Veðrið - 01.04.1970, Blaðsíða 13
2. mynd. Þetln yfirlitskort á nð sýnn, hversu. hntt yfir sjó mismunandi skógar-
gróður eigi að gela náð á hverjum stnð, miðnð við vaxtareiningar Morks og
reynslu hans. Á heltinu, sem er lárétt strikað, á þannig birkikjarr að komast
í 100—300 m heeð, birkiskógur i 100—200 m og rauðgreniskógur i 0—100 m luvð.
Til skýringar verður að geta þess, að skógarmörk telur Mork vera, þar sem
trén eru orðin svo strjál, að milli þeirra er meira en 30 metrar, og liæð þeirra
má ekki vera minni en þrír metrar til þess að skógur geti kallazt. Trjámörk
teljast þar sem hæð hinna strjálu trjáa verður minni en tveir metrar.
Þessar skilgreiningar eru nauðsynlegar, e£ gera skal samanburð við íslenzkar
aðstæður og rannsaka, til hvers má ætlast at skógargróðrinum.
Á kortinu á 2. mynd lief ég reynt að sýna, hversu hátt yfir sjó séu skógar-
mörk rauðgrenis og birkis, og svo trjámörk birkis, en þau kalla ég mörk birki-
kjarrs. Mér er ljóst, að það er vafasamt orðalag, og líklega er það, sem kallast
birkikjarr hér á landi, almennt lágvaxnara en birkið er við trjámörkin, eins
og Mork skilgreinir þau. Samkvæmt þessu væri ekki óeðlilegt, að það sem telst
birkikjarr hér á landi, næði almennt hærra en kortið bendit til, og það hygg
ég raunar, að reynslan muni sýna.
Kortið er byggt á gögnum í töflu I, en samkvæmt reynslu á Hallormsstað og
í Geitagerði er reiknað með, að vaxtareiningum fækki að jafnaði um 30 á liverj-
um 100 hæðarmetrum. Á þessum tveim stöðum voru gerðar hitamælingar í mis-
munandi hæð í hlíðunum sumrin 1959 og 1960, og bar þeim allvel saman, eins
og sjá má í töflunni.
VEÐRIÐ — 13