Veðrið - 01.09.1970, Page 11

Veðrið - 01.09.1970, Page 11
BOnCrÞÓR H. JÓNSSON: Loftmengun Umræður um liverskonar mengun virðast vera orðnar tízkufyrirbæri núna. Margir sj;i mengun hvar sem er, og eru ef til vill nokkuð svartsýnir, a. m. k. í ræðu og riti. Þetta er allt saman gott og blessað, ef það verður til þess að vekja almenning til umhugsunar um jietta mikilvæga vandamál. Hinsvegar er það illa farið, ef áhuginn reynist aðeins dægurfluga, sem deyr eftir skamma stund. Mengun er vaxandi vandamál, sem hefur orðið til vegna örar fjölgunar mannkynsins og hraðfara tækniþróunnar síðustu tínta. Það skyldi enginn halda, að mengun sé ný af nálinni. Hún hefur fylgt mannkyninu um aldaraðir, en liún liefur ekki orðið að stórkostlegu vandamáli fyrr en síðustu áratugina. Meng- un liafsins, fljóta, jarðvegsins og loftsins er margslungin, þar sem liver þáttur grípur inn í annan eða orsakast vegna tilveru hins. Gosaska, sem berst með loft- straumum er loftmengun, en þegar liún fellur til jarðar og mengar drykkjar- vatn og jarðveg, þá er liún orðin að vatns- og jarðvegsmengun. Geislavirkt ryk frá vetnissprengjum er í fyrstu loftmengun, en þegar það er komið í neyzlufiska, þá er það orðið að fæðumengun. Þessi atriði, sem hér liafa verið nefnd eru alls ekki dæmigerð um mengun heldur hafa þau verið nefnd vegna þess, hve þekkt Jjau eru almenningi. Loftmengun er víst allsstaðar misjafnlega mikil. Mengunin er t. d. miklu meiri í tempruðu beltunum en á heimskautasvæðunum eða í hitabeltinu. Meng- unin, sem hér um ræðir er af mannavöldum og er því skiljanlega mest í þéttbýli, en loftið er yfirleitt á stöðugri hreyfingu. Mengunin dreyfist Jrví og verður ekki lífshættuleg fyrr en hún Iiefur verkað í langan tíma — áratugi eða lengur, liins- vegar geta vissar orsakir valdið Jrví, að loftmengunin þéttist á tiltölulega litlu svæði, og verður hún þá samstundis lífshættuleg. Þetta er eins og þegar sólar- geislum er safnað í brennigler og Jreim beint að ákveðnum punkti. Sólargeislar sem slíkir eru ekki hættulegir en samanþjappaðir í brennidepli geta þeir orðið stórhættulegir. Eins er það með mengunina, þegar staðbundin aukning í loft- menguninni gerist yfir Jréttbýli er vá fyrir dyrum og dauðsföllum fjölgar ört. Þekktasta dæmið um þetta er ef til vill þokan mikla í byrjun desember 1952 yfir Suður-Englandi, en talið er, að hún hafi valdið 4000 til 5000 dauðsfalla. Bretar hafa gert stórvirki á því sviði að hefta loftmengun, og geta allir þeir, sem hafa komið til Lundúnaborgar fyrir og eftir, að Bretar létu loftmengunar- löggjöf sína koma til framkvæmda, borið vitni um Jrað. Nú hafa Bretar eytt hundruð þúsunda sterlingspunda í það, að hreinsa frægar byggingar og minn- ismerki og er Nelsonstyttan á Trafalgartorgi og Sánkti-Pálskirkjan kannske þekktustu dæmin. Lundúnaborg vorra daga er ein af fallegri stórborgum Evrópu, eftir að loftmengunin var bönnuð með lögum. Loftmengunin vegna bifreiðaút- blásturs er auðvitað enn mikið vandamál en kolarykið og reykurinn frá hinum VEÐRIÐ — 47

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.