Fréttablaðið - 04.12.2009, Page 82
58 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
N1-deild karla:
Akureyri-Valur 29-25 (16-14)
Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7
(16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Árnason 5
(6), Árni Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson
3 (3), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær
Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%,
Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.
Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir
Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1
(14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll
Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.
Varin skot: Hlynur Morthens 16, 36%,
Haukar-Stjarnan 24-16 (12-6)
Mörk Hauka: Heimir Óli Heimisson 5, Guðmund-
ur Árni Ólafsson 3, Jónatan Ingi Jónsson 3, Elías
Már Halldórsson 2, Sigurbergur Sveinsson 2,
Einar Örn Jónsson 2, Þórður Rafn Guðmundsson
2, Björgvin Hólmgeirsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Daníel Einarsson 4, Björn
Friðriksson 3, Þórólfur Nielsen 2.
FH-HK 24-28 (9-13)
Mörk FH: Bjarni Fritszon 6, Ólafur Guðmundsson
6, Ólafur Gústafsson 5, Ari Magnússon 2.
Mörk HK: Valdimar Þórsson 8, Sverrir Hermanns-
son 6, Atli Ingólfsson 5, Ólafur Víðir Ólafsson 3,
Hákon Bridde 2, Jón B. Pétursson 2.
Grótta-Fram 32-29 (15-15)
Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 7, Anton
Rúnarsson 7, Atli Steinþórsson 6, Halldór Ingólfs-
son 4, Hjalti Pálmason 3, Jón Karl Björnsson 3.
Mörk Fram: Stefán Stefánsson 13, Arnar
Hálfdánsson 6, Matthías Daðason 5, Jóhann
Reynisson 2, Elías Bóasson 2.
IE-deild karla:
Keflavík-KR 85-100
Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21,
Sigurður Þorsteinsson 19, Gunnar Einarsson 14,
Sverrir Sverrisson 8, Jón Hafsteinsson 6, Elentínus
Margeirsson 6, Þröstur Jóhannsson 5.
Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23,
Brynjar Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilm-
arsson 8, Finnur Magnússon 4, Steinar Kaldal 4,
Ólafur Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2.
Snæfell-Njarðvík 98-94
Stig Snæfells: Sean Burton 41, Hlynur Bærings-
son 19, Sigurður Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jóns-
son 9, Pálmi Sigurgeirsson 7, Emil Jóhannsson 3.
Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 27, Jóhann
Ólafsson 15, Guðmundur Jónsson 14, Friðrik
Stefánsson 10, Kristján Sigurðsson 9, Páll Krist-
insson 8, Hjörtur Einarsson 7, Rúnar Erlingsson 5.
Fjölnir-Breiðablik 84-87
Tveggja leikja ferð til
Manchester
Verð frá 94.500kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
Man.Utd - Burnley ı Bolton - Arsenal
VITA er lífið
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is
Ferðaskrifstofan VITA býður upp á ferð á tvo leiki
til Manchester 15.-18. janúar.
HANDBOLTI Akureyri hefur átt það
til að koma sér í góða stöðu, vera
nokkrum mörkum yfir og eiga
leikinn í hendi sér, en missa niður
forskotið og gera leiki spennandi.
Leikurinn gegn Val í gær var dæmi
um þetta en nú skilaði liðið góðum
29-25 sigri á toppliðinu og er þar
með komið upp að hlið Vals.
Hrollur var í báðum liðum í upp-
hafi enda hvít jörð og frost norðan
heiða. Liðið spiluðu illa fyrstu mín-
úturnar og aðeins undir lok fyrri
hálfleiks fóru liðin að sýna rétta
getu. Mistök á báða bóga voru ein-
kennandi. Valur leiddi framan af
en Akureyri sigldi fram úr undir
lok hálfleiksins, var 16-14 yfir í
hálfleik.
Valur jafnaði í upphafi síðari
hálfleiks en með innkomu Harð-
ar Flóka í markið og góðri vörn
byggði Akureyri upp fimm marka
forystu með tíu mínútur eftir.
Valur gafst ekki upp og minnkaði
muninn í eitt mark og gat jafnað.
Þá varði Flóki og Akureyri skoraði
lykilmark í kjölfarið. Liðið kláraði
svo leikinn og vann 29-25.
„Það voru fleiri leikmenn sem
spiluðu vel hjá þeim. Það skildi
liðin að. Til að koma hingað norður
og taka eitthvað frá leiknum þurfa
allir að spila vel. Við vorum orðnir
þreyttir undir lokin og það skýrist
kannski af því að ég rúllaði mönn-
um ekki nógu vel í fyrri hálfleik.
Við þurftum að fá meira frá Elvari
og Sigfúsi í seinni hálfleik. Akur-
eyri spilaði sterka vörn og þeir voru
að fá mörk úr hraðaupphlaupum
þegar við gleymdum okkur og þeir
tóku frumkvæðið. Þetta var erfitt
allan tímann. Það var gott að kom-
ast inn í þetta undir lokin en það
vantaði neista í okkur undir lokin
til að klára dæmið,“ sagði Óskar
Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
Akureyringurinn Oddur Grétars-
son var himinlifandi með sigur-
inn. „Við viljum kannski bara
gera leikina spennandi fyrir fólk-
ið sem mætir. Ég fékk hroll út í
fingurgóma þegar fólkið byrjaði að
klappa. Það sem skilaði þessu var
norðlenska hjartað. Við erum allir
héðan frá Akureyri og nágrenni og
það spilar stóra rullu hjá okkur. En
loksins náum við að klára leik með
öruggum sigri, við hættum ekkert.
Við erum á góðu skriði, komnir
með fimm sigurleiki í röð, og við
eigum klárlega heima við topp-
inn,“ sagði Oddur. - hþh
Norðlenska hjartað skilaði
heimamönnum sigri
Lið Akureyrar er komið í blússandi toppbaráttu í N1-deild karla eftir góðan
sigur á Val í gær. Akureyringar voru þó nálægt því að missa unninn leik frá sér.
HEITUR Oddur Grétarsson átti fínan leik fyrir Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI KR vann í gær afar mikilvægan sigur á
Keflavík, 100-85, í toppbaráttu Iceland Express-deild-
ar karla. Með sigrinum komst KR upp að hlið Njarð-
víkinga á toppi deildarinnar.
KR byrjaði af gríðarlegum krafti og skoraði
fyrstu fimmtán stig leiksins. Afmælisbarn dagsins
og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Tommy Johnson
fór mikinn í liði KR sem hafði þriggja stiga for-
ystu í hálfleik, 50-47.
Síðari hálfleikur var jafn og spennandi
þar til á lokamínútunum. Johnson var mjög
áberandi í fyrri hálfeik en sást varla í
þeim síðari þar til örfáar mínútur voru
eftir er hann setti niður tvo þrista með
skömmu millibili. Brynjar Þór Björns-
son setti niður annan þrist og kom
KR í sjö stiga forystu. KR skoraði
fimmtán af síðustu sextán stigum
leiksins og gefa lokatölur leiksins því
ef til vill ekki rétta mynd af honum.
„Við hættum að spila þegar mest lá
við,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson,
leikmaður Keflavíkur. „Við vorum að
elta allan leikinn og það var erfitt. Við spiluðum ágæt-
lega á köflum en svo í fjórða leikhluta var eins
og leikmenn ætluðu að klára leikinn upp á
eigin spýtur.“
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var ánægð-
ur með sína menn. „Menn mættu mjög
ákveðnir til leiks eftir slæmt tap gegn Stjörn-
unni þar sem við töpuðum niður unnum leik
á síðustu mínútunum. Það var þriðji leikur-
inn í vetur sem við töpum þannig. Við vorum
því ákveðnir í að klára þennan leik almenni-
lega.“
Hann var ánægður með framlag Tommy
Johnson í kvöld. „Ég var búinn að bíða lengi
eftir þessu og sýna honum þolinmæði. Ég vona
að það sé að skila sér núna. Hann var góður
í kvöld – ágætur í vörn og mjög ákveðinn í
sókninni. Hann vildi auðvitað líka sanna
sig gegn sínu gamla félagi og fyrir
gömlu áhorfendunum.“ - esá
Tommy Johnson var aðalmaðurinn í liði KR er það lagði Keflavík suður með sjó:
Tommy minnti á sig í Keflavík
BRYNJAR BJÖRNSSON Var sterkur í liði KR
sem sótti góðan sigur í Keflavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN