Fréttablaðið - 04.12.2009, Qupperneq 18
18 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Gásir við Eyjafjörð voru
helsti verslunarstaður á
Norðurlandi á miðöldum
og er staðarins víða getið
í fornritum, til dæmis
Sturlungu. Haraldur Ingi
Haraldsson er með stór-
huga hugmyndir um að
hefja Gásir til fyrri vegs og
virðingar og koma þar upp
miðaldasetri, sem enginn
ferðamaður gæti látið fram
hjá sér fara.
„Gásir voru líkast til alþjóðlegasti
staður á Íslandi í 300 ár,“ segir
Haraldur Ingi Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Gásakaupstaðar.
„Þennan stað viljum við endur-
vekja með því að setja upp mið-
aldasetur í svipuðum dúr og má
finna víða í Evrópu og hafa geng-
ið mjög vel. Við sjáum fram á að
ferðamannastraumur í Eyjafirði á
eftir að stóraukast í náinni framtíð
og ljóst að þeir ágætu viðkomustað-
ir sem þegar standa til boða ráða
ekki við þá fjölgun, það þarf fleiri
kosti og í því sambandi er menn-
ingartengd ferðaþjónusta afar
góður kostur.“
Eitt helsta aðdráttarafl miðalda-
setursins verður íslenskt miðalda-
skip, sem verður smíðað frá grunni
á Gásum með upprunalegum verk-
færum. „Við erum að leita að týnda
hlekknum, ef svo má segja,“ segir
Haraldur Ingi og hlær. „Við engum
engin skip frá miðöldum og vitum
því ekki hvernig þau litu nákvæm-
lega út. Við eigum hins vegar 19.
aldar bátinn og getum lagt út af
honum, sem og litið til erlendra
fyrirmynda, til dæmis til mið-
aldaskipa frá Fjóni. Við á Íslandi
búum sem betur fer yfir margs
konar þekkingu í sambandi við
sjósókn og nóg af verkviti, þannig
að útkoman ætti að verða nokkuð
nærri lagi.“
Haraldur Ingi segir það í sjálfu
sér ekki kosta miklu að koma fyrir-
tæki sem þessu á koppinn. Fyrst
og fremst þurfi frjóar hugmyndir.
„Af þeim höfum við sem betur fer
nóg,“ segir hann. Því er hins vegar
ekki að neita að það kostar líka fé,
en það er af skornum skammti á
Íslandi. „Það er hængurinn.
Það er klárt mál að ef ég fæ tíma
og tækifæri til að gera þetta þá á
dæmið eftir að ganga upp – ég gæti
breytt einni krónu í fjórar. En til
þess vantar mig hins vegar þessa
einu krónu. Við erum um þessar
mundir að leita að erlendu upp-
byggingarfé, en það er ljóst að við
verðum líka að fá stjórnmálamenn
og fólk í kringum okkur með í þetta
verkefni. Ef það gerist gætu Gásir
orðið gríðarleg lyftistöng og ef
allt gengur eftir gætum við opnað
strax næsta sumar.“
Haraldur Ingi leggur áherslu á
að miðaldasetrið á Gásum sé opið
verkefni. „Við erum að koma okkur
upp póstlista, sem fólk getur skráð
sig á og lagt fram hugmyndir. Það
er líka von mín að á póstlistanum
myndist hópur sem taki sig saman
og læri að sigla svona miðaldabát,
eins og við ætlum að smíða.“
Næst á dagskrá hjá Haraldi er að
leita að heppilegum efnivið í skipið
og þar sem hann leitast við að hafa
allt eins upprunalegt og hugsast
getur vill hann nota rekavið. „Við
höfum verið í sambandi við mann
fyrir austan sem safnar lerki. Eftir
áramót lítum við til hans og gáum
hvort það sé nothæft í skipið. Ef
svo reynist verður vonandi ekkert
til fyrirstöðu að hefja smíðina.“
Nánari upplýsingar um verkefnið
má finna á gasir.is.
bergsteinn@frettabladid.is
Vill reisa miðaldasetur á Gásum
Föðurbetrungar?
„Það má kannski hrósa þeim
fyrir þetta, hvað þau eru
skipulögð.“
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁR-
MÁLARÁÐHERRA DÁIST AÐ KYN-
SLÓÐINNI SEM HEFUR TEKIÐ VIÐ
AF HONUM Í MÁLÞÓFI Á ALÞINGI.
ÞESSI KYNSLÓÐ KANN Á EXCEL
OG HEFUR GERT STUNDASKRÁ UM
RÆÐURNAR.
Fréttablaðið 3. desember
Öldungadeildin bíður
„Þú verður að tala við ein-
hverja þingreyndari menn um
það en mig.“
BJARNI BENEDIKTSSON, FORMAÐUR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG FYRR-
VERANDI FORMAÐUR ALLSHERJAR-
NEFNDAR, HEFUR EKKI KYNNT SÉR
ÞINGSKAPALÖG NÆGILEGA VEL TIL
AÐ TALA UM ÞAU. HANN KOMST Á
ÞING 2003.
