Veðrið - 01.09.1970, Page 4

Veðrið - 01.09.1970, Page 4
en þá hefur ekkert tillit verið tekið til vanhalda á mældri úrkomu þar. Sé liins vegar tekið tillit til vanhalda, má áætla, að raunveruleg úrkoma sé um eða yfir 4000 mm á ári, og á sjálfum hájöklinum má ætla, að úrkoma sé enn meiri. Er þetta einkar athyglisvert með tilliti til þess, að engar teljandi ár renna frá Snæfellsjökli. Hlýtur skýringuna að vera að finna í lekum hraunlögum og rennsli neðanjarðar. Mest úrkoma í einstökum mánuði var 596 mm í janúar, en mjög mikið vant- aði þó á, að öll úrkoma mældist í þeim mánuði. Ágústmánuður var næstur með 549 mm, en þá mun úrkomumagnið hafa skilað sér miklu betur. Samþykkt ferðamálaráðs og ályktun Alþingis um varnir gegn mengun. Nýlega var frá því sagt i blöðum, að ferðamálaráð hafi gert svohljóðandi samþykkt: „Þar sem hreint andrúmsloft er eitt af því, sem getur í vaxandi mæli laðað ferðamenn til íslands, telur ferðamálaráð brýna nauðsyn bera til þess, að allt sé gert, sem unnt er, til þess að koma í veg fyrir, að verksmiðjurekstur hér á landi valdi mengun lofts og spilli gróðri jarðar." Hér er hreyft mjög athyglisverðu máli, sem ekki aðeins snertir ferðamál heldur einnig og raunar miklu fremur vellíðan og jafnvel heilsu íslendinga sjálfra. Vegna legu Islands mitt í Atlantshafi fjarri mengunarlindum iðnaðarlandanna, fólksfæðar Jandsins og mikillar notkunar jarðvarma til upphitunar á helztu þéttbýlissvæðum, er loftmengun hér nú lítil og miklum mun minna vandamál en í flestum nágrannalöndum okkar, þar sem mengun lofts og vatns er sums stað- ar orðin ógnvekjandi. Engu að síður er ljóst, að nauðsynlegt er að koma hér sem fyrst á traustu eftirliti með verksmiðjurekstri og hvers kyns annarri starf- semi, sem mengunarhætta fylgir, ef við eigum einnig í framtíðinni að búa við óvenju hreint og tært andrúmsloft, gott vatn og óspilltan gróður jarðar. Það er því fyllsta ástæða til að fagna því, að Alþingi hefur nýlega að tillögu Ólafs Jóhannessonar saniþykkt að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa löggjöf um ráðstafanir til varnar gegn skaðlegri mengun í lofti og vatni. Súrnandi úrkoma i Skandinavíu. Það er ekki aðeins í stórborgum iðnaðarlandanna og næsta nágrenni þeirra, sem mengun er alvarlegt vandamál. Þannig hafa rannsóknir leitt í Ijós, að úrkonta hefur farið súrnandi í Skandinavíu og sumum öðrum löndum Vestur- Evrópu á undanförnum einum til tveimur áratugum, og það svo að áhyggjum veldur og skaðlegt má telja fyrir skógrækt og vatnafiska. Vitað er, að súrnun úrkomunnar stafar fyrst og fremst af brennisteinssýru, sem á rætur sínar að rekja til brennisteinstvíildis, er myndast við bruna á olíu og kolum. Hér er því um vandamál að ræða, sem rekja má beint til mannsins sjálfs, og dæmi um það, hvernig umhverfi hans getur á öld tækninnar spillzt á skömmum tíma, ef ekki er höfð mikil og stöðug gát á. 40 — VEBRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.