Veðrið - 01.09.1970, Side 6

Veðrið - 01.09.1970, Side 6
]ÓNAS JAKOIiSSON: Lofthiti yfir Reykjanesskaga Hér birtast línurit af lofthitanum i 500 og 1500 metra hæð yfir sjávarmíili eins og hann mældist á háloftaathuganastöðinni á Keflavikurflugvelli vor- og sumar- mánuðina 1970. Alla þessa sex mánuði liefur hitinn við jörð verið undir meðal- lagi sömu mánaða áratugsins 1954—’63. Að meðaltali er þessi munur 1,2 stig næst jörðu, og hlýtur það að teljast mikið á heilu sumarmisseri. 1 tveggja km hæð er munurinn helmingi minni, eða 0,6 stig. Gefur það vísbendingu um, að sjávar- hitinn við suðvestanvert landið liafi verið með lægra móti, enda liníga beinar mælingar í þá átt. Hlýtt loft, sem að hefur borizt, hefur því orðið fyrir meiri kæl- ingu en ella í neðstu lögunum og kalt loft hlýnað niinna á leið sinni að landinu. í apríl var hálfu öðru stigi kaldara við jörð en í meðalári, en aðeins liálfu stigi kaldara í tveggja km. liæð. Fyrstu þrjá dagana var útsynningur, því að lægð var yfir Grænlandshafi. Þá stilltist tíðin, vegna þess að hæð staðnæmdist yfir Islandi og Iiafinu í kring. Hinn 13. kom lægð sunnan að. Af hennar völdum hlýn- aði í bili um miðjan mánuðinn, en í kjölfar hennar konr fyrst útsynningur og síðar norðlæg átt, sem hélzt óslitið að mestu í tvær vikur. Það er fyrst og fremst þessi langi kuldakafli, sem úrslitum ræður um liinn lága meðalhita mánaðarins. Tvo síðustu dagana var suðlæg átt og lilýtt í veðri. Eins og hitaritin sýna, voru minni hitabreytingar í maí en í apríl. í tveggja km hæð var hitinn rétt við meðallag, en tæplega hálfri gráðu undir því við jörð. Fyrsta vikan var heldur svöl, þó að áttin væri suðlæg öðru hverju, því að loftið sem að barst, var ættað vestan af Grænlandshafi, þangað komið frá norðlægari slóð- um. Hinn 9. var hlýjasti dagur mánaðarins, en þá var á sunnanverðu landinu meginlandsloft, hingað komið að austan með viðkomu í Suður-Noregi. Næstu daga var áttin einnig austlæg, en þá var loftið frá norðlægari slóðum en áð- ur og því ekki eins hlýtt. Hinn 17. skipti yfir í suðvestlæga átt og kólnaði heldur. Að þrem dögum liðnum gekk vindur í norðrið, en slíkt verður mjög oft í kjölfar útsynnings. Hinn 23. var vindur aftur kominn í suðrið og flutti að loft nokkurn spöl sunnan af hafinu, en frá 26. til loka mánaðarins var útsynn- ingur með viðeigandi skúrum og slydduéljum suðvestan lands. Kælingaráhrif sjávarins koma vel í ljós í júní. Þá var meðalhitinn í neðsta kílómetra loftsins rúmlega heilli gráðu lægri en meðallag mánaðarins á árunum 1954—’63, þó að í tveggja km hæð væri 0,3 stigum hlýrra en í meðallagi. Mánuður- inn byrjaði með útsynningi, en hinn 3. lilýnaði af áhrifum lægðar, sem kom liratt úr suðvestri. í kjölfar hennar kom loft með vestlægum vindunt svo kalt, að síðdegis hinn 4. gerði allt að tveggja stiga frost í 500 metra hæð, en það var síðasta frostið þar á vorinu. Fyrsta frostið í þeirri hæð nú í haust kom 5. október. Lengd sumarsins liefur eftir því að dæma orðið tæpar 18 vikur, sem er hálfri viku skemmra en í meðallagi. Suðlæg átt var tíð í júní, því að háþrýstisvæði var 42 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.