Fréttablaðið 3. desember
„Það er hrikalega gott að frétta, brjálað að gera
og gaman,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, markaðs-
og kynningarstjóri.
„Nú er ég að skipuleggja og halda utan um
tónleika sem við erum að halda í Salnum á
aðventunni,“ segir Elísabet sem er mjög ánægð
með hvernig tókst til við að búa til desember-
dagskrá í Salnum.
„Við vildum hafa tónleikana við allra
hæfi og ég held að það hafi tekist. Um
næstu helgi eru til dæmis Ljótu hálfvit-
arnir með fjölskyldutónleika, ótrúlega
flotta. Svo kemur Sniglabandið sem er
að gefa út jólaplötu, þeim fylgir mikil
gleði eins og allir vita. Systurnar
Ingibjörg, Þórunn og Dísella
verða hér með tónleika og
Kópavogsbúarnir Sverrir
Árnason og Jón Gunnar Biering Margeirsson
bjóða í kakó og kósíheit. Svo verða tónleikar
með Stebba Hilmars á laugardag og Megas
og Senuþjófarnir verða með útgáfutónleika
16. desember. Skemmtilegt frá því að segja
að miðaverðinu er stillt mjög í hóf, við viljum
helst að sem flestir komist á tónleika,“ segir
Elísabet sem lifir og hrærist í tónlistinni
þennan desember.
Hún segist líka komin í fínasta
jólaskap og ætli að njóta aðventunn-
ar. „Ég er búin með jólagjafakaupin,
ég lauk þeim í sumar þegar ég var í
Bandaríkjunum. Þar var ég að hjálpa
mömmu að flytja heim og notaði
tækifærið og stakk gjöfunum í gám-
inn. Ég get þar með upplýst að
pakkarnir verða ekki litlir í ár.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ELÍSABET SVEINSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI
Keypti jólagjafirnar í júlí
Algengt er að fólk ruglist á
hugtökunum „á móts við“ og „til
móts við“.
Á móts við er notað um stað-
setningu og merkir andspænis
eða gegnt, jafnvel samhliða eða
í línu við. Dæmi um slíkt er í
sögunni Flagðkonur við Þjórsá úr
Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar:
„Systir hennar bjó fyrir austan
Þjórsá, ekki er getið hvar helst,
en þó nálægt á móts við Búrfell,
því sagt er að menn hafi stund-
um heyrt þær systur kallast á.“
Til móts við er aftur á móti
notað um hreyfingu eða tilfærslu
sem merkir breytingu á afstöðu.
Sem dæmi má taka eftirfarandi
brot úr Njálu:
„„Þú skalt fara,“ segir Njáll,
„til Hlíðarenda og segja Gunnari
að hann fari til Grjótár og sendi
þaðan eftir mönnum en eg mun
fara til móts við þá er í skóginum
eru og fæla þá í braut.“
Þá er þekkt úr samningavið-
ræðum að koma þurfi til móts
við viðmælandann en ólíkt
Njáludæminu er þá átt við hug-
læga afstöðu en ekki landfræði-
lega. - mt
TUNGUTAK
Á móts við
Auglýsingasími
– Mest lesið
ÁHUGAMENN UM MIÐALDIR Haraldur
Ingi fyrir miðju, ásamt starfsbræðrum
sínum Peter Vemming Hansen og Knud
Erik Sölvad. Þeir hafa flakkað um landið
og kynnt sér íslenska súgbyrðinga.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/AN
TO
N
■ Bragðlaukarnir einir ráða ekki í
muninum sem fólk finnur á gos-
drykkjunum kóki og pepsíi, heldur
spilar hugurinn inn í líka. Löngum
hefur verið vinsælt að leggja fyrir fólk
próf þar sem
það á blindandi
að gera upp á
milli tegund-
anna. Fyrir
allnokkru skáru
þó vísindin úr um að vitneskjan um
hvað fólk innbyrðir ræður að hluta
upplifun þess af drykknum. Í Baylor
College of Medicine í Texas sást á
heilalínuriti að hugur sjálfboðaliða
brást öðruvísi við þegar þeir vissu að
þeir voru að drekka kók. Öflug mark-
aðssetning virðist því hafa víðtækari
áhrif en margan hefði grunað.
BRAGÐ AF GOSI
HUGURINN RÆÐUR FÖR
MIÐALDABÁTUR FRÁ FJÓNI Þessi bátur
er frá Miðaldasafninu á Fjóni í Dan-
mörku og gefur að sögn Haraldar Inga
ágæta hugmynd um hvernig íslenski
miðaldabáturinn hefur litið út.