Veðrið - 01.09.1970, Side 19

Veðrið - 01.09.1970, Side 19
Vestanlands og víðar var þetta fremur kaldur vetur, eins og vænta mátti. Meðalhitinn var þannig: Des. Jan. Febr. Marz Stykkishólmur ..... —1.3 —4.1 —6.4 —4.6 Eyrarbakki ........ — 2.7 — 4.0 — 4.9 — 3.7 Á þessari öld hafa fáir vetur verið mjög kaldir, þó linnast nokkrir þeirra ef vel er að gáð, einkum fyrir 1921, eins og sjá má af hinum glögga uppdrætti Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem birtist í Hafísnum 1969. En ef reynt er að halda áfram samanburði á vetrarkuldum og lagnaðarísum fram á öldina, kemur nýtt vandamál í ljós. Veðurfarslýsingum Þorvaldar sleppir, og engar aðrar samfelldar og sæmi- lega nákvæmar taka við, fyrr en Veðráttan byrjar að koma út. Frá aldamótum og fram til 1924 verður að safna heimildum úr blöðum þeim, sem út korau, og það er tímafrek vinna. Ég hef látið mér nægja frásagnir af lagnaðarísum aðeins á köldustu vetrum þrjá fyrstu áratugi aldarinnar. 1902 Þessi vetur varð talsvert kaldur, enda var liafísinn allmikill. Lagnaðarís- inn lét einnig talsvert að sér kveða, fréttaritari Þjóðólfs í Höfðahverfi skrifar 17. febrúar, að hann muni ekki eftir slíkum frostavetri síðan 1887—8. Hann segir einnig að gufuskipið Egill, sem fór frá Akureyri 4. febrúar, hafi hvorki komist austurum eða vestureftir fyrir hafís, sem sé nú kominn inn að Hrísey og liggi þar. „Svona er ishellan úti fyrir, en lagnaðarís á öllum firðinum frá Hrísey og inn á Akureyri". Og svipað var ástandið við Húnaflóa fram á vor. Urn miðjan apríl og fram í maíbyrjun var flóinn fullur af ís er varð samfrosta út fyrir Reykjafjörð og Hafnarif. Gengið var frá Vatnsnesi á Strandir, og riðið frá Skagaströnd fram á hákarlalegur. „Æðarfuglinn hrynur niður umvörpum, og sagt er, að sums staðar megi ganga á torfum af honum dauðum og hálfdauðum í ísnum“. Hafði fuglinn ekki fallið þannig síðan 1880—81. Og seint í apríl var lagnaðarís á Hrútafirði, þar sem hafís náði ckki til. Tveggja álna þykk- ur var hann á Borðeyrarhöfn. Litlar lýsingar eru á lagnaðarís annars staðar. Þó er sagt, að seint í apríl hafi Hvammsveitungar misst fimm hesta niður um ís á miðjum Hvamms- firði er þeir voru á heimleið frá Stykkishólmi. Tveir liestar náðust lítt eða ekki skaddaðir, tveir náðust svo þjakaðir að þeir drápust, en einn sökk með böggunum. Veturinn var allkaldur, eins og sjá má af þessum meðaltölum: Des. Jan. Febr. Marz Vetur Möðruvellir , . - 3.6 -6.7 -5.9 -4.7 -5.2 Stykkishólmur . . . , , . -1.9 -4.5 -4.7 -4.7 -4.0 1907 Veturinn var heldur hlýrri að meðaltali en 1902, ef miðað er við Stykkis- hólmshitann, og hafísar voru ekki nærri eins samfelldir. Lítt er getið um lagnaðarísa, að öðru leyti en því er getur í fréttabréfi til Þjóðólfs úr Dala- VEÐRIÐ -- 55

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.