Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 24
24 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
Til stendur að leggja fram
stjórnarfrumvarp á Alþingi
sem felur í sér að innlendar
innstæður verði tryggðar
upp að vissu marki. Neyðar-
lögin tryggja allar innstæð-
ur að fullu. Frumvarpið
getur hvatt til áhættudreif-
ingar.
Full ábyrgð á innlendum innstæð-
um í bönkum hér mun falla niður
í framtíðinni og mun Trygginga-
sjóður innstæðueigenda tryggja
innlendar bankainnstæður upp
að fimmtíu þúsund evrum að
hámarki, nái stjórnarfrumvarp
Gylfa Magnússonar, efnahags- og
viðskiptaráðherra, fram að ganga.
Þetta jafngildir 9,2 milljónum
króna á núvirði.
Breytingin er í samræmi við
nýlega tilskipun Evrópusam-
bandsins (ESB) um þak á trygg-
ingum innstæðna sem verið er að
innleiða.
Með neyðarlögunum sem sett
voru í fyrra ábyrgðist ríkið allar
innstæður að fullu. Ábyrgð ríkis-
ins sem neyðarlögin kveða á um
fellur þó ekki sjálfkrafa niður þótt
frumvarpið verði að lögum. Frem-
ur er horft til þess að frumvarpið
búi til ramma utan um Trygginga-
sjóðinn og geri hann starfhæfan á
ný. Þegar lög um innstæðutrygg-
ingar samkvæmt neyðarlögun-
um falla niður í ófyrirséðri fram-
tíð taka nýju lögin gildi, að sögn
Benedikts Stefánssonar, aðstoð-
armanns efnahags- og viðskipta-
ráðherra.
Þingmenn hafa þegar fengið
frumvarpið í hendur og er stefnt
að það fari í gegnum þingið fyrir
jólafrí þeirra 17. desember næst-
komandi.
Viðmælendur Fréttablaðsins
segja þakið geta haft jákvæð áhrif
á efnahagslífið. Í stað þess að inn-
stæður í bankakerfinu bólgni út
muni fjárfestar sjá hag í að dreifa
áhættunni á fleiri fjárfestingar-
kosti. Sem dæmi kunni í kring-
um sjötíu prósent innstæðna leita
í aðrar fjárfestingar, svo sem í
ríkis- og hlutabréf. Þegar vaxta-
stig hér lækki megi gera ráð fyrir
að fjármagnið leiti í auknum mæli
út í atvinnulífið, sem muni taka
við sér á ný. jonab@frettabladid.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 10 Velta: 27 milljónir
OMX ÍSLAND 6
6.789 -0,26%
MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN
ICELANDAIR G. -2,56%
ÖSSUR -0,37%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00
+0,00% ... Bakkavör 1,70 +0,00% ... Føroya Banki 132,00 +0,00% ...
Icelandair Group 3,80 -2,56% ... Marel 63,40 +0,00% ... Össur 134,50
-0,37%
Ekki er útilokað að verð á gulli fari í átta þúsund dali á næstu
sex árum. Þetta fullyrðir bandaríski fjárfestirinn og
fjármálasérfræðingurinn James Turk. Hann
vísar til þess að í skugga himinhárrar
verðbólgu og lágs gengis Bandaríkjadals
verði gull eina örugga fjárfestingin.
Bandaríski netmiðillinn The Street
hefur eftir Turk að bandaríska Dow Jones-
hlutabréfavísitalan og verð á hverja únsu
af gulli hafi haldist í hendur allt frá því á
þriðja áratug síðustu aldar.
Turk bætir því við að þótt samband sé á
milli gullverðs og verðbólgu skýri aðrir
þættir sveifluna, svo sem skortur á
málminum gyllta á mörkuðum upp á
síðkastið. Þá hafi fjármálakreppan
sett strik í reikninginn og slitið sam-
bandið á milli vísitölunnar og verðsins.
Gullverð hefur hækkað um tæp fjörutíu
prósent á árinu og slegið nýtt met svo að segja
á hverjum degi. Um miðjan dag í gær snerti
það methæðir á ný þegar verðið fór í 1.227
dali á únsu. Dow Jones-vísitalan stendur hins
vegar í rúmum tíu þúsund stigum. - jab
Gullverð í átta þús-
und dali eftir sex ár
Evrópski seðlabankinn steig í gær
fyrstu skrefin í þá átt að draga úr
kaupum á skuldabréfum banka
og fjármálafyrirtækja og lánum til
þeirra til að létta þeim fyrirtækjum
róðurinn sem lent hafa í fjárhags-
kröggum í kreppunni. Byrjað verður
að draga úr aðgerðunum eftir
slétta viku. Evrópski seðlabankinn
hélt stýrivöxtum óbreyttum í einu
prósenti á vaxtaákvörðunarfundi
sínum í gær.
Útlit er fyrir að heildarlánveiting-
ar bankans nemi 150 milljörðum
evra, jafnvirði rúmra átján þúsund
milljarða króna, í þessum mánuði.
Bloomberg-fréttastofan hefur
eftir fjármálasérfræðingum að þeir
óttist að seðlabankinn snúi baki við
viðkvæmum fjármálafyrirtækjum á
ögurstund. Bankinn megi því ekki
kippa að sér höndum of hratt.
