Veðrið - 01.09.1970, Side 13
um efnum og mengar þau. Rakastigið ræður því, hve viðloðun mengunarinnar
er mikil.
Úrkoma: Urkoma (regn eða snjór) verka oft sem skolvatn, sem skolar burt
mengunarefninu af mannvirkjum eða gróðri. Mengunin flyzt þá til úr loftinu
eða frá yfirborði jarðar niður í jarðveginn eða í ár og grunnvatn.
Sólskin: Sólargeislarnir eru stundum livatar, sent valda því að mengunarefni
í loftinu blandast öðrum efnum loftsins og myndast þá móða eða mistur (smog),
sem særir augun. Þetta gerist venjulega í stórborgum, þar sem útblástur frá
allskonar farartækjum er livað mestur.
Þetta eru helztu þættir veðurfarsins, sem eru ríkjandi, þegar loftmengunar-
bættan er mest, en oftast nær verða þeir að verka saman tveir eða fleiri til
Jtess, að liættuástand skapist. Hitastigið eitt út af fyrir sig er ekki einhlýtt.
Venjulega verður eðlisástand lofthjúpsins að vera þannig, að kalt loft liggi
við yfirborð jarðar en efra sé hlýrra loft, sem liindrar þá uppstreymið. Þegar
hitafarið er svona er sagt, að loftið sé í stöðugu jafnvægi. Útblástur og út-
streymi mengunarefna í lofthjúpnum takmarkast Jtá við neðstu 100 til 500
metrana, og mengunin verður margfalt meiri en venjulega. Það hefur skapast
hættuástand. Auðvelt er að sjá, Jtegar hitafari lofthjúpsins er Jtannig farið,
Jtví að Jtá myndazt venjulega dalalæða eða þoka við jörð. Verksmiðjureykur og
reykur úr reykháfum íbúðarhúsa leggur ekki beint upp í loft heldur breiðist
út og liggur yfir öllu. í sjávarþorpum hér á landi liggur reykjarmökkurinn
frá fiskimjölsverksmiðjunum yfir næsta nágrenni, öllum til ama og ójtæginda
ef ekki jafnvel til heilsutjóns. Rykmökkurinn á Jtjóðvegunum blandaður benzín-
stybbu er þá stundum svo dimmur, að bifreiðastjórar verða að aka með ljósurn
um hábjartan dag. Ef til vill er mengun lofts hér á landi meiri en margur
hyggur. Eins og áður var minnzt á, verða tveir eða fleiri Jtættir veðurfarsins að
verka saman til Jtess að hættuástand skapist. Sterkur vindur myndi t. d. orsaka
svo mikla kviku í loflinu að mengunarinnar ntyndi gæta síður. Mikil úrkoma
myndi skola mengunarefninu burt úr lofthjúpnum.
Lífssvið jarðarinnar (biosphere), Jtar sem allt líf eins og við þekkjum Jtað hrærist
nær aðeins í 10—15 km. lofthjúp upp á við frá yfirborðinu. Aftur á móti spannar
Jtað allt yfirborð jarðar. I þessumi örjtunna hjúp býr fjöldi tegunda dýra og
jurta. Hin lífræni og ólífræni hluti Jtessa sviðs myndar lífssviðið og hefur á
óralöngum tíma skapað jafnvægi í náttúrunni. Jafnvægi [tetta er misjafnlega
hvikult, og fer Jtað eftir linattstöðu og árstíð, hve hvikult Jjað er. Jarðlífsfræði
rnætti kalla Jjá vísindagrein, sem nú ryður sér til rúnis og felst í Jjví að rann-
saka þetta jafnvægi náttúrunnar og innbyrðis sambúð jurta og dýra. Gerist ein
tegundin heimtufrekari, raskar hún jafnvæginu, en Jiað er einmitt það, sem
mannskepnan hefur gert í krafti tæknijjróunar og mannfjölgunar. Loftmengun
getur verið margvísleg. Hún getur verið langvarandi og staðbundin eða skamm-
vinn og spannað yfir hálfan hnöttinn. Hún getur stafað af hugsunarleysi eða
græðgi, vegna slysa eða náttúruhamfara. Dænti um víðfeðma en frekar skamm-
vinna loflmengun af mannavöldum er geislavirka rykið frá kjarnorkusprenging-
um. Krakatá-eldgosið spúði svo mikilli gosösku upp í háloftin, að hún sveif
VEÐRIÐ -- 49