Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 10
10 7. desember 2009 MÁNUDAGUR Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði til að hafa samband við 160 þúsund vini innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að ringja í fólk í öðrum kerfum. Skráðu þig á ring.is, fylltu á fyrir 1.990 kr. á mánuði og þá eignastu 160 þúsund vini innan GSM kerfis Símans og færð 990 kr. til að ringja í fólk í öðrum kerfum. 3G sími á 12 þúsund, 12 þúsund í inneign, 160 þúsund vinir. Skelltu þér á ring.is eða í sölubása okkar í Kringlunni og Smáralind og gakktu frá kaupunum Fullkominn og ótrúlega nettur 3G sími og netið Ódýrasti 3G síminn með öllu sem þú þarft. Styður m.a. 3G langdrægt kerfi. HUAWEI U1251 1.000 kr. afborgun á mánuði í 12 mánuði. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 0 kr. Útborgun Tveir litir eru í boði. Ódýras ti 3G sím inn á Íslan di E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 16 2 MÓTMÆLT Í NEPAL Tugþúsundir mótmælenda fylltu götur í kringum stjórnarráðið í Katmandú í Nepal í einum mestu mótmælum gegn for- seta og ríkisstjórn sem farið hafa fram um margra missera skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍKNARMÁL Velunnarar kvenna- deildar Landspítala Háskólasjúkra- húss hafa ákveðið að stofna styrktar - félag sem ætlað er að styrkja alla þætti kvennadeildarinnar. Nafn félagsins verður Líf og standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar að stofnun þess ásamt breiðum hópi fólks víðs vegar að úr þjóðfélag- inu. Áætlað er að fyrsta verkefni félagsins verði að ljúka við fram- kvæmdir á húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar. Um helmingur deildarinnar var endurnýjaður fyrr árinu. Ekki tókst að afla fjár til að ljúka verkinu. Því standa eftir 400 fermetrar sem þarf að lagfæra og er áætlaður kostnaður um áttatíu milljónir. Um fjórðungur svæðisins er hús- næði sem vökudeild nýtti áður en vökudeildin flutti í nýtt húsnæði árið 2003. Þetta svæði er vannýtt í dag, meðal annars vegna þess að ekki er hægt að koma inn sjúkrarúmum. Fjármögnun þessa verkefnis er hvatinn að stofnun félagsins en því er þó ætlað að styðja við starf kvennadeildarinnar til langs tíma. Félagið mun hafa félagsgjöld, 3.000 krónur á ári en standa síðan að margvíslegum fjáröflunum á næsta ári. Styrktarfélag um Kvennadeild Landspítalans stofnað: Stuðningur til framtíðar KVENNADEILD LSH Stofnfundur Lífs verður haldinn í kvöld klukkan 20.00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. SAMFÉLAGSMÁL Stuðnings- og nærþjónusta við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) verður aukin með nýjum sam- starfssamningi ráðuneyta og sveitarfélaga um tilrauna- verkefni í þessu skyni til þriggja ára. Samningur inn var undiritaður í síðustu viku. Áttatíu milljónir króna renna til verkefnisins árið 2009. Fjárhæðinni er skipt milli félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis en samstarfssamningurinn er milli þessara ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitar- félaga í landinu. Samkvæmt samstarfssamningnum geta sveitarfélög eða stofnanir á þeirra vegum sótt um styrki vegna verkefna sem ætluð eru til þess að auka þjónustu við börn með athyglisbrest og ofvirkni og þjónustu við langveik börn og fjölskyldur þeirra. Sveitarfélög geta einnig sótt um styrki vegna verkefna sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök. Á næstu dögum mun stjórn verkefnisins auglýsa eftir umsóknum sveitarfélaga um styrki til verkefna í samræmi við samkomulagið. - jss Nýr samstarfssamningur ráðuneyta og sveitarfélaga: Þjónusta við langveik börn aukin UNDIRRITUN Frá undirritun samstarfssamningsins: Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD, og Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðning langveikum börnum. ÞÝSKALAND Sjö þúsund ára gamlar mannvistarleifar skammt frá bænum Herxheim í Rínarlöndum í Þýskalandi bera þess nánast ótvíræð merki að þar hafi verið stundað mannát í stórum stíl. Fornleifafræðingar segja jarðneskar leifar allt að fimm hundruð manna, þar á meðal barna og jafnvel ófæddra fóstra, bera þess merki að holdið hafi verið skafið af bein- unum og þau jafnvel nöguð. Frá þessu er skýrt í nýjasta hefti tímaritsins Antiquity. Á fréttasíðum BBC er þó haft eftir Bruno Boulestin, leiðtoga fornleifarannsóknanna, að erf- itt sé að sanna að mannát hafi verið stundað þarna. Ekki er talið að mannát hafi tíðkast víða í Evrópu. - gb Fornleifafundur í Þýskalandi: Greinileg merki um mannætur LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í tvo grunnskóla í Reykjavík aðfara- nótt sunnudags. Brotist var inn í Laugarnes- skóla og tölvu stolið þaðan. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um glugga sem spenntur hafði verið upp í skólanum. Þjófurinn náðist ekki, en málið er í rann- sókn hjá lögreglu. Þá var einnig brotist inn í Háteigsskóla. Lögreglan handtók fjóra drengi á tvítugsaldri á staðnum, einn inni í skólanum og þrjá í bíl fyrir utan. Skjávarpi fannst í fórum þeirra. Þeir gistu allir fanga- geymslur lögreglunnar. - þeb Innbrot í höfuðborginni: Brotist inn í tvo grunnskóla

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.