Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 24
24 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Til stendur að leggja fram stjórnarfrumvarp á Alþingi sem felur í sér að innlendar innstæður verði tryggðar upp að vissu marki. Neyðar- lögin tryggja allar innstæð- ur að fullu. Frumvarpið getur hvatt til áhættudreif- ingar. Full ábyrgð á innlendum innstæð- um í bönkum hér mun falla niður í framtíðinni og mun Trygginga- sjóður innstæðueigenda tryggja innlendar bankainnstæður upp að fimmtíu þúsund evrum að hámarki, nái stjórnarfrumvarp Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fram að ganga. Þetta jafngildir 9,2 milljónum króna á núvirði. Breytingin er í samræmi við nýlega tilskipun Evrópusam- bandsins (ESB) um þak á trygg- ingum innstæðna sem verið er að innleiða. Með neyðarlögunum sem sett voru í fyrra ábyrgðist ríkið allar innstæður að fullu. Ábyrgð ríkis- ins sem neyðarlögin kveða á um fellur þó ekki sjálfkrafa niður þótt frumvarpið verði að lögum. Frem- ur er horft til þess að frumvarpið búi til ramma utan um Trygginga- sjóðinn og geri hann starfhæfan á ný. Þegar lög um innstæðutrygg- ingar samkvæmt neyðarlögun- um falla niður í ófyrirséðri fram- tíð taka nýju lögin gildi, að sögn Benedikts Stefánssonar, aðstoð- armanns efnahags- og viðskipta- ráðherra. Þingmenn hafa þegar fengið frumvarpið í hendur og er stefnt að það fari í gegnum þingið fyrir jólafrí þeirra 17. desember næst- komandi. Viðmælendur Fréttablaðsins segja þakið geta haft jákvæð áhrif á efnahagslífið. Í stað þess að inn- stæður í bankakerfinu bólgni út muni fjárfestar sjá hag í að dreifa áhættunni á fleiri fjárfestingar- kosti. Sem dæmi kunni í kring- um sjötíu prósent innstæðna leita í aðrar fjárfestingar, svo sem í ríkis- og hlutabréf. Þegar vaxta- stig hér lækki megi gera ráð fyrir að fjármagnið leiti í auknum mæli út í atvinnulífið, sem muni taka við sér á ný. jonab@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 10 Velta: 27 milljónir OMX ÍSLAND 6 6.789 -0,26% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN ICELANDAIR G. -2,56% ÖSSUR -0,37% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00 +0,00% ... Bakkavör 1,70 +0,00% ... Føroya Banki 132,00 +0,00% ... Icelandair Group 3,80 -2,56% ... Marel 63,40 +0,00% ... Össur 134,50 -0,37% Ekki er útilokað að verð á gulli fari í átta þúsund dali á næstu sex árum. Þetta fullyrðir bandaríski fjárfestirinn og fjármálasérfræðingurinn James Turk. Hann vísar til þess að í skugga himinhárrar verðbólgu og lágs gengis Bandaríkjadals verði gull eina örugga fjárfestingin. Bandaríski netmiðillinn The Street hefur eftir Turk að bandaríska Dow Jones- hlutabréfavísitalan og verð á hverja únsu af gulli hafi haldist í hendur allt frá því á þriðja áratug síðustu aldar. Turk bætir því við að þótt samband sé á milli gullverðs og verðbólgu skýri aðrir þættir sveifluna, svo sem skortur á málminum gyllta á mörkuðum upp á síðkastið. Þá hafi fjármálakreppan sett strik í reikninginn og slitið sam- bandið á milli vísitölunnar og verðsins. Gullverð hefur hækkað um tæp fjörutíu prósent á árinu og slegið nýtt met svo að segja á hverjum degi. Um miðjan dag í gær snerti það methæðir á ný þegar verðið fór í 1.227 dali á únsu. Dow Jones-vísitalan stendur hins vegar í rúmum tíu þúsund stigum. - jab Gullverð í átta þús- und dali eftir sex ár Evrópski seðlabankinn steig í gær fyrstu skrefin í þá átt að draga úr kaupum á skuldabréfum banka og fjármálafyrirtækja og lánum til þeirra til að létta þeim fyrirtækjum róðurinn sem lent hafa í fjárhags- kröggum í kreppunni. Byrjað verður að draga úr aðgerðunum eftir slétta viku. Evrópski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í einu prósenti á vaxtaákvörðunarfundi sínum í gær. Útlit er fyrir að heildarlánveiting- ar bankans nemi 150 milljörðum evra, jafnvirði rúmra átján þúsund milljarða króna, í þessum mánuði. