Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 55

Fréttablaðið - 04.12.2009, Síða 55
3 Lilja Katrín þarf sko ekkert að föndra fyrir þessi jól því hún er með jólakúlu í maganum. „Já, þetta er dýrmætasta jólaskraut sem ég hef nokkurn tíma átt,“ segir Lilja, sem á að eignast sitt fyrsta barn milli jóla og nýárs. Hún situr samt alls ekki auðum höndum og bíður eftir barninu sínu heldur er hún í fullu starfi sem blaðamaður á DV og hefur nú tekist á hendur að leika einn mesta kvenskörung Íslandssögunnar, nefnilega hana Grýlu. „Þessi ein- leikur var settur upp í fyrra líka og heitir Let‘s talk Christmas. Þá fór Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir með hlutverk Grýlu og við skipt- um því með okkur núna. Þar segir hin undurfagra Grýla frá jólunum á Íslandi með því að skoða daga- tal sem samanstendur af tuttugu og fjórum kössum og ofan í þeim öllum er eitthvað séríslenskt og jólalegt, hangikjöt, jólakötturinn og fleira,“ segir Lilja og bætir við að þarna sé kjörið tækifæri til að sjá hvað jólahefðir okkar Íslend- inga eru skrýtnar. „Til dæmis allar þessar hryllingssögur sem við erum búin að búa til í kring- um jólin. Og af hverju verða allir að borða grænar baunir í ómældu magni á jólunum?“ Verkið var frumsýnt 4. desem- ber og leikið er á ensku. Það er sýnt á Resturant Reykjavík og hægt er að nálgast miða þar. Þar er önnur sýning í gangi líka sem heitir Let‘s talk local og þeir sem koma á báðar sýningarnar fá afslátt af miðaverði á aðra sýn- inguna. Svo fá sýningargestir að smakka ýmsa íslenska jólarétti, hangikjöt, laufabrauð og jólaöl að ógleymdum grænu baununum. „Þessi sýning er alls ekki bara fyrir ferðamenn heldur er kjörið að fara með erlenda gesti á hana og líka bara að kíkja sjálfur og sjá okkur Íslendinga og jólasiðina okkar með gests augum.“ Lilju finnst mjög spennandi að takast á við Grýlu og segir hana mikinn húmorista. „En hún er ill- kvittin, maður myndi ekki vilja lenda í henni.“ Samkvæmt þjóð- trúnni átti Grýla eitthvað í kring- um áttatíu börn. Skyldi Lilja ekkert vera hrædd um að hún sé með fjórtánda jóla- sveininn í maganum? „Nei, þetta er lítil Grýla, sjálfstæð og sterk, skapmikil, ákveðin og veit hvað hún vill.“ - bb Með jólakúlu í Grýluham Lilja Katrín Gunnarsdóttir er með jólakúlu. Hún býr sig undir móðurhlutverkið með því að leika áttatíu barna móður í einleiknum Let‘s talk Christmas á Restaurant Reykjavík. Lilja Katrín telur niður til jóla þegar barnið hennar kemur í heiminn og drepur tímann með því að leika Grýlu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓLAÞORPIÐ í miðbæ Hafnar- fjarðar verður opnað í dag. Litlu jólahúsin eru stútfull af fallegum varningi. www.hafnarfjordur.is Samleikur á þverflautur og söngur Veiranna verður meðal atriða á aðventuhátíð Bergmáls í Háteigskirkju á sunnudag. Bergmál, líknar- og vinafélag, heldur sína árlegu aðventuhátíð á sunnudag, 6. desember klukk- an 16. Dagskráin er fjölbreytt og byggist á töluðu orði og tónlist til skiptis. Jólaguðspjallið er lesið af Ingimundi Jónssyni og ávörp, hugvekjur, bænir og þakkir flytja Reynir Guðsteinsson, Ólafur. B. Kristinsson, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Kolbrún Karls- dóttir. Sönghópurinn Veirurnar syngur nokkur lög. Það er vinahópur úr hinum ýmsum kórum sem hefur tekið sig saman. Annað tónlistar- atriði er samleikur á þverflautur sem er í höndum Elvu Lindar Þorsteinsdóttur kennara og Aðalbjargar Ellertsdóttur nem- anda. Svo syngja viðstaddir nokkra sálma við undirleik Douglas A. Brotchie orgelleikara. Að lokinni dagskrá í kirkjunni verða veitingar fram reiddar í safnaðarheimili Háteigskirkju. - gun Í dag er glatt Háteigskirkja verður vettvangur aðventu- hátíðar Bergmáls. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólatrésskógur sprettur upp um helgina í grunnsýningu Minja- safnsins á Akureyri sem nefnist Akureyri – bærinn við Pollinn. Íslendingar byrjuðu að skreyta heimili sín með jólatrjám á seinni hluta 19. aldar. Jólatrén munu hafa verið útfærð á margan hátt en yfirleitt var leitast við að hafa heimagerðu trén sem líkust greni- trjám. Bernskujólatrén, sem félag- ar úr Laufáshópnum hafa grafið upp úr pússi sínu eða gert eftirlík- ingar af, setja jólalegan blæ á sýn- inguna fram til 20. desember. Á aðventunni má á safn- inu sjá leikföng sem sjálf- sagt hafa glatt margt barns- hjartað einhver jólin fyrr á tíð og þau bera með sér anda liðinna tíma í sýningunni Allir krakk- ar, allir krakkar – líf og leikir barna. Í henni má einnig sjá jólaskreytta skóla- stofu frá því í kringum 1950 og unglingaher- bergi frá 7. áratug síð- ustu aldar. Minjasafn- ið á Akureyri er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-16 til 20. desember. Jólatrésskógur sprettur á Akureyri GÖMUL JÓLATRÉ SKREYTT Á MARG- VÍSLEGAN MÁTA VERÐA TIL SÝNIS Á MINJASAFNINU Á AKUREYRI UM HELGINA. Kjólar Áður 14.990,- Nú 9.990,- Stærðir S-XL 3 litir Langur laugardagur í Flash Skór & töskur Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 www.gabor.is Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.