkin í Hirkjölen hafa sýnt, að birki og rauð- greni þurfa þar ákveðinn fjölda vaxtareininga yfir sprettutímann til þesss að þrífast. Af jressu má auðvitað ekki draga of almennar ályktanir. Vindurinn, úr- koman, uppgufunin, frosthættan, sólskinið og jarðvegurinn leika líka sín hlut- verk og geta haft úrslitaáhrif. Til dæmis kemur fram, að í Hirkjölen er skóg- laus mói í slakka nokkrum, þar sem vaxtareiningar eiga að nægja rauðgreni. En reynslan sýnir, að þar safnast jafnan kalt loft um nætur, og frosthættan er svo mikil, að hún gengur af trjánum dauðum áður en þau komast upp. En svo mikið atriði er hitafarið, að eðlilegt er að líta fyrst á þau skilyrði, sem það skapar skóginum, en meta síðan áhrif annarra þátta, eftir því sem ástæða þykir til. í eftirfarandi töflu kemur fram, liversu margar vaxtareiningar voru við skógarmörkin í Hirkjiilen árin 1932—1961, á sprettutímanum. TAFLA II Vaxtareiningar viö skógarmörk 1932—1961 Skógarmörk rauðgrenis ..................... 255 Trjámörk rauðgrenis ....................... 242 Skógarmörk birkis ......................... 222 (Trjámörk birkis ............................ 192) Hitaþörf við trjámörk birkisins hef ég áætlað eftir óbeinum upplýsingum Morks. 1 2 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.