Fréttablaðið - 04.12.2009, Qupperneq 32
32 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
um fæðingarorlof
Áform um skerðingu fæðingar-orlofs minna á hugsunarhátt
„góðærisins“ þegar það þótti við
hæfi að lifa lífinu eins og enginn
væri morgundagurinn. Nú á að
spara við umönnun ungra barna
og vona það besta. Eða bara taka
afleiðingunum seinna.
Það kann að virðast smáatriði
hvort ungbörn dvelji mánuði
lengur eða skemur í umönnun
foreldra sinna, sérstaklega ef
gengið er út frá þeirri grillu
að nóg sé að sinna líkamlegum
þörfum barna og passa að þau
fari sér ekki að voða. En slíkur
hugsunarháttur er ekki eingöngu
forneskjulegur heldur beinlínis
skaðlegur börnum. Ung börn eru
jafn háð tilfinningalegri teng-
ingu við sína nánustu og líkam-
legri næringu. Hvers vegna?
Þegar barn fæðist er heili þess
afar vanþroskaður og tauga-
brautir ómótaðar. Það er samt
ekki nóg að bíða eftir að heilinn
þroskist því það gerist ekki af
sjálfu sér. Hvernig hann þrosk-
ast er háð aðstæðum og reynslu
hvers og eins og hann er aldrei
jafn auðmótanlegur og fyrstu
mánuði og ár ævinnar. Jákvæð
samskipti og vellíðan stuðla að
tengingum á milli taugafrumna
í þeim hluta heilans sem sér um
getu barnsins til sjálfstjórnar og
flókinna félagslegra samskipta
þegar fram líða stundir. Aftur
á móti getur skaðleg streita, t.d.
vegna ónærgætinnar umönnunar
eða aðskilnaðar frá þeirra nán-
ustu, veikt tengingar á milli
taugabrauta, dregið úr vexti heil-
ans og veikt ónæmiskerfið.
Vegna þess
að ungt barn
get u r ek k i
sjálft stjórnað
l íða n s i n n i
verða foreldrar
eða aðrir sem
þekkja það vel
að grípa inn í
til að hamla
streitu þess. Við
það eitt að barn
sé huggað eða
dregið sé úr kvíða þess er streitu
þess haldið innan viðráðan legra
marka og stutt er við viðkvæmt
ónæmiskerfið. Á sama tíma er
vöxtur örvaður í þeim hluta heil-
ans sem hugsar um tilfinningar,
hefur taumhald á hvötum og
ræður færni í félagslegum sam-
skiptum. Ef þörfum barns er
ekki sinnt getur orðið röskun á
líffræðilegum og sálrænum við-
brögðum sem geta haft áhrif til
lengri jafnt sem skemmri tíma.
Fái ung börn ekki áreiðanlega
svörun er hætt við að sjálfsmynd
þeirra verði neikvæð, þau læri
ekki að þekkja tilfinningar sínar,
þrói ekki með sér hæfileika til að
setja sig í spor annarra og virði
þar af leiðandi hvorki reglur né
mörk samfélagsins.
En geta ekki aðrir en foreldrar
brugðist nægilega vel við barni?
Jú, að sjálfsögðu. En ástæða þess
að foreldrarnir eru að öllu jöfnu
best til þess fallnir fyrstu mán-
uði og ár er að þeir þekkja barnið
sitt betur en nokkur annar. Þess
vegna eru þeir best til þess
fallnir að draga úr streitu barns-
ins og veita því mesta öryggis-
kennd.
Auk þess er væntumþykja
sterkasta aflið sem fær eina
manneskju til að bregðast við
annarri. Eðli málsins samkvæmt
geta t.d. starfsmenn á leikskólum
ekki bundist öllum börnunum
sem þeir sinna viðlíka tilfinn-
ingaböndum og foreldrarnir.
Þeir þurfa að sinna mörgum
börnum, yfirleitt allt of mörg-
um, starfsmenn koma og fara og
þess vegna gefst oft lítið færi á
nánum kynnum. Auðvitað þurfa
fleiri að koma að umönnun barna
en þeir sem beinlínis elska þau
en þarna skiptir tíminn máli. Því
yngra sem barnið er, þeim mun
meiri þörf hefur það fyrir mann-
eskju sem er tengd því, sem bók-
staflega finnur til með því og
leggur sig fram um að tempra
líðan þess jafnt og þétt. Þess
vegna skiptir máli hvort barn er
skilið frá foreldrum sínum nokk-
urra mánaða eða nokkurra ára
gamalt, í fjórar klukkustundir á
dag eða níu, þrjá daga vikunnar
eða fimm.
Við höfum allt of lengi ætlað
ungum börnum meira sjálfstæði
og þroska en forsendur eru til.