Efnahagsbati og aukinn kaup-
máttur innan aðildarríkja Evrópu-
sambandsins á þriðja ársfjórðungi
skýrir aðgerðir seðlabankans. Megi
vænta þess að aðildarríki ESB haldi
áfram að stíga upp úr kreppunni á
þessum fjórðungi, að sögn Jean-
Claude Trichet seðlabankastjóra.
Dregur úr stuðningi við bankana Þak sett á innlendar
innstæður í bönkunum
GYLFI MAGNÚSSON Tryggingasjóður innstæðueigenda mun ábyrgjast fimmtíu
þúsund evra inneign að hámarki hér, nái stjórnarfrumvarp efnahags- og við-
skiptaráðherra fram að ganga. Ábyrgð ríkisins á innstæðum fellur hins vegar ekki
niður í allra nánustu framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þrátt fyrir nýlega tilskipun ESB um þak á tryggingar á innstæðum í bönkum
eru þær misjafnar. Þakið hljóðaði áður upp á 20.300 evrur á hvern reikning.
Írar tryggja innstæður að fullu líkt og hér. Innstæðutrygging Hollendinga
hljóðar hins vegar upp á hundrað þúsund evrur. Þá tryggja Bretar innstæður
upp að fimmtíu þúsund pund að hámarki.
MISMUNANDI TRYGGINGAR
Gönguskór á jólatilboði
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Lánshæfismat sex fyrirtækja og fjög-
urra banka í Dubai var fært niður í rusl-
bréfaflokk í nýju mati alþjóðlega mats-
fyrirtækisins Standard & Poor’s, sem
birt var í gær.
Fyrirtækin eru öll í eigu konung-
dæmisins með einum eða öðrum hætti
og tengjast því óbeint fyrirtækjasam-
stæðunni Dubai World og dótturfyrir-
tækjum þess, sem leitaði eftir greiðslu-
fresti á lánum sínum í síðustu viku.
Á meðal fyrirtækjanna eru DP World,
sem rekur hafnir víða, fjárfestingar-
félagið DIFC Investments, frísvæð-
ið Jebel Ali Free Zone auk tveggja
eigna sem heyra undir fasteigna-
félagið Emaar Properties. Lánshæfis-
mat Emaars var sömuleiðis fært niður
í ruslbréfaflokkinn. Bankarnir fjórir
eru helstu kröfuhafar fyrirtækjasam-
stæðunnar Dubai World og tengdra
fyrir tækja og var lánshæfismat þeirra
því lækkað. Mat Dubai World var hins
vegar látið óhreyft að sinni.
Nokkurs titrings hefur gætt á hluta-
bréfamörkuðum vegna slæmrar skulda-
stöðu Dubai World en erlendar skuldir
félagsins nema í kringum sextíu millj-
örðum dala, jafnvirði sjö þúsund millj-
arða króna. Þótt fyrirtækin séu öll í eigu
konungsdæmisins með einum eða öðrum
hætti hefur ríkið ekki viljað gangast í
ábyrðir fyrir skuldum þeirra og því hætt
við að lánardrottnar fái lítið sem ekkert
upp í kröfur fari fyrirtækin á hliðina.
Til stóð að seðlabankinn í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum gerði Dubai
greiða um síðustu helgi og gengist í
ábyrgðir fyrir skuldunum. Af því varð
hins vegar ekki, að sögn BBC. - jab
HÖFNIN Í DUBAI Fyrirtæki í eigu konugsdæmis-
ins í Dubai hafa síðustu ár staðið fyrir ævintýra-
legri uppbyggingu í eyðimörkinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Mjög hefur þrengt að konungsríki eftir lækkun lánshæfismats fyrirtækja þar:
Dubai komið í ruslflokk
Heildarvelta á skuldabréfamark-
aði nam 19,8 milljörðum króna í
gær og lækkaði ávöxtunarkrafa
allra flokka. Hagfræðideild Nýja
Landsbankans (NBI) segir í Hag-
sjá sinni í gær ástæðuna mega
rekja til titrings á markaðnum
vegna stjórnarfrumvarpsins um
innstæðutryggingar.
Mestur hluti af veltunni, eða
19,4 milljarðar króna, var með
ríkis- og íbúðabréf en ávöxtunar-
krafa þeirra lækkaði um allt að 48
punkta.
Í Hagsjánni segir að fjárfestar
hafi skotið yfir markið og megi því
búast við einhverri leiðréttingu í
dag. Deildin áletur hins vegar
ríkis stjórnina fyrir að leggja fram
frumvarp um svo mikilvægt mál
án þess að ítreka yfirlýsingu sína.
Þá kemur fram að frumvarpið
kunni að hafa áhrif á val fjárfesta
og innstæðueigenda á fjárfestingar-
kostum, og jafnvel haft neikvæð
áhrif á fjármögnun fjármálastofn-
ana þar sem þær eru við núverandi
aðstæður að mestu fjármagnaðar
af innlánum. - jab
LANDSBANKINN Ávöxtunarkrafa allra
skuldabréfaflokka lækkaði í dag vegna
titrings á markaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Titringur á markaði