Veðrið - 01.09.1970, Qupperneq 8
lengi skammt austur af landinu. Um miðjan mánuðinn brá þó út af þessu og
gerði útsynning í tvo daga. Hinn 20. var hlýjasti dagur júní í 500 metra hæð. Þá
er líka farið að nálgast sólstöður, og loftið, sem að barst, komið skemmstu leið
suðaustan frá Bretlandseyjum. Hinn 25. snerist vindur í norðrið og hélst á þeirri
átt eða af vestri til mánaðamóta.
Júlí var tiltölulega kaldasti mánuður sumarsins. Næst jörðu var tveim stigum
kaldara en í meðallagi, og í tveggja km hæð munaði 1,7 stigum. Þrátt fyrir kuld-
ann var sólskin meira í Reykjavík en áður hefur mælzt. Það er norðanáttin, sem
hér segir til sín, því að hún er eðlilega bæði svöl og sólrík á suðvestur horni lands-
ins. Háþrýstisvæði lá lengstum yfir Grænlandi og Grænlandshafi, svo að það
loft, sem til Isands lagði, kom jafnan frá íshafinu undan austurströnd Græn-
lands. Þó sést á hitaritunum, að þrisvar sinnum í mánuðinum hefur slakað á
kuldanum, en í þau skipti barst inn yfir landið loft, sem hafði ylnað yfir hafinu
suður af landinu. Þetta gerðist fyrstu dagana, um miðjan mánuðinn og í byrjun
fjórðu vikunnar.
Agúst-mánuður var nálægt hálfri gráðu kaldari en í meðallagi í neðsta kíló-
metranum, en rétt við meðallag, þegar komið var upp í 1500 m hæð. Venjulega
er ágúst kaldari en júlí, en í sumar var hann nálega heilli gráðu hlýrri í neðsta
tveggja kílómetra loftlaginu. Vindátt var síbreytileg. Lægðir voru á sveimi
nálægt landinu og dokuðu sjaldan lengi við, svo að lítið komst til landsins af
lofti frá rnjög suðlægum svæðum. Hlýjustu dagarnir voru liinn 5. og 23. í fyrra
skiptið var hér á ferðinni loft alllangt sunnan af hafi, en í seinna skiptið náði
Norðursjávarloft til suðurhluta landsins.
í september var hitinn við jörð rúmu stigi lægri en meðallagið og rúmlega
hálfu öðru stigi lægri en það í tveggja km. hæð. Er það eini mánuður sumars-
ins, sem er hlutfallslega kaldari eftir því sem ofar dregur. Ef litið er á liita-
ritin, kemur í ljós, að seinni liluti mánaðarins er lilýrri en sá fyrri, öfugt við
það, sem við má búast um haustmánuð. Fyrstu tvo dagana var vindur norðlægur,
og hitinn í 500 metra hæð nálgaðist frostmarkið. Næstu daga var austan eða
norðaustan átt og loftkuldi lieldur minni. En í annarri vikunni ríktu norðlæg-
ir vindar á ný, svo að liitinn féll niður að frostmarki í 500 m hæð. Upp úr
miðjum mánuðinum tók fyrir norðlæga loftstrauma, og í fjórðu vikunni ríktu
suðlægir vindar, því að hæð var þá yfir Norðurlöndum, en lægðir suðvestur
af fslandi. í lok mánaðarins tóku hitalínurnar að stefna niður á við, enda barst
þá að svalara loft með útsynningi vestan um Grænlandshaf.
Hinn lági sumarhiti liefur að vonum komið fram með ýmsu móti. Má þar
nefna lélega grassprettu í flestum héruðum landsins. Þá er ekki ólíklegt, að bráðn-
un jökla hafi orðið minni en í meðallagi, þó að loftkuldi væri tiltölulega minni
á jöklum og háfjöllum en þegar neðar kom. Og fannir í Esju hurfu aldrei allar
í sumar. Smáskaflar urðu eftir í Gunnlaugsskarði og einnig í Kerhólakambi.
44 — VEÐRIÐ