Veðrið - 01.09.1970, Qupperneq 20

Veðrið - 01.09.1970, Qupperneq 20
sýslu 16. aprll: tíðarfarið í allan vetur til marzmánaðar hefir verið svo dæmalaust illt og óstöðugt að elztu menn muna eigi slíkt — kauj)- túnin í Búðardal og Skarðsströnd voru vörulaus, en Hvammsfjörður full- ur af íshroða, svo eigi var hægt að komast þar inn. En nú síðan apríl byrjaði hefir verið einstök gæðatíð“. Meðaltölin frá Stykkishólmi sýna ekki mjög harðan vetur, en frekar þráláta kuldatíð: Des. Jan. Febr. Marz Vetur Stykkishólmur ..... —3.1 —1.2 —4.8 —3.1 —3.1 1918 Næst kemur að „frostavetrinum mikla“ á þeim hluta þessarar aldar, sem af er. Veðurfarið var þá dálítið einkennilegt. Desember 1917 var allkaldur, en þó tók úr 1 janúar, er norðanveður báru mikinn liafís að norðurlandi öllu. Frosthörkufnar urðu miklar. f Stykkishólmi varð meðalhitinn í jan- úar — 12.2 stig, vantaði aðeins um hálft annað stig til að ná kaldasta mán- uði vetrarins 1880—81. Reykjavíkurblöðin fóru að keppast við að birta mældan hita, bæði við Stjórnarráðshúsið og Landssímahúsið sem þá var. Morgunblaðið virðist í einni grein draga í ela, að harðindin 1881 liafi verið öllu meiri en var um þetta leyti, og tók að birta daglegan samanburð, sem sýndi Jjó fljótlcga, að gamli tíminn hafði vinninginn. En um mánaðamótin janúar—febrúar tók mjög að hlýna, svo veturinn í heild varð miklu hlýrri en 1881, þótt hann væri hins vegar hinn kaldasti síðan þá, — í Stykkis- hólmi að minnsta kosti. Um 8. janúar var kominn mannheldur ís á Rcykjavíkurhöfn milli garða. Var })að J)ó lítill ís miðað við aðstæður annars staðar, því ísafjarðardjúp var J)á sagt fullt af hafís og lagnaðarís á milli, svo gengið var um J)vert djúp, ekki er þó sagt hvar. En þykkur ís var J)á kominn á Pollinn innan við Skutulseyri. Um miðjan mánuðinn berast svo enn fleiri ísfregnir. Þann tólfta var ísskæni í Reykjavík út milli eyja eða lengra. Sterling ætlaði að fara frá Reykjavík J)ann tólfta J)á um kvöldið, en komst þá ekki vegna íss í höfninni og næst landi, og var reynt að saga vök fyrir skipið gegnum 15 til 18 Jmmlunga J)ykkan ís. En reyndar virðist svo, sem rek liafi komið á ísinn áður en því verki lauk. Á Breiðafirði voru ísalög með eindæmum (meiri en 1881 — 1882 segir Lögrétta, en líklega er farið J)ar vetrarvillt) og póst- ur var fluttur á sleðum úr Flatey til Barðastrandar — „J)að liefir ekki komið fyrir fyrr 1 mannaminnum". Patreksfjörður var nær allur ísi lagður, og þrír botnvörpungar enskir frosnir inni í botni lians. Dýrafjörður var genginn á ísi frá Haukadal (Hnífsdal segir Lögrétta) að Núpi, og laugar- daginn 19. janúar fór pósturinn frá Arngerðareyri á ísi út allt Djúp til Skutulseyrar. Skagafjörður var fullur af hafís og Eyjafjörðurinn inn til Oddeyrar. Hefir liann sennilega verið mikið til frosinn við lagnaðarísa, sem náð hafa inn 1 fjarðarbotna. Og enn fjölgaði ísfregnunum. Þótt ís ræki allan af ytri höfninni í 56 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.