Þetta kemur ekki eingöngu niður
á börnum og foreldrum þeirra
heldur einnig samfélaginu, sem
ber þungan kostnað vegna heilsu-
og hegðunarvanda barna og ung-
menna.
Ráðamönnum er sannarlega
vandi á höndum við niðurskurð í
viðkvæmum málaflokkum en það
er alvarleg skammsýni að skera
umönnun ungra barna við nögl,
að ekki sé minnst á þá firru að
ætla börnum einstæðra mæðra
minni tíma með foreldri sínu.
Nær væri að leita allra leiða til
að efla tengsl foreldra og ungra
barna og hlúa alveg sérstaklega
að einstæðum foreldrum. Þannig
gætum við, til lengri tíma litið,
sparað margar krónur.
Höfundur er sálgreinir.
Mánuður í lífi barns
SÆUNN
KJARTANSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Ásgerður Th. Björns-
dóttir skrifar um áfeng-
is- og vímuvarnarmál
Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefna-
vandann (SÁÁ) sjá fram á
mikinn niðurskurð í starf-
semi sinni á nýju ári. Rík-
isstjórnin hefur lagt til í frumvarpi
til fjárlaga að árleg útgjöld til sam-
takanna verði lækkuð umtalsvert
þrátt fyrir að í janúar á síðasta
ári hafi verið gerður fjögurra ára
samningur milli ríkisvaldsins og
SÁÁ.
SÁÁ hefur þegar skorið mikið
niður og hagrætt í rekstri sínum á
undanförnum misserum meðal ann-
ars með sameiningu sviða og lækk-
un launa- og almenns kostnaðar.
Sjúkrastofnanir SÁÁ eru nú reknar
með lágmarksmannafla án þess þó
að þjónustan hafi verið skert. Þær
niðurskurðartillögur sem nú liggja
fyrir koma til með að hafa alvar-
legar afleiðingar fyrir þá sjúklinga
sem hafa mikla þörf fyrir þjónustu
SÁÁ. Þannig er fyrirsjáanlegt að
loka þurfi deildum, annaðhvort að
Staðarfelli á Vesturlandi og göngu-
deildinni á Akureyri eða með því að
fækka innlögnum á Vog um 500 á
ári og leggja jafnframt niður ungl-
ingadeildina á Vogi. Þetta eru afar
slæmir kostir en óhjákvæmilegir
verði af boðuðum niðurskurði.
Aukið álag á sjúkrahúsum
Fækkun innlagna á Vog mun óhjá-
kvæmilega auka álag á bráða-
þjónustu stóru sjúkrahúsanna
og einnig munu sjúkradeildir
þeirra þurfa að taka á móti fleiri
sjúklingum til innlagna. Eins ber
að hafa í huga að fólk undir
áhrifum áfengis eða fíkni-
efna lendir oft í slysum sem
meðhöndla þarf á bráða-
móttökum. Þessir sjúkling-
ar eru því mjög dýrir fyrir
heilbrigðis kerfið fái þeir
ekki við eigandi úrræði.
SÁÁ veitir meðferðir fyrir
alkóhólista á mjög ódýran
hátt og með því að halda
þeim frá neyslu er hægt að
lágmarka kostnaðarsamar afleið-
ingar neyslunnar. Kostnaður við
niðurskurð í rekstri SÁÁ gæti
þannig kostað tífalt meira á öðrum
stöðum í kerfinu auk þess sem
sjúklingarnir taka þjónustu frá
öðrum sjúklingum sem sinna þarf
á sjúkrahúsunum.
Skorum á alþingismenn
Oft er sagt að hver veikur alkóhól-
isti hafi neikvæð áhrif á andlega
heilsu tuttugu annarra einstaklinga.
Öflugasta forvörnin er hins vegar
að ná ungmennum út úr fíkn sinni
svo þau verði edrú því heilbrigt
líferni hefur jákvæð áhrif á aðra.
Það er því gríðarlega mikilvægt að
veikir alkóhólistar fái meðferð og
geti tekið þátt í samfélaginu á heil-
brigðan hátt. Á vefsíðu SÁÁ, saa.
is, fer nú fram undir skriftasöfnun,
þar sem skorað er á alþingismenn
að standa vörð um veika alkóhól-
ista og endurskoða niðurskurð á
útgjöldum til SÁÁ. Öll getum við
haft áhrif og því er mikil vægt að
sem flestir skrái nafn sitt á undir-
skriftalistann og leggi þannig sitt
af mörkum í mikilvægri baráttu
við vímuefnavandann, sem snert-
ir nánast hverja einustu fjölskyldu
í landinu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
fjármálasviðs SÁÁ.
Fækka þarf innlögnum
á Vog um 500 á ári
ÁSGERÐUR TH.
BJÖRNSDÓTTIR