Fréttablaðið - 07.12.2009, Qupperneq 12
7. desember 2009 MÁNUDAGUR
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti-
sins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs.
AVS rannsóknasjóður í
sjávarútvegi
auglýsir eftir umsóknum
AVS sjóðurinn leggur áherslu á
styttri verkefni og munu umsóknir
þar sem verkefni eru til skemmri
tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu
njóta forgangs. Lögð verður mikil
áhersla á verkefni sem skila
verðmætum og störfum fyrir
íslenskan sjávarútveg
Átaksverkefni
• Vinna að vöruþróun og nýsköpun
• Flytja inn nýja þekkingu eða fyrirtæki
• Ráða mastersnema eða doktorsnema
AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af
kostnaði átaksverkefna, en hámarksstyrkir eru 6-8 m.kr.
Lögð er áhersla á stutt og hnitmiðuð verkefni sem
geta skapað mikil verðmæti á stuttum tíma.
Sjóðurinn er opinn fyrir öllum hugmyndum sem
auka verðmæti sjávarfangs.
Framhaldsverkefni
Með stuðningi AVS sjóðsins eru allmörg 2-3 ára
verkefni í gangi og mun sjóðurinn styðja þau áfram
ef framvinda rannsókna er í samræmi við fyrirheit
og kröfur sjóðsins.
Skilafrestur umsókna er til
mánudagsins 1. febrúar 2010 fyrir
kl. 17:00
Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir
umsækjendur ásamt eyðublaði er að finna á
www.avs.is
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi • Pósthólf 1188 • 121 Reykjavík • Sími 422-5102 • www.avs.is
Ringjarar
þurfa ekki
skæri.
Við sendum
tilboð beint
í símann.
Tilboð dagsins:
Gott 1
Gott 2
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
50% afsláttur af lítilli pizzu
með 2 áleggstegundum.
50% afsláttur af matseðli.
Gos er ekki innifalið í tilboði
Gildir í dag mánudag
Gildir í dag mánudag
Dominos
Serrano
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
16
3
50%
afsláttur
Lítil pizza m.
2 áleggsteg.
50%
afsláttur
af máltíð
fyrir einn
Ringjarar fara inn á ring.is
og óska eftir að fá MMS með
tilboðum send í símann.
ALÞINGI Íslensk stjórnvöld fylgj-
ast ekki með reglubundnum hætti
með framhaldi mála eða afdrif-
um þess fólks sem þau senda úr
landi á grundvelli Dyflinnarsam-
starfsins.
Þetta kemur fram í svari dóms-
og mannréttindaráðherra við
fyrir spurn Önnu Pálu Sverris-
dóttur Samfylkingunni um mál-
efni hælisleitenda.
Í svarinu segir
að samkvæmt
skýrslum
norsku útlend-
inganefndar-
innar og mann-
réttindafulltrúa
Evrópuráðsins
er fólk sem sent
er til Grikk-
lands á grund-
velli Dyflinnar-
sa msta rfsi ns sk ráð með
samræmdum hætti á flugvellinum
í Aþenu, því fengið leiðbeiningar
og sérstakt skírteini sem felur í
sér leyfi til atvinnu meðan mál
er til meðferðar auk ávísunar á
ýmiss konar aðstoð.
Þá kemur fram að grísk stjórn-
völd breyttu í sumar lögum um
málsmeðferð hælisumsókna.
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur gagnrýnt breyt-
ingarnar, meðal annars vegna
þess að aðgangur að ókeypis lög-
fræðiþjónustu sé nú takmarkaðri
en áður.
Helstu breytingar fólust í að í
stað þess að hælisleitendur gátu
áfrýjað synjun á hæli til sér-
stakrar áfrýjunarnefndar geta
þeir aðeins krafist ógildingar hjá
æðsta stjórnsýsludómstóli Grikk-
lands. Ráðgjafarnefndum er ætlað
að aðstoða stjórnvöld við meðferð
og ákvarðanatöku en Flóttamanna-
stofnunin hefur hafnað beiðni
Grikkja um þátttöku í nefndunum
af áðurgreindum ástæðum.
Margt fleira kemur fram í svar-
inu. Til dæmis að Mannréttinda-
dómstóll Evrópu hefur, sem kunn-
ugt er, til skoðunar beiðni manns,
sem vísað var héðan til Grikk-
lands, um stöðvun ákvörðunar
stjórnvalda. Úrskurður liggur
ekki fyrir. Dómstóllinn hefur ekki
stöðvað flutninga fólks frá Norður-
löndunum til Grikklands þrátt
fyrir fjölmargar beiðnir þar um.
Anna Pála Sverrisdóttir segir
þetta renna stoðum undir að þeir
flóttamenn sem Íslendingar endur-
senda til Grikklands eigi litla
möguleika á að koma hingað aftur.
„Mér finnst að hælisleitendur eigi
að njóta vafans þegar ótryggt er
hvað bíður þeirra,“ segir hún. Þörf
sé á meiri mannúð við meðferð
málefna hælisleitenda og meta
þurfi hvert mál fyrir sig.
Dyflinnarreglugerðin er nú
til endurskoðunar á vettvangi
Evrópu sambandsins og er ætlunin
meðal annars að taka fyllra tillit
til mannúðarástæðna við meðferð
mála, meðal annars vegna fjöl-
skylduaðstæðna. Þá stendur til
að setja ítarlegri málsmeðferðar-
reglur við ákvörðun um framsend-
ingu, aðbúnað, málsskots reglur og
fleira. Fram kemur í svari dóms-
og mannréttindaráðherra að
íslensk stjórnvöld hafi takmark-
aða möguleika á að hfa bein áhrif
á þróun Dyflinnarsamstarfsins
enda ráði Evrópusambandsríkin
þar för.
Anna Pála kveðst almennt
ánægð með svör ráðherra enda
bendi þau til áhuga Rögnu Árna-
dóttur á málaflokknum. Bindur
Anna Pála vonir við starf þing-
mannanefndar sem vinnur að
endur skoðun laga um útlendinga
og meðferð hælisleitenda.
bjorn@frettabladid.is
Þörf á meiri mannúð
Flóttamannastofnun SÞ gagnrýnir nýlegar breytingar Grikkja á lögum um
meðferð flóttamanna. Íslensk stjórnvöld fylgjast ekki með afdrifum hælisleit-
enda sem vísað er úr landi. Breytinga er að vænta á löggjöf um hælisleitendur.
ANNA PÁLA
SVERRISDÓTTIR
KYNNA MÁLSTAÐ SINN Hælisleitendur á Íslandi vekja við og við athygli á málefnum sínum. Hinn 1. maí voru þeir á Austurvelli og
söfnuðu undirskriftum málum sínum til stuðnings. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL