Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 20
20 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Framtíð sjávarútvegs
FRÉTTASKÝRING
SVAVAR HÁVARÐSSON
svavar@frettabladid.is
Íslenskur sjávarútvegur er
sú atvinnugrein sem er í
forgrunni umræðunnar um
endurreisn. Byggt verður
á þeim grunni sem fyrir
er en getur verið að við
séum að missa af gullnum
tækifærum? Standa boðaðar
breytingar á starfsumhverfi
sjávarútvegsins í vegi fyrir
þróun innan greinarinnar?
Þetta var meðal þess sem þeir Þor-
steinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, og Sveinn Margeirs-
son, sviðsstjóri hjá Matís, ræddu
á morgunfundi um tækifæri í
íslenskum sjávarútvegi í gær. Að
fundinum stóðu Matís, AVS-sjóður
sjávarútvegsráðuneytisins og Sam-
tök fiskvinnslustöðva (SF).
Smáir í samanburði
Þorsteinn hóf sitt erindi á því að
staðsetja íslenskan sjávar útveg
með samanburði á veiðum og
vinnslu stærstu sjávarútvegs-
þjóða heims. Ísland er ekki stór-
þjóð í því samhengi hvað magn
varðar en það segir kannski lítið
um mikilvægi greinarinnar sam-
anborið við önnur lönd. Þegar litið
er til nágrannaþjóða eru Norð-
menn sú þjóð sem við berum okkur
helst saman við og þangað lítum
við þegar kemur að samkeppnis-
málum. Heildarafli þeirra á næsta
ári er helmingi meiri í þorski og
ýsu og fimmfaldur í ufsa. Þegar
kemur að uppsjávartegundum,
síld, makríl og kolmunna, er hlut-
deild Íslands innan við fimmtán
prósent. Þorsteinn sagði að þegar
tillit sé tekið til nýtingar sjávar-
fangs séu Norðmenn um fimm
sinnum stærri en Ísland hvort sem
litið er til botnfisks og laxeldis eða
uppsjávarfisks.
Fiskeldið er kapítuli út af fyrir
sig þar sem Norðmenn hyggjast
framleiða um milljón tonn af laxi
á næsta ári. Bleikjan er eldisfiskur
Íslands; þar eigum við markað-
inn sem er reyndar dvergvaxinn.
Fyrirtæki í eigu Samherja fram-
leiðir megnið af 3.000 tonna árs-
framleiðslu.
Hvað er verið að selja?
Það sem íslensk útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki eru að selja á
erlendum mörkuðum er ekki bara
fiskur. Sala sjávarafurða snýst um
gæði, sérþekkingu og afhendingar-
og matvælaöryggi. Þróunar starf
innan fyrirtækis eins og Samherja
snýst um þessa þætti að sögn Þor-
steins.
Samherji hefur unnið að þró-
unarverkefnum í þessu samhengi
með einstaklingum, fyrirtækjum
og stofnunum eins og Matís. Dæmi
um slíkt verkefni er skráning og
söfnun gagna varðandi þorskveiðar
og -vinnslu við Ísland. Markmiðið
var að setja upp bestunarlíkön
hvað varðar nýtingu, blóðmar,
holdroða, los og hringorm í þorski.
Niðurstaðan var sú að hægt var að
greina mun á gæðum fisks þegar
hann er veiddur eftir svæðum og
árstíma. Skipstjórar Samherja-
skipa fá skýrslu um síðustu veiði-
ferð en öll fiskkör eru merkt og
skráð um borð. Þegar skip landar
þá koma fram á hverju kari upp-
lýsingar um veiðisvæði, togtíma,
aflasamsetningu, hitastig sjávar
og veiðidýpi. Landvinnsla Sam-
herja nýtir sér síðan þessi gögn
daglega og kaupendur vörunnar
hafa lýst sérstakri ánægju með að
hafa aðgang að upplýsingunum,
að sögn Þorsteins. Enda er rekjan-
leiki veidds fisks eitt af því mikil-
vægasta í vinnslu sjávarfangs í
dag. Upplýsingarnar eru sem sagt
nýttar til að hámarka verðmæti
leyfilegs afla með veiðistýringu á
Íslandsmiðum.
