Veðrið - 01.09.1970, Page 15

Veðrið - 01.09.1970, Page 15
nema í stórum dráttum. Áætlanir um mengun verða því næsta stopular, en fylgja venjulega vissum reglum: 1. Rannsakað er, hvernig veðurfarsþættirnir hafa verið í nokkur ár aftur í tímann (meðaltöl og hámark), og síðan er svipuðu ástandi spáð fyrir fram- tíðina. 2. 'J’ekin er þverskurður af ástandinu eins og það er í dag, og hann notaður til grundvallar. 3. Reynt er að gera sér hugmynd um, hvernig ástandið verður í framtíðinni, við breyttar aðstæður og sú hugmynd notuð til grundvallar. Hafíshorfur 1971 Lofthitinn á Jan Maycn á síðasta sumri og liausti bendir til þess, að í fyrsta skipti síðan 1966 verði nú lítill hafís við landið að vetri og vori. Á annesjum norðan lands og austan verður þá sennilega mildara en undanfarin ár, einkum vorið og síðari hluti vetrar, en þar er lofthiti mjög háður liafískomu. Nánar tiltekið verður íss sennilega ekki vart fleiri daga en svo fram á næsta liaust, að nerni meira en 0—1 mánuði. Er þar átt við alla daga, þegar einhver ísfregn berst frá ströndum landsins eða landhelgi. En svo skammvinnur hafís veldur sjaldan nokkrum teljandi töfum á siglingum kringum landið. Um lölfræðileg og veðurfræðileg rök fyrir því, að kuldi á Jan Mayen að sumri og hausti boði hafís við Island á næsta ári, vísast til greinar minnar og umræðna frá liafísráðstefnunni 1969, en þær voru birtar í Hafisnum, bók Almenna bókafélagsins. Við jrað má bæta, hvaða reynsla liefur síðan fengizt af þessari sjráaðferð. Fyrir árið 1969 voru horfur á miklum ís, 3—6 mánuðum. Reyndin varð um 140 dagar, tæpir 5 mánuðir. Fyrir 1970 voru horfurnar 1—3 mánuðir, og að árið yrði fjórða mesta ísár síðan fyrir 1920. Það reyndist svo, og ísdagarnir urðu um 70. Þrátt fyrir þetta er rétt að leggja áherzlu á, að yfirleitt er ekki hægt að ætlast til, að ísaspárnar rætist svona nákvæmlega, og a. m. k. á nokkurra ára fresti má búast við, að þær bregðist að verulegu leyti. Þess vegna cr ekki hægt að ráða mönnum frá því að vera viðbúnir hafís. En horfurnar eru betri en áður. Páll Bergþórsson. VEÐRIÐ --- 51

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.