Veðrið - 01.09.1970, Page 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 125,00
2. HEFTI 1970 15. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓNAS JAKOBSSON
FLOSI H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131
Ur ýmsum áttum
Kápumyndin.
Kápumyndin er aí Snæfellsjökli og tekin a£ liinum kunna Ijósmyndara Páli
Jónssyni bókaverði. Fremst á myndinni er sæluhús Ferðafélags íslands, sem
stendur á Jökulhálsi skammt frá jökuljaðrinum í 825 metra hæð yfir sjó. Það
var einmitt á þessum stað, sem dansk-svissneskur rannsóknaleiðangur gerði
merkar veðuratliuganir um nær eins árs skeið, frá því i september 1932 til loka
ágústmánaðar 1933. Var hús leiðangursmanna að lokinni dvöl þeirra gefið
Ferðafélagi íslands.
Mjög vindasamt og veðurhart reyndist í hlíðum Snæfellsjökuls, og við lá,
að allt fyki um koll á veðurstöðinni í fárviðri þ. 12. nóvember 1932. Húsið
stóðst þó raunina, en stagaðir loftnetsstaurar kubbuðust sundur, og margt fleira
varð vindinunt að bráð. Nokkrum árum síðar fauk húsið þó í ofsaveðri, en
sæluhúsið, sem sést á myndinni, var reist á sama stað.
Tveir leiðangursmenn, Svisslendingurinn dr. T. Zingg og Daninn P. J. Jen-
sen, höfðu vetursetu í veðurstöðinni og gerðu þar margháttaðar athuganir, þótt
ísing, stormar og skafrenningur torvelduðu ýmsar mælingar og hindruðu jafnvel
notkun sumra mælitækja vetrarlangt. Hefur dr. Zingg, en á lionum mæddu veður-
athuganirnar mest, gert grein fyrir starfseminni og niðurstöðum mælinga í ritinu
Année Polaire Inlernationale 1932—1933, Participation Suisse, Ziirich 1941
Sem sýnishorn af athugunum leiðangursmanna skal hér aðeins drepið lítið
eitt á úrkomumælingar þeirra, en hvergi á íslandi hefur úrkoma verið mæld
í meiri hæð yfir sjó, nema þá með óbeinum aðferðum sem ákoma á jöklum.
Úrkomumjælingarnar voru gerðar í 11 mánuði, en allmarga daga voru þær þó
með öllu óframkvæmanlegar vegna veðurs, og marga aðra daga var talið víst, að
of lítið hefði mælzt, en einkum var það, þegar snjóaði í hvassviðri. Engu að síður
var úrkomumagnið, sem mældist þessa ellefu mánuði hvorki meira né minna
en 3118 mm, en á sama tímabili mældust 1339 mm á Arnarstapa, næstu veður-
stöð á láglendi. Má af þessu og öðrum úrkomumælingum á Arnarstapa draga
þá ályktun, að meðalúrkoma á Jökulhálsi sé að minnsta kosti 3300 mm á ári,
VEÐRIÐ --- 39