Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 1

Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI JÓLABASAR KLÚBBSINS GEYSIS verður haldinn fimmtudaginn 10. desember í húsnæði klúbbsins að Skipholti 29. Til sölu verður fjölbreytt handverk og hannyrðir sem klúbb- félagar hafa unnið að á síðastliðnu hausti. Basarinn stendur frá 16 til 18 og allur ágóði rennur til starfsemi klúbbsins.Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordis@365.is 512 5447 Karl á heima í Þingholtunum í Reykjavík og þegar hann er spurð-ur hvort hann eigi einhvern ein-stakan hlut sem hann hafi meiri mætur á en öðrum er hann fljót-ur til svars. „Já, reiðstígvélin hans afa.“ Þetta þarf hann að útskýranánar. „Afi var ekki óð fóru þau á hestbak sér til gam-ans hjónin. Svo féll afi frá 1986 og amma gaf mér stígvélin fyrir svona fimmtán árum. Ég ber nafn afa og kannski hefur það átt sinn þátt í að mér áskotnuðust þalíka það ð á haustin.“ Ekki hefur Karl þó stíg-vélin með sér vestur. „Þau eru númer 41 en ég er með talsvert stærri býfur en svo að ég komist íþau,“ segir ha h Stígvélin hans afa aftur komin til síns heimaKarl Sigfússon verkfræðingur sinnir sínum rótum vel. Hann býr ásamt konu og börnum í húsi sem afi hans og amma áttu í áratugi og eitt af því sem prýðir stofuna þar eru hin brúnu reiðstígvél afa hans. „Þau eru númer 41 en ég er með talsvert stærri býfur en svo að ég komist í þau,“ segir Karl um reiðstígvélin hans afa síns, Karls Magnússonar bifreiðarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Strandgötu 43 | Hafnarfirði | Sími 565 5454 Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is Frábært úrval af gjafavörum frá Weber Könnur með dýrum og traktorum MÁNUDAGUR 7. desember 2009 — 289. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Seljabraut Tvíreykt sauðahangikjöt ms.is Gómsæt gjöf fyrir sælkera Kynni› ykkur úrvali› af sælkeraostakörfum á ms.is Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Fagmennska í fyrirrúmi KARL SIGFÚSSON Geymir reiðstígvél afa síns í stofunni heima • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Útilokuð frá samfélaginu Kristín Björns- dóttir rannsakaði þátttöku þroska- hamlaðra í samfélaginu. TÍMAMÓT 26 UMHVERFISMÁL Fimmtánda ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefst í dag í Kaupmanna- höfn. Bjartsýni á útkomu ráðstefnunnar hefur auk- ist, en þó eru litlar líkur á að samkomulag náist um lagalega bindandi niðurstöðu. Von manna stendur frekar til að pólitísk samstaða náist um markmið sem megi setja í bindandi samning á næsta ári, þegar ráðstefnan verður haldin í Mexíkó. Umræðan síðustu daga hefur farið fram í skugga upplýsinga um tölvubréf sem prófessorar í enskum háskólum höfðu sent sín á milli og stolið var. Þar kom fram sú skoðun að allt væri á huldu um hlýnun jarðar af mannavöldum. Yvo de Boer, yfirmaður loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur áhyggjur af því að bréfin ýti undir efasemda raddir. Hann segir þó vart hægt að bera brigður á niður- stöðu 2.500 vísindamanna sem fullyrtu nýverið í skýrslu að hlýnun jarðar af mannavöldum væri óhrekjanleg staðreynd. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækja báðar ráðstefnuna. - kóp /sjá síðu 18 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag: Aukin bjartsýni á útkomuna Þurrt SV-lands en annars úrkoma. Strekkingur á V-fjörðum en annars hægari vindur. Hiti 2 til 7 stig. VEÐUR 4 5 5 6 44 Trúverðug kristni? Það er gróf sögufölsun að gefa það í skyn að hin lúterska þjóðkirkja sé þúsund ára gömul, skrifar Hjörtur Magni Jóhannsson. UMRÆÐAN 20 VONBRIGÐI Haukar og FH áttust við í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta karla í gær. Gríðarleg spenna var í leiknum og þurfti að tvíframlengja leikinn. Svo fór að Haukar höfðu betur með tveimur mörkum. Vonbrigðin voru gríðarleg eins og sjá má á andlitum stuðningsmanna FH-liðsins en að sama skapi fögnuðu Haukarnir sigrinum vel og lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Grannagreiði hjá City Manchester United minnk- aði forskot Chelsea í tvö stig um helgina. ÍÞRÓTTIR 36 DUNCAN MCKNIGHT Nældi sér í hjúkrunarkonu Á batavegi eftir lífshættulegt slys FÓLK 42 BANDARÍKIN, AP Offita barna stafar í sumum tilvikum af því að nokkra búta af erfðaefni vantar í litning númer sextán. