Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 6
6 7. desember 2009 MÁNUDAGUR
FULLT HÚS JÓLAGJAFA
18.990 kr.
Ekta Egils Malt og Appelsín
blandað að hætti íslenskra heimila
SAMGÖNGUR Opinbera hlutafélagið
Flugstoðir hefur eytt 38 milljónum
króna í undirbúning samgöngu-
miðstöðvar við Reykjavíkurflug-
völl síðan 2007.
Áður en Flugstoðir voru stofn-
aðar sinnti Flugmálastjórn hlut-
verki þeirra. Flugmálastjórn varði
815.097 krónum í verkefnið árið
2006, en engu árin 2004 og 2005.
Þá er ótalinn kostnaður sem
liggur í vinnu starfsfólks sam-
gönguráðuneytis og starfsfólks
Reykjavíkurborgar, en hann mun
vera óverulegur. Þó gætu einhverj-
ar milljónir falist í hönnunarvinnu
vegna lóðarinnar.
Líkt og heyrst hefur íhugar sam-
gönguráðherra nú annan kost; að
endurbyggja núverandi flugstöð og
hverfa alveg frá stórri samgöngu-
miðstöð. Umferðar miðstöð BSÍ
yrði á sínum stað. Formaður skipu-
lagsráðs borgarinnar er þessu ekki
afhuga. Þó greiddu allir borgar-
fulltrúar, fyrir utan Ólaf F. Magn-
ússon, atkvæði gegn því í vikunni
að festa flugvöllinn í sessi.
Landssamtök lífeyrissjóða vilja
fjármagna hvorn kostinn sem er,
flugstöð eða samgöngumiðstöð,
og bíða þess að ríki og borg taki
ákvörðun. Borgin segist vinna að
samgöngumiðstöð þar til erindi
berist frá ráðherranum.
Fyrrgreindur kostnaður Flug-
stoða liggur í vinnu arkitekta, ráð-
gjöf, þarfagreiningu, gerð reikni-
líkana og öðru.
Sigrún Traustadóttir, fjármála-
stjóri hjá Flugstoðum, segist ekki
líta svo á að þetta sé glatað fé, þótt
ekkert verði úr samgöngumiðstöð-
inni. Féð hafi farið í að ígrunda
málin vel áður en farið yrði út í
stórframkvæmd. Þess má geta að
Flugstoðir velta um þremur millj-
örðum á ári.
Þær upplýsingar fengust í sam-
gönguráðuneytinu að Flugstoð-
ir hefðu borið meginþungann af
þróunar vinnu samgöngumiðstöðv-
ar. Kostnaður ráðuneytisins fælist
í tíma starfsfólks og hugmynda-
vinnu.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, hefur bent
á að kostnaður vegna lóðarinnar
við Hlíðarfót, þar sem samgöngu-
miðstöðin átti að vera, nemi 450
milljónum á árinu. Júlíus Vífill
Ingvarsson, formaður skipulags-
ráðs, hefur hafnað beintengingu
þess kostnaðar við samgöngu-
miðstöðina. Kostnaðurinn deilist
einnig á Háskólann í Reykjavík og
fleiri verkefni.
klemens@frettabladid.is
Fjörutíu milljónir í
samgöngumiðstöð
Síðan Flugstoðir voru stofnaðar 2007 hafa þær eytt 38 milljónum í undirbúning
samgöngumiðstöðvar. Flugmálastjórn eyddi rúmum 800 þúsundum í þetta árið
2006. Ótalinn er kostnaður ráðuneytis og borgar, sem liggur helst í vinnu.
SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ Þessi mynd úr safni blaðsins er frá árinu 2006 og sýnir hug-
mynd að samgöngumiðstöð í Reykjavík frá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar.
MYND/ÚR SAFNI
ELDVARNIR Þriðja hver jólasería er hættuleg, sam-
kvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Kann-
aðar voru nær 200 seríur í öllum verðflokkum í
fimm löndum, Hollandi, Þýskalandi, Ungverja-
landi, Slóveníu og Slóvakíu. Seríurnar féllu margar
á ýmiss konar öryggisprófunum sem gerðar voru,
algengasti gallinn voru lélegar leiðslur í snúrunum
og hætta á ofhitnun af ýmsum ástæðum.
