Veðrið - 01.09.1970, Page 23

Veðrið - 01.09.1970, Page 23
KNÚTUR KNUDSEN: Vorið og sumarið 1970 April. Fram til 12. var kyrrlátt veður og oltast þurrt. Heldur var sarnt svalt, einkum þó íyrir norðan, en þar var Irost upp á hvern dag. Síðan komu nokkrir dagar með A og NA átt og dálítiili úrkomu, er féll sem rigning á Suðurlandi en snjókoma eða slydda nyrðra. Kaldara var dagana 18.—28., en þá var til skiptis norðan átt og hægviðri. Voru dálítii él á stundum fyrir norðan. Síðustu tveir dag- arnir voru hlýir vordagar. Mánuðurinn í heild var svalur á Suður- og Vestur- landi. Þó var þar talin góð tíð til lands og sjávar, en varla örlaði á gróðri í mán- aðarlok. Á Norður- og Norðausturlandi var kaldara að tiltölu, víðast nokkur snjór eða svell á jörðu, og sums staðar algjör innistaða á fénaði. Mai. Fyrsta ntaí olli djújt lægð, sem fór norðaustur um Austfirði, norðlægri átt með éljagangi og vægu frosti á Norðurlandi. Var enn hvöss NV átt með éljum á norðausturhorninu næsta dag. Fftir 3. komu nokkrir dagar með hæglátri og hlýrri SA átt. Bjart veður var þá fyrir norðan. Þann 5. byrjaði gos í Heklu. Barst askan með vindi til norðvesturs. Sást á gervitunglamyndum mikill öskugeiri, sem huldi Langjökul, Eiríksjökul og heiðarnar þar fyrir norðan. Varð öskufall í uppsveit- unum norðvestur af eldfjallinu og í byggðum Hiinavatnssýslu nema austast. Hæglát A og NA átt var ríkjandi 9.—15. maí. Var þokuloft og kuldi á Norður- og Austurlandi, en milt og væta öðru hverju sunnan og vestan lands. Laugardag fyrir Hvítasunnu, 16. maí, var vaxandi lægð á Grænlandshafi. Hvessd af SA og rigndi með kvöldinu sunnan lands, en snerist síðan til S og SV áttar um nótt- ina. Þótt ekki væri kalt á láglendi, varð þrennt úti í þessu veðri í slagveðursrign- ingu og síðar byl á Fimmvörðuhálsi. Eftir þetta var ríkjandi norðlæg átt og svalt fyrir norðan, en breytilegra veður, sæmilega lilýtt og væta flesta daga syðra. Gróður var alls staðar seint á ferð en þó einkanlega norðan til. Sums staðar á Norðurlandi var fé á gjöf allan mánuð- inn. Maí varð sá úrkomusamasti, sem komið hefur í Reykjavík frá því er sam- felldar úrkomumælingar hófust 1920. Sólskinsmælingar hófust þar 1924, og hefur aðeins einu sinni síðan verið minni sól, en það var 1951. Júni. Einkennandi fyrir veðráttuna í júní var það hversu Jrurrviðrasamt og sólríkt var fyrir norðan og austan en jafnframt tíðar úrkomur sunnan og vestan lands. Fram lil 17. júní var ríkjandi S og SV átt en oftast hæg. Síðari hlutann var og hægviðrasamt, en vindur var nú oftar við austrið en áður og oft þokur á Norður- og Austurlandi, einkum við sjóinn. Heldur var siðsprottið. Jörð var víða hart leikin eftir veturinn og jafnvel undanfarin ár. Þurrkur háði á Norður- og Austurlandi, en hlýindi vantaði sunnan og vestan til. Júli. 1 mánuðinum ríkti eindregin norðlæg átt með kulda. Veður að öðru leyti var mjög mismunandi eftir landshlutum. Á Norður- og Norðausturlandi var veðráttan verst, mjög tíðar þokur með VEÐRIÐ --- 59

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.