Samkeppnin
Stærsta fyrirtæki Noregs í veiðum
og vinnslu er Aker Seafoods. Þor-
steinn sagði frá því hvernig Sam-
herji opnaði fyrir þessum stærsta
samkeppnisaðila sínum leið að upp-
lýsingum um vinnslu og markaðs-
starf fyrirtækisins. „Svo kom að
þeir tóku upp okkar vinnslu aðferðir
og keyptu tæki af íslenskum fyrir-
tækjum sem voru sett upp af Íslend-
ingum,“ sagði Þorsteinn. Ástæða
þess að upplýsingarnar voru gerð-
ar aðgengilegar var samvinna við
íslensk iðnfyrirtæki, eins og Marel,
og sú stefna fyrirtækisins að styðja
við þau eins og mögulegt er.
Möguleikar
Þorsteinn sagði að allt starf Sam-
herja snerist um eitt hugtak: Stöðug-
leika. Hann byrjaði hins vegar
erindið á því að segja að það yrði
að viðurkennast „að miðað við það
pólitíska ástand sem nú ríkir hér á
landi er erfitt að tala um tækifær-
in í íslenskum sjávarútvegi“. Hann
vék að því að samstarf þeirra sem
starfa í norskum sjávarútvegi við
stjórnmála- og embættismenn
væru með öðrum hætti en hér. Það
sæist best á því að framkvæmda-
stjóri stórs fiskvinnslufyrirtækis,
Lisbeth Berg Hansen, hefði nýlega
tekið við embætti sjávarútvegsráð-
herra. „Þannig að Norðmenn leggja
mikla rækt við það að halda tengsl-
um inn í greinina. Ég tel það ólík-
legt að Jóhanna bæði mig um að
taka við stjórn sjávarútvegsmála.“
Með þessari vísan í hugmynd-
ir um fyrningarleið stjórnvalda
á aflaheimildum og takmörkun-
um á útflutningi sjávarafurða vék
Þorsteinn stuttlega að hugsanlegri
Evrópusambandsaðild. Af reynslu,
en Samherji starfar víða innan
ESB, sagði hann eitt standa upp
úr. Samskiptin við stjórnvöld væru
meiri og betri en hér heima. „Hér
erum við yfirleitt hundsaðir og
fáir tilbúnir til að hlusta. Fólk sem
getur ekki talað við landa sína, og
gefur lítið fyrir flesta sem starfa í
sjávar útvegi, mun engin áhrif hafa
í Evrópu sambandi. Það er ótrúlegt
ofmat að það sé hægt.“
Tvöföldum verðmætin
Sveinn kallaði erindi sitt „Tvö-
földum verðmætin“. Þungamiðjan
í máli hans var verðmætaaukning
með fullvinnslu hér á landi sem
hann rökstuddi með dæmum. Hrá-
efnið sem hér fellur til er takmörk-
uð auðlind og því nauðsynlegt að
nýta það sem best og skapa úr því
sem mest verðmæti.
Eitt dæmi sagði flest sem segja
þarf, þó að skýrt hafi komið fram
í máli Sveins að málið sé fjarri því
einfalt. Hann sagði, gróft reiknað,
að með því að flytja út óunna ýsu
með sama hætti og er gert í dag
lækju út úr landinu rúmlega tveir
milljarðar króna á ári. Þar miðaði
hann við landfryst flök. Reikna
mætti áfram með tilliti til annarra
tegunda og þá hækkaði þessi tala
hratt.
Auðvitað verður að slá þann var-
nagla að útfluttur ferskur fisk-
ur selst á ævintýralegu verði á
erlendum fiskmörkuðum um þess-
ar mundir.
Verðmætaaukning flakafram-
leiðslu, samanborið við útflutning
á slægðum fiski, þarf líka að skoða
í tilliti til þess að fjölmörg störf
skapast við fullvinnslu, í þjónustu-
greinum, hjá flutningafyrirtækjum
auk iðnaðarfyrirtækja.
Lega landsins hefur oft verið
talin í vegi fyrir fullvinnslu. Margt
bendir til þess að það eigi ekki við.
Fyrst hægt er að flytja út ferskan
fisk ætti engin fyrirstaða að vera
til útflutnings á fullunninni vöru.
Tollar standa heldur ekki í veg-
inum. Þeir eru til dæmis engir á
fiski í raspi eða deigi sem er vara
sem er keypt í þúsunda tonna vís á
Evrópumarkaði.
Við höfum þetta allt
Sveinn sagði að tugir hugtaka væru
notaðir í markaðssetningu á fisk-
meti. Öll næðu hugtökin yfir kröfur
neytenda sem íslensk vara stæð-
ist nú þegar eða Íslendingar gætu
nýtt sér án fyrirhafnar. Ísland gæti
einnig náð miklum árangri með að
nýta ímynd landsins. Við borðum
mikinn fisk og erum heilbrigðari
en flestir Evrópubúar.
Endahnútinn hnýtti Sveinn með
því að spyrja hvort matvælafram-
leiðsla væri ekki raunverulega stór-
iðja Íslands. „Við nýtum okkar hrá-
efni, þekkingu, ímynd og orku til
að búa til hágæða vöru.“ Af hverju
vinnum við ekki meira úr hráefninu
hér í stað þess að senda stóran hluta
þess til vinnslu í matvælaverk-
smiðjum erlendis?
Takmarkalaus tækifæri í sjávarútvegi?
Í HÖFN Lengi hefur verið tekist á um hvaða veiðiaðferð, og þá um leið hvaða útgerðarform, skilar besta hráefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Landvinnsla Samherja á Dalvík er ein
sú fullkomnasta í heimi. Þar starfa
um hundrað starfsmenn að staðaldri
en alls 150 manns vinna þar núna. Í
gegnum húsið fara tíu til ellefu þús-
und tonn af þorski og ýsu á hverju
ári. Það þekkist ekki að húsið stoppi
vegna hráefnisskorts enda er verið
að framleiða hágæðavöru til stærstu
smásölufyrirtækja með fiskmeti í
Evrópu.
Veiðum og vinnslu er stýrt með
það að markmiði að gæðin séu ávallt
framúrskarandi. Í október og fram í
miðjan nóvember heimsóttu sjö af
viðskiptavinum vinnslu Samherja
og þeirra á meðal fulltrúar frá Marks
& Spencer, Tesco, ASDA, Correfour,
Picard, Auchan og Demalt. Fyrir þá
sem ekki þekkja til ráða þessi fyrir-
tæki stórum hluta smásölumarkaðar
í Evrópu.
Þessar keðjur eru mjög kröfuharðir
kaupendur og því fer mikill tími
hjá starfsmönnum Samherja í að
sinna þeim. Erindi þeirra er að taka
út vinnsluna í ljósi gæða. Fulltrúar
Marks & Spencer gáfu húsinu þá
einkunn í heimsókn þeirra á þessu
ári að það væri það besta sinnar
tegundar sem þeir hefðu heimsótt.
DÆMI UM ÞAÐ BESTA Í HEIMI
LANDVINNSLA Um 150 manns á Dalvík vinna í landvinnslu Samherja á Dalvík.
M
YN
D
/S
A
M
H
ER
JI
Þín undirskrift skiptir máli!
Farðu á www.isci.is
Mænan er ráðgáta –
en saman getum við leyst hana.
Skrifum öll undir samnorræna áskorun
til WHO um að láta til sín taka.
Norðurlöndin skora á WHO!