Í dagblaðinu Politiken er greint frá þessu og því
að ástandið hafi þó verið misjafnt milli landa, ein-
ungis helmingur seríanna var lélegur í Hollandi en
nær allar í Ungverjalandi. „Mikil krafa er um að
seríur séu ódýrar sem getur komið niður á gæðun-
um,“ segir í greininni
Á heimasíðu Brunamálastofnunar er varað við
seríum sem farnar eru að bila. „Sumar seríur eru
þannig að þegar slokknar á einni peru þá hitna
hinar perurnar meira og þegar nokkrar perur eru
farnar er hitinn á þeim perum sem eftir eru orðinn
verulegur og þá getur verið stutt í að kvikni í,“
segir þar.
Lélegar leiðslur og hætta á ofhitnun gera jólaseríur varasamar:
Þriðja hver sería reyndist hættuleg
JÓLALEGT Flestir setja upp seríur fyrir jólin en ekki er ráðlegt
að hafa þær uppi ef þær eru farnir að bila.
STJÓRNSÝSLA Forsætisráðherra
hefur skipað nefnd sem ætlað er að
endurskoða lög um stjórnarráðið.
Lögin eru að stofni til frá árinu
1969 en hafa tekið ýmsum breyt-
ingum. Telur forsætisráðherra rétt
og tímabært að fenginni reynslu að
ráðast í slíka heildarendurskoðun.
Meðal þess sem nefndin á að taka
til sérstakrar skoðunar eru starfs-
hættir ríkisstjórnar og fyrirkomu-
lag ríkisstjórnarfunda. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er ætlun-
in að skoða hvaða mál skuli afgreiða
í ríkisstjórn og hver ekki. Einnig
hvernig hátta beri undirbúningi
mála fyrir ríkisstjórnarfundi.
Þá á að fjalla um pólitíska
aðstoðar menn ráðherra, um stöðu
þeirra innan ráðuneyta, ráðningu,
starfslok og fjölda. Ýmis sjónarmið
eru á lofti í þeim efnum, til dæmis
það að ráðherrar eigi að hafa mögu-
leika á að styrkja pólitíska forystu
í ráðuneytum með tímabundn-
um ráðningum. Tilflutningur
ráðuneytisstjóra í þeim tilgangi
hefur einnig verið nefndur. Á móti
vegur sú skoðun að ráðherrar eigi
ekki koma nálægt mannaráðning-
um í ráðuneytum.
Anna Kristín Ólafsdóttir stjórn-
sýslufræðingur er formaður
nefndarinnar en í henni sitja líka
Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu, Gunnar
Helgi Kristinsson prófessor, Helgi
Áss Grétarsson lögfræðingur og
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórn-
sýslufræðingur. - bþs
Nefnd gert að fjalla um starfshætti ríkisstjórnar og pólitíska aðstoðarmenn:
Lög um stjórnarráðið endurskoðuð
STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ Nefnd
forsætisráðherra á að leggja til
breytingar á lögum um stjórnarráð
Íslands.
PAKISTAN, AP Lögreglumenn hand-
tóku hóp manna sem grunaður
er um aðild að sprengjuárásum í
borginni Peshawar og nágrenni í
Pakistan.
Lögreglunni hafði borist vís-
bending um að sprengjumenn-
irnir væru í húsi einu í borginni.
Þar fundust sprengjur og vopn af
ýmsu tagi. Einn maður lét lífið
þegar lögreglan réðst til atlögu.
Undanfarið hafa herskáir upp-
reisnarhópar gert fjölda sprengju-
árása í Pakistan, einkum í norð-
vestanverðu landinu, líklega í
hefndarskyni vegna árása hers-
ins á uppreisnarmenn í héraðinu
Suður-Waziristan. - gb
Sjálfsvígsárásir í Pakistan:
Sprengjumenn
handteknir
Ætti að skattleggja fjármagns-
tekjur með sömu prósentutölu
og launatekjur?
Já 39,6%
Nei 60,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er rétt að leggja niður Varnar-
málastofnun?
Segðu þína skoðun á vísir.is
KJÖRKASSINN