Veðrið - 01.09.1970, Qupperneq 18
lagnaðarís á mörgum fjörðum eystra, þótt losnaði um liafís og lagnaðarís
með fram ströndum.
Nú var veðurathugunarstöðvum farið að fjölga, til dæmis voru gerðar
veðurathuganir á Teigarhorni og í Grímsey, auk Stykkishólms. Janúar-
mánuður var kaldastur þennan vetur, meðalhitinn var — 6,7 á Teigar-
horni, —8,6 í Stykkishólmi, en — 11,3 í Grímsey. í febrúar og marz hlýn-
aði verulega á landstöðvunum, þótt enn væri meðalhitinn eina til þrjár
gráður undir frostmarki, en í Grímsey var áfram fjögurra til fimm stiga
frost.
1881 Þetta var eitt mesta ísa- og harðindaár, sem komið hefir síðan hitamæl-
ingar hófust. Að kvöldi hins 9. janúar hófust norðanhríðir með grimmd-
arfrosti um norðanvert landið, er stóðu lengi. Með þessum stormum rak
hafís að öllu Norðurlandi og varð samfrosta vð lagnaðarísa. í lok janúar
var Eyjafjörður lagður út undir Hrísey, var hann víðast bæði akfær
og reiðfær, síðar var ís mældur þriggja álna þykkur á Akureyrarhöfn.
Um miðjan janúar var Faxaflói lagður út fyrir eyjar, var þá gengið af
Akranesi til Reykjavíkur, og á Breiðafirði yfir Hvammsfjörð og í land
úr Flatey. Inndjúp var lagt, gengt var af Ögurnesi til Snæfjallastrandar.
A Austfjörðum mátti aka og ríða alla firði. Lagnaðarísa leysti ekki af
Eyjafirði fyrr en 8.-9. maí.
Þessi lýsing er að ýmsu leyti mjög lík lýsingum af harðindavetrum frá
fyrri öldum, til dæmis árið 1751 og síðar. Mér finnst því rétt að gera
nákvæma grein fyrir vetrarhitanum á fáeinum stöðum, og birta hann í
töfluformi. Desemberhitinn er að sjálfsögðu frá 1880.
Meðalhiti
Des. Jan. Febr. Marz vetrar
Grímsey .............. -8.8 -13.1 -10.7 -16.5 -12.3
Teigarhorn ........... —6.7 —8.4 —5.7 —9.4 —7.6
Stykkishólmur ........ —7.9 —8.4 —9.6 —13.3 —9.8
Það vekur nokkra athygli, hve kuldinn er mikill og jafn alla vetrar-
mánuðina. Má því búast við, að lagnaðarísinn hafi enzt fram á vor víðar
en á Eyjafirði, hann hefir myndazt aftur, þótt hann ræki eitthvað frá, ef
landátt varð hvöss.
1882 Lagnaðarísar fylgdu víða frosti og kuldatíð, þótt nokkuð væri veðrátta
mildari en árið áður. En sumarið var kalt, og vetrarís var ekki leystur af
Ólafsfjarðarvatni 6. júlí og í byrjun septembermánaðar voru Laxá í Döl-
um ofan til og Norðurá á Holtavörðuheiði riðnar á ís.
1892 „Á útmánuðum urðu svo miklar frosthörkur, að lengi höfðu ei verið slíkar.
Fannfergi og ísalög voru ákaflega mikil um allt land, svo livergi sást á
dökkva díla og firðir allir fullir af lagnaðarís; á Faxaflóa var ísinn rnann-
heldur langt út fyrir öll innnes og á Breiðafirði var hestís langt út í
eyjar og um tíma jafnvel út í Flatey."
54 ---- VEÐRIÐ