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum að þeir óttist að seðlabankinn snúi baki við viðkvæmum fjármálafyrirtækjum á ögurstund. Bankinn megi því ekki kippa að sér höndum of hratt. Efnahagsbati og aukinn kaup- máttur innan aðildarríkja Evrópu- sambandsins á þriðja ársfjórðungi skýrir aðgerðir seðlabankans. Megi vænta þess að aðildarríki ESB haldi áfram að stíga upp úr kreppunni á þessum fjórðungi, að sögn Jean- Claude Trichet seðlabankastjóra. Dregur úr stuðningi við bankana Þak sett á innlendar innstæður í bönkunum GYLFI MAGNÚSSON Tryggingasjóður innstæðueigenda mun ábyrgjast fimmtíu þúsund evra inneign að hámarki hér, nái stjórnarfrumvarp efnahags- og við- skiptaráðherra fram að ganga. Ábyrgð ríkisins á innstæðum fellur hins vegar ekki niður í allra nánustu framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þrátt fyrir nýlega tilskipun ESB um þak á tryggingar á innstæðum í bönkum eru þær misjafnar. Þakið hljóðaði áður upp á 20.300 evrur á hvern reikning. Írar tryggja innstæður að fullu líkt og hér. Innstæðutrygging Hollendinga hljóðar hins vegar upp á hundrað þúsund evrur. Þá tryggja Bretar innstæður upp að fimmtíu þúsund pund að hámarki. MISMUNANDI TRYGGINGAR Gönguskór á jólatilboði HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Lánshæfismat sex fyrirtækja og fjög- urra banka í Dubai var fært niður í rusl- bréfaflokk í nýju mati alþjóðlega mats- fyrirtækisins Standard & Poor’s, sem birt var í gær. Fyrirtækin eru öll í eigu konung- dæmisins með einum eða öðrum hætti og tengjast því óbeint fyrirtækjasam- stæðunni Dubai World og dótturfyrir- tækjum þess, sem leitaði eftir greiðslu- fresti á lánum sínum í síðustu viku. Á meðal fyrirtækjanna eru DP World, sem rekur hafnir víða, fjárfestingar- félagið DIFC Investments, frísvæð- ið Jebel Ali Free Zone auk tveggja eigna sem heyra undir fasteigna- félagið Emaar Properties. Lánshæfis- mat Emaars var sömuleiðis fært niður í ruslbréfaflokkinn. Bankarnir fjórir eru helstu kröfuhafar fyrirtækjasam- stæðunnar Dubai World og tengdra fyrir tækja og var lánshæfismat þeirra því lækkað. Mat Dubai World var hins vegar látið óhreyft að sinni. Nokkurs titrings hefur gætt á hluta- bréfamörkuðum vegna slæmrar skulda- stöðu Dubai World en erlendar skuldir félagsins nema í kringum sextíu millj- örðum dala, jafnvirði sjö þúsund millj- arða króna. Þótt fyrirtækin séu öll í eigu konungsdæmisins með einum eða öðrum hætti hefur ríkið ekki viljað gangast í ábyrðir fyrir skuldum þeirra og því hætt við að lánardrottnar fái lítið sem ekkert upp í kröfur fari fyrirtækin á hliðina. Til stóð að seðlabankinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum gerði Dubai greiða um síðustu helgi og gengist í ábyrgðir fyrir skuldunum. Af því varð hins vegar ekki, að sögn BBC. - jab HÖFNIN Í DUBAI Fyrirtæki í eigu konugsdæmis- ins í Dubai hafa síðustu ár staðið fyrir ævintýra- legri uppbyggingu í eyðimörkinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Mjög hefur þrengt að konungsríki eftir lækkun lánshæfismats fyrirtækja þar: Dubai komið í ruslflokk Heildarvelta á skuldabréfamark- aði nam 19,8 milljörðum króna í gær og lækkaði ávöxtunarkrafa allra flokka. Hagfræðideild Nýja Landsbankans (NBI) segir í Hag- sjá sinni í gær ástæðuna mega rekja til titrings á markaðnum vegna stjórnarfrumvarpsins um innstæðutryggingar. Mestur hluti af veltunni, eða 19,4 milljarðar króna, var með ríkis- og íbúðabréf en ávöxtunar- krafa þeirra lækkaði um allt að 48 punkta. Í Hagsjánni segir að fjárfestar hafi skotið yfir markið og megi því búast við einhverri leiðréttingu í dag. Deildin áletur hins vegar ríkis stjórnina fyrir að leggja fram frumvarp um svo mikilvægt mál án þess að ítreka yfirlýsingu sína. Þá kemur fram að frumvarpið kunni að hafa áhrif á val fjárfesta og innstæðueigenda á fjárfestingar- kostum, og jafnvel haft neikvæð áhrif á fjármögnun fjármálastofn- ana þar sem þær eru við núverandi aðstæður að mestu fjármagnaðar af innlánum. - jab LANDSBANKINN Ávöxtunarkrafa allra skuldabréfaflokka lækkaði í dag vegna titrings á markaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Titringur á markaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.