Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 12
 7. desember 2009 MÁNUDAGUR AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti- sins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum AVS sjóðurinn leggur áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila verðmætum og störfum fyrir íslenskan sjávarútveg Átaksverkefni • Vinna að vöruþróun og nýsköpun • Flytja inn nýja þekkingu eða fyrirtæki • Ráða mastersnema eða doktorsnema AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af kostnaði átaksverkefna, en hámarksstyrkir eru 6-8 m.kr. Lögð er áhersla á stutt og hnitmiðuð verkefni sem geta skapað mikil verðmæti á stuttum tíma. Sjóðurinn er opinn fyrir öllum hugmyndum sem auka verðmæti sjávarfangs. Framhaldsverkefni Með stuðningi AVS sjóðsins eru allmörg 2-3 ára verkefni í gangi og mun sjóðurinn styðja þau áfram ef framvinda rannsókna er í samræmi við fyrirheit og kröfur sjóðsins. Skilafrestur umsókna er til mánudagsins 1. febrúar 2010 fyrir kl. 17:00 Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir umsækjendur ásamt eyðublaði er að finna á www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi • Pósthólf 1188 • 121 Reykjavík • Sími 422-5102 • www.avs.is Ringjarar þurfa ekki skæri. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gott 1 Gott 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út 50% afsláttur af lítilli pizzu með 2 áleggstegundum. 50% afsláttur af matseðli. Gos er ekki innifalið í tilboði Gildir í dag mánudag Gildir í dag mánudag Dominos Serrano E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 16 3 50% afsláttur Lítil pizza m. 2 áleggsteg. 50% afsláttur af máltíð fyrir einn Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. ALÞINGI Íslensk stjórnvöld fylgj- ast ekki með reglubundnum hætti með framhaldi mála eða afdrif- um þess fólks sem þau senda úr landi á grundvelli Dyflinnarsam- starfsins. Þetta kemur fram í svari dóms- og mannréttindaráðherra við fyrir spurn Önnu Pálu Sverris- dóttur Samfylkingunni um mál- efni hælisleitenda. Í svarinu segir að samkvæmt skýrslum norsku útlend- inganefndar- innar og mann- réttindafulltrúa Evrópuráðsins er fólk sem sent er til Grikk- lands á grund- velli Dyflinnar- sa msta rfsi ns sk ráð með samræmdum hætti á flugvellinum í Aþenu, því fengið leiðbeiningar og sérstakt skírteini sem felur í sér leyfi til atvinnu meðan mál er til meðferðar auk ávísunar á ýmiss konar aðstoð. Þá kemur fram að grísk stjórn- völd breyttu í sumar lögum um málsmeðferð hælisumsókna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt breyt- ingarnar, meðal annars vegna þess að aðgangur að ókeypis lög- fræðiþjónustu sé nú takmarkaðri en áður. Helstu breytingar fólust í að í stað þess að hælisleitendur gátu áfrýjað synjun á hæli til sér- stakrar áfrýjunarnefndar geta þeir aðeins krafist ógildingar hjá æðsta stjórnsýsludómstóli Grikk- lands. Ráðgjafarnefndum er ætlað að aðstoða stjórnvöld við meðferð og ákvarðanatöku en Flóttamanna- stofnunin hefur hafnað beiðni Grikkja um þátttöku í nefndunum af áðurgreindum ástæðum. Margt fleira kemur fram í svar- inu. Til dæmis að Mannréttinda- dómstóll Evrópu hefur, sem kunn- ugt er, til skoðunar beiðni manns, sem vísað var héðan til Grikk- lands, um stöðvun ákvörðunar stjórnvalda. Úrskurður liggur ekki fyrir. Dómstóllinn hefur ekki stöðvað flutninga fólks frá Norður- löndunum til Grikklands þrátt fyrir fjölmargar beiðnir þar um. Anna Pála Sverrisdóttir segir þetta renna stoðum undir að þeir flóttamenn sem Íslendingar endur- senda til Grikklands eigi litla möguleika á að koma hingað aftur. „Mér finnst að hælisleitendur eigi að njóta vafans þegar ótryggt er hvað bíður þeirra,“ segir hún. Þörf sé á meiri mannúð við meðferð málefna hælisleitenda og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Dyflinnarreglugerðin er nú til endurskoðunar á vettvangi Evrópu sambandsins og er ætlunin meðal annars að taka fyllra tillit til mannúðarástæðna við meðferð mála, meðal annars vegna fjöl- skylduaðstæðna. Þá stendur til að setja ítarlegri málsmeðferðar- reglur við ákvörðun um framsend- ingu, aðbúnað, málsskots reglur og fleira. Fram kemur í svari dóms- og mannréttindaráðherra að íslensk stjórnvöld hafi takmark- aða möguleika á að hfa bein áhrif á þróun Dyflinnarsamstarfsins enda ráði Evrópusambandsríkin þar för. Anna Pála kveðst almennt ánægð með svör ráðherra enda bendi þau til áhuga Rögnu Árna- dóttur á málaflokknum. Bindur Anna Pála vonir við starf þing- mannanefndar sem vinnur að endur skoðun laga um útlendinga og meðferð hælisleitenda. bjorn@frettabladid.is Þörf á meiri mannúð Flóttamannastofnun SÞ gagnrýnir nýlegar breytingar Grikkja á lögum um meðferð flóttamanna. Íslensk stjórnvöld fylgjast ekki með afdrifum hælisleit- enda sem vísað er úr landi. Breytinga er að vænta á löggjöf um hælisleitendur. ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR KYNNA MÁLSTAÐ SINN Hælisleitendur á Íslandi vekja við og við athygli á málefnum sínum. Hinn 1. maí voru þeir á Austurvelli og söfnuðu undirskriftum málum sínum til stuðnings. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.