Veðrið - 01.09.1970, Page 21

Veðrið - 01.09.1970, Page 21
Reykjavik milli Engeyjar og lands jsann 18. janúar, var samt gengið út í Viðey Jrann 21. og Jtá virtist vera ís upp á Kjalarnes. Daginn eftir var Jtó auður sjór milli nessins og Engeyjar. En þótt ísinn væri svona breytilegur við Kollafjörð, var liann þaulsætnari annars staðar, því á Skerjafirði hafði lengi verið ís um þetta leyti. Og nú bárust einnig ísfregnir frá Austfjörð- um. Á Seyðisfirði voru fáir hafísjakar, en lagnaðarís svo mikill og þykk- ur, að skip komust ltvergi. Á svipuðum tíma var mikill hafís úti fyrir Eskifirði og borgarisjakar á milli. Sjálfur var fjörðurinn ísi lagður. Lagar- foss lá Jtar við ísskörina og affermdi vörur sínar. Sem betur fór urðu harðindin ekki til langframa. Fáum dögurn fyrir mánaðamót var sagt, að skip kæmust til Stykkishólms (J)ótl ekki væri þess getið áður að siglingar væru tepptar Jrangað), og fyrsta febrúar segja blöðin að ísinn sé að smáhverfa af Reykjavíkurhöfn. Það sent hér er um fremur umtalaðan vetur að ræða, langar mig til að birta hitann frá allmörgum stöðvum: Des. Jan. Febr. Marz Vetur Grímsey ............... -5.1 -13.4 -4.6 -1.0 -6.0 Möðruvellir ........... —5.7 —14.4 —4.3 0.0 —6.1 Stykkishólmur ......... —3.9 —12.2 —4.2 0.3 —5.0 Vífilsstaðir .......... -3.2 -10.2* -1.2 1.4 -3.3 Teigarhorn ......... — 3.2 — 8.3 — 0.8 2.2 — 3.0 Ekki leikur vafi á, að janúarkuldarnir hafa verið með þeim mestu, sem iiér hafa komið síðan um 1800. Níu daga mánaðarins var frostið um há- daginn meira cn átján stig — allt niður í rúm 28 stig. Þegar vindurinn er svo samtímis fimm til átta vindstig, mundi mörgum þykja næðingssamt. Þeir, sem muna þennan vetur, geta sjálfsagt ímyndað sér hvernig ástandið hefði orðið eftir þriggja mánaða harðindi. En kuldarnir stóðu stutt og óþægindin urðu |>ví skammvinn. Eftir 1920 urðu vetrarmánuðirnir að jafnaði miklu hlýrri en áður var. Veðrátt- an, mánaðarrit Veðurstofunnar, nefnir ekki lieldur lagnaðarís á nafn allt frá því hún byrjaði að koma út 1924 og fram til 1968, að ])ví undanteknu, að í janúar 1939 er sagt að ísrek hafi brotið bryggju á Akureyri, og í marz 1962 er getið um tvær ísspangir á reki á Arnarfirði, líklega lagnaðarís. Sjálfsagt hafa þó nokkrar ísalagnir verið innarlega á fjörðum þetta tímabil, og jafnvel valdið siglingum einhverjum trafala, til dæniis á Akureyrarpolli. Sérstaklega væri Jtess að væuta norðanlands ísaárið 1965 enda sýnir loftmynd, sem tekin var af Eyjafirði innan- verðum í marzlok það ár, að Fjörðurinn er lagður út undir Þórsnes og j)ó lengra út með ströndum að vestanverðu, líklega allt út í Skjaldarvík. En oftast hefir })að vart verið talið fréttnæmt, J)ólt smávegis lagnaðarís væri á innfjörðum. Á allra síðustu árum hefir lagnaðarísinn J)ó orðið svo mikill, að honum hefir verið vcitt nokkur athygli. Upp úr miðjum febrúar 1968 rak svo mikinn lagnaðar- *) Samkvæmt athugunum kl. 21.00. VEÐRIÐ --- 57

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.