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem breskir vísindamenn hafa gert á 300 börnum sem eiga við alvarleg offituvandamál að stríða. Svo virðist sem ákveðið gen skorti í sum þessara barna, en það gen virðist nauðsynlegt til þess að heilinn bregðist við hormóni sem stjórnar matarlyst. Þau börn, sem vantar þetta erfðaefni, hafa afar sterka löngun í mat á öllum tímum sólar- hringsins. „Þau eru mjög, mjög svöng. Þau vilja alltaf vera að borða,“ segir Sadaf Farooqi við Harvard-háskóla, annar tveggja forystumanna rannsóknarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í nýjasta hefti vísinda- tímaritsins Nature. Niðurstöð- urnar hafa þegar orðið til þess að barnaverndaryfirvöld í Bretlandi hafa dregið til baka ásakanir á hendur foreldrum tveggja barna. - gb Börn með offituvandamál: Búta vantar í litning sextán FJÁRMÁL Ekki liggur enn fyrir hvort ríkið leggur sparisjóðunum til eiginfjárframlag líkt og þeim stendur til boða samkvæmt neyðar- lögunum. Átta sparisjóðir af þeim tólf sem enn starfa í landinu óskuðu eftir framlaginu í vor. Það hljóðar upp á samtals tuttugu milljarða króna. Byr fengi helming en Sparisjóður Keflavíkur (SpKef) fjórðung. Kostnaður ríkisins við að bæta eiginfjárstöðu Byrs gæti orðið tæpir ellefu milljarðar króna og óvíst er hvort það dugi. Til við miðunar lagði ríkið samtals níu milljarða á endanum inn í Arion banka og Íslandsbanka. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við, bæði innan fjármála- ráðuneytisins og í bankageiranum, segja málið enn á borði fjármála- ráðherra. Margir telja það stranda á endurskipulagningu Byrs og SpKef. Viðkvæmust sé staða Byrs, sem tók við greiðslumiðlun sparisjóðanna eftir fall Sparisjóðabankans í vor. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir málið á borði síns ráðuneytis að því leyti að það hafi heimild til að leggja spari- sjóðunum til fjármagn sem svari til tuttugu prósenta af efnahags- reikningi þeirra á árinu 2007. „Ef það dugar þeim til fjárhags- legrar endurskipulagningar er það í boði en það er fyrst og fremst á hendi sparisjóðanna sjálfra að vinna úr sínum málum. Svo þurfa þeir auðvitað að fá samþykki Fjármála- eftirlits og eftir atvikum kröfuhafa og fleiri aðila til að áætlan irnar gangi upp,“ segir fjármálaráðherra, sem ekki vill tjá sig um núverandi stöðu málsins. Þá vill Steingrímur ekkert segja um meinta afstöðu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mein- ar AGS stjórnvöldum að borga inn í sparisjóðina. Vísað er til samnings Byrs við kröfuhafa um að framlagið renni til þeirra. AGS er sagt mót- fallið slíkri meðferð á skattfé. Breska ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman veitir fjármálaráðu- neytinu sérfræðiaðstoð um endur- skipulagningu sparisjóðakerfisins. Fundað er reglulega í ráðuneytinu og dregur að lokum þess verks, að sögn Hjördísar Drafnar Vilhjálms- dóttur, ráðgjafa fjármálaráðherra. Niðurstaða kann að liggja fyrir um eða eftir áramót. Einn mögu- leiki er að nýta tækifærið og skera fjármálakerfi landsins meira niður með tiltölulega litlum tilkostnaði. Hagkvæmt er talið að láta banka eða fjármálafyrirtæki taka yfir eignir og skuldbindingar Byrs ásamt greiðslumiðlun. Rætt hefur verið við MP Banka og Saga Capital um þetta. Þannig sparar ríkið sér framlagið á sama tíma og spari- sjóðakerfið helst í óbreyttri mynd á landsbyggðinni. - jab Byr verður trauðla bjargað Framtíð sparisjóðakerfisins er enn óráðin eftir hrun fjármálakerfisins. AGS er sagt mótfallið frekari björg- unaraðgerðum. Möguleiki er að láta yfirtaka Byr en halda sparisjóðanetinu á landsbyggðinni óbreyttu. Gerir það gott í Svíþjóð Þjóðlagasveitin Árstíðir hefur gert samning við útgáfufyrirtækið Adore Music í Svíaríki. FÓLK 34

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.