Veðrið - 01.09.1970, Síða 17

Veðrið - 01.09.1970, Síða 17
Meðalhiti vetrarmánaðanna (des.—marz) í Stykkishólmi var þá —2.9 stig, febrúar var kaldastur, meðalhiti hans var — 8,4 stig. Til samanburðar við þessar tölur og þær sem á eftir fara verður að nefna, að 1931 — 1960 var meðalhiti mánaða og vetra nokkurra stöðva á þessa leið: Des. Jan. Febr. Marz Vetur Stykkishólmur ..... 0.4 — 0.8 — 0.9 0.2 — 0.3 Akureyri ............. —0.5 —1.5 —1.6 —0.3 —1.0 Grímsey ............... 0.3 -0.5 —1.1 -0.4 -0.4 Teigarhorn ............ 1.0 0.1 -0.2 1.0 0.5 Frávik einstakra ára frá meðaltölum á borð við þau, sem lu'r eru nefnd, eru mjög stór. 1866 Þá var bæði hafís og lagnaðarís við landið, en ekki greina frásagnir alltaf vel í sundur hvað er livað. Svo var ísafjarðardjúp frosið, að ganga mátti eftir því af Langadalsströnd út til Skutulsfjarðar og inn á Eyri, einnig frá Bjarnarnúp til Bolungarvíkur þvert yfir. Flesta eða alla firði við Breiðafjörð mátti ganga og ríða. Dæmalaus ísalög voru við Faxaflóa í marzbyrjun. Gengið var frá Reykjavík til Engeyjar og Viðeyjar, enda lá ísinn utan við eyjar bæði upp á Kjalarnes og suður til Keilisness. Stór spöng lá með hafsbrún, líklega var sá ís rekinn út úr Borgarfirði. Hval- fjörður var lagður, gengið var frá Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd og yfir að Hvammsvík í Kjós, þangað voru bátar settir á ís frá Þyrli. Víða á landinu (líklega norðanlands og austan) var hægt að fara á ísi fyrir annes, ekki er víst, livort það var á hafís eða lagnaðarís. Þennan vetur var desembermánuður hlýr í Stykkishólmi, meðalhiti 1,1 stig. En síðan kólnaði, og því meir sem á leið, janúar var með — 6,3 stig, febrúar — 7,7 og marz — 8,2. 1870 Hafís kom að landi í byrjun marz, og hroða rak suður með Austfjörðum um sama lcyti. „Frosthörkur miklar voru fram í aprílmánuð og lagnaðar- ísar, þá mátti ganga Skjálfandaflóa frá Kaldbaksskerjum í Náttfaravíkur; Vopanfjörð lagði mestallan og isinn var svo sterkur, að útselir lögðust upp á hann. Eyjafjörð lagði út undir Toppeyri, Ólafsfjörð út að Flyðru- bekkjará og Siglufjörð út að Strákum." Þessa kulda virðist mest hafa gætt norðaustanlands, í Stykkishólmi var vetur ekki tiltakanlega harður, Jiótt meðalhiti allra vetrarmánaðanna væri undir frostmarki, eða —2.0 stig. Kaldast var í marz, meðalhiti —3.2 stig. 1874 Þetta var mikið hafísaár, og víða er getið um lagnaðarís. Hamarsfjörð lagði 12. janúar, svo hann varð gengur, fraus Jrar inni silungur og annar fiskur. Allir firðir í Strandasýslu voru lagðir, líka firðir við Breiðafjörð og sums staðar milli Breiðafjarðareyja. Eftir miðjan febrúar var víða VEÐRIÐ --